Er höfðatala sanngjarn mælikvarði?

Stundum veltir maður því fyrir sér hvort notaðar séu réttar mælieiningar og hvort samanburður sé alltaf réttilega viðhafður.

Við Íslendingar höfum gjarnan elst við „höfðatöluregluna" sem gerir okkur mest og best.

En er alltaf rétt að uppfæra í höfðatölu?

Þessa dagana er talsvert spjallað um mengun lofts af mannavöldum og tilheyrandi gróðurhúsaloft sem fyrir tilstuðlan mannanna sé hleypt út í óravíddina og valdi hlýnun jarðar. Þar virðist mælikvarðinn gjarnan vera svo og svo margar mælieiningar - voru það lítrar á mann? Eða kíló? Ég bara man það ekki. Kannski eitthvað eitt enn - nafnið skiptir ekki máli.

Það sem kom mér til að staldra þarna við er að mér finnst þetta ekki alveg sanngjarn mælikvarði. Við erum þarna einhvers staðar á öðrum tug þessara mælieininga (var það 13? Eða meira?) meðan aðrir, ef mig misminnir ekki tam. Kínverjar, eru með eininguna 1 eða rúmlega það! Pr. mann.

Er þetta réttlátt?

Við erum eitthvað um 300 þúsund og búum í 103 þús ferkílómetra landi. Sem  sagt strjálbýlu. Eitthvað af vondu lofti sem stafar af lífi mannanna hlýtur að vera - ja, getum við sagt lágmarks fasti miðað við það flatarmál lands sem við búum á? Þannig að fámenn þjóð í strjálbýlu landi hlýtur að hafa einhverja fasta mengun eins og fjölmennari þjóðir þar sem styttra er milli þegnanna og dreifist þess vegna á fleiri hausa þar.

Kínverjar voru teknir til viðmiðunar. Þeir eru núna nærri 1,4 milljarðar að fjölda til. Þeir búa á tæplega 20 milljón ferkílómetra landi.

Getum við búið til einhverja vísitölu úr þessum stærðum? Haus pr. ferkílómeter? Hvar stöndum við þá í þessu dæmi um vonda loftið?

Viðurkenni hreinlega að mig skortir stærðfræðiþekkingu (eða/og nennu) til að geta lagt þetta til fulls niður fyrir mér. En ég er nokkuð sannfærður um að höfðatölureglan er ekki alltaf alveg réttmæt og hef stórar efasemdir um hana í þessu samhengi.

Ég er ekki í vafa um að þarna úti í Bloggheimum er fjöldi fjölvitringa sem iða í skinninu að uppfræða mig og sannfæra.

(P.S. Segi ykkur kannski seinna hvaða erlent orð ég er að reyna að þýða með „fjölvitringur".)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Fjölvitringur er sennilega það sama og besservisser. Um hitt veit ég svosem ekkert. Finnst samt ekki nema sanngjarnt að höfðtölureglan komi í hausinn á okkur.

Sæmundur Bjarnason, 5.12.2007 kl. 21:08

2 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Góð ábending. Ég held að höfðatalan sé svolítið varasöm svona rétt eins og meðaltalið sem er svo oft notað til að segja hvað allt sé gott og blessað hér á fróni. En hvað með alla þá sem standa utan meðaltalsins?

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 5.12.2007 kl. 22:10

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Rétt til getið, Sæmundur. Er þetta orð af viti?

Ég held að ef miðað væri við flatarmál stæðum við mun betur í samanburði við margar aðrar þjóðir hvað óloft (fretloft?) út í ósónlagið áhrærir.

Sigurður Hreiðar, 6.12.2007 kl. 16:08

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, mér finnst þetta ágætt orð, hitt er bara mun þekktara þó ljótt sé. Mér finnst besta lýisingin á besservisser vera sá sem allt þykist vita. "Það veit sá sem allt veit", sagði mamma oft og átti alls ekki við neinn besservisser.

Sæmundur Bjarnason, 6.12.2007 kl. 16:33

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég vildi að ég væri fjölvitur. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 6.12.2007 kl. 21:10

6 identicon

Ég hef alltaf notað orðið beturviti fyrir besservisser (sbr. hálfviti og ofviti).

Fjölvitringur er eins og þýðing á polyhistor - slíkir menn voru til fram eftir öllum miðöldum, eða þar til veröldin varð svo flókin að í stað þess að vita svolítið um sem flest urðu menn að vita sem flest um svolítið. 

Valdimar Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband