Til eru fræ…

Svona fer um ýmislegt þó merkilegt sé í upphafi. Þegar Ræsishúsið var byggt var það svo langt fyrir innan Rauðará að það þótti á ótækum stað fyrir fyrirtæki sem ætlaði sér að njóta góðs af almennri umferð. Nú er það orðið á afskekktum stað í gömlu Reykjavík og utan við eðlilegan umferðaröxul höfuðborgarsvæðisins, sem markast af Reykjanessbraut í eina átt en Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi í aðra og þriðju.

Ræsishúsið er merkilegt fyrir það að það er hannað að undirlagi Chrysler í USA með það fyrir augum að vera fullkomið húsnæði fyrir bílaumboð. Þar var gert ráð fyrir skrifstofuaðstöðu og þjónustuaðstöðu -- ég er ekki viss um að gert hafi verið ráð fyrir söluaðstöðu í þeim hluta þess sem byggður var, en raunin er sú ef ég veit rétt að af því voru aldrei byggðar nema tvær hæðir en áttu að vera fleiri. Og ef ég hef heyrt söguna rétta eru til upprunalegu teikningarnar af miklu stærra húsi og sá hluti sem reistur var er svo rammbyggður að efri hæðirnar (þær sem aldrei voru byggðar) áttu að þola bílaumferð og bílasali.

Því kynni svo að fara að það yrði nokkurt átak að fella þetta rammbyggða hús, sem aldrei náði til fulls að verða það sem því var í öndverðu ætlað. En svona er þetta, sbr. sönglagið víðkunna: Til eru fræ…


mbl.is Ræsishúsið rifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hver hefur sagt að ljóð Davíðs Stefánssonar séu rugl? -- Ekki einu sinni í annarra manna bloggi.

Ég segi vísvitandi „annarra manna“, Kolbrún, þó mér sé ljóst að þú sért kona. Tel þig jafn til manna fyrir því.

Því miður hefur boð þitt til mín mistekist. Skil það vel, kann sjálfur ekki að biðla til bloggvina, hef hingað til aðeins verið þiggjandi. Og kann því í sjálfu sér vel, vil helst komast yfir að fylgjast með vinaskóginum.

Góð kveðja

Sigurður Hreiðar, 6.12.2007 kl. 16:06

2 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll Sigurður Hreiðar.

Er það ekki rétt hjá mér að ein af ástæðum þess að Ræsir missti M. Benz umboðið hafi verið húsnæðið?

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm. 

Karl Tómasson, 6.12.2007 kl. 18:54

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nei, Kolbrún, ég var ekki að hæðast að neinu -- síst hef ég séð ástæðu til að hæðast að þér. Fyrirsögnin hjá mér var kannski mislukkuð, en ég átti við að það fræ sem Chrysler sáði þarna langt fyrir innan Rauðará varð aldrei það blóm sem því var ætlað. -- Og -- þakka þér fyrir að benda mér á Favorites möguleikann, þetta var ég ekki búinn að uppgötva. En mér er full alvara með að vilja ekki hafa of langan lista af bloggvinum. Í daglegu vini vel ég mér fáa vini en góða og vil gjarnan hafa -- að breyttu breytanda -- sama háttinn á í Bloggheimum. Í báðum tilvikum þýðir það að ég fer á mis við einhverja sem gætu verið góðir vinir, en í því efni má snúa við þekktu spakmæli og segja: Enginn veit hvað misst hefur fyrr en átt hefur…

Og Kalli minn -- ég hygg að þú hafir rétt fyrir þér, þó ekki hafi ég það beinlínis uppáskrifað… En nú hefur Hallgrímur frændi snúið vörn í sókn á nýjum stað og ég vona bara að hann njóti þar verka sinna.

Sigurður Hreiðar, 6.12.2007 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband