Hvers vegna nýtt sjúkrahús á afskekktum stað?

Mikið þótti mér slæmt að heyra í hádegisfréttum að Sif Friðleifsdóttir hafði ekki skilið Guðlaug Þór rétt. Ég sem var svo ánægður með að hann skyldi vera búinn að blása af þá gölnu hugmynd að hrúga nýju, stóru sjúkrahúsi ofan í Vatnsmýrina.

Í fyrsta lagi eru umferðaræðar að og frá þeim stað mjög svo stíflaðar. Í öðru lagi er landrými þar mjög aðþrengt til frekari stækkunar, því við verðum að gera ráð fyrir að þjóðinni eigi eftir að fjölga.  Í þriðja lagi er þess staður, gamli miðbærinn og næsta nágrenni hans, orðinn afskekktur miðað við meginleið höfuðborgarsvæðisins. Ás þess svæðis liggur nú um Reykjanessbraut og Vesturlandsveg með grein inn á Suðurlandsveg.

Svæðið kringum Vífilstaði hefði verið kjörið. Eða þar sem Bauhaus á að koma. Enn mætti líklega finna stað á þeim slóðum, utan í Lambhagafellinu eða í Korpúlfsstaðamýrinni. Epa einhvers staðar í nánd við Rauðavatn. Þessir staðir bjóða enn upp á nokkra víðáttu og liggja að hinum stóru umferðaræðum höfuðborgarsvæðisins, með greiðri aðkomu frá Suðurnesjum, ofan úr Borgarfirði og af Suðurlandinu.

Þó Landspítalinn sé háskólasjúkrahús er óþarft að honum sé holað niður í hlaðvarpa háskólans. Þar á milli er engum sjúklingum ekið á hjólarúmum. Hvaða landfræðilegar nauður rekur til að halda áfram með þetta klastur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Alveg rétt, klastur er orðið. Það stendur ekki á því að dreifa óbreyttum almúganum um holt og hæðir, en þegar kemur að einhverju sem ráðalýðnum þykir merkilegra en annað þá verður að troða því öllu í sömu holuna. Heldurð´ekki hefði verið flott að skella tónlistarhöllinni í Lögbergsbrekkuna?  Heitir það annars ekki tónlistarhöll? þetta sem á að vera á þar sem kolakraninn var? kv.

Helga R. Einarsdóttir, 23.11.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Meira að segja Fossvogsdalurinn er skárri og þar er slæðingur eftir af plássi, en reyndar tré sem synd er að fórna, allt annað en Vatnsmýrin kemur til greina.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.11.2007 kl. 21:15

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það er nauðsynlegt að Spítalinn sé nálægt Reykjavíkurflugvelli og ekki veit ég nú betur en að lögreglubílar og Sjúkrabifreiðir hafi forgang með svo kölluðum forgangsljósum.....Hef sjáfu farið með veikt barn í sjúkraflugi og þar skiptir máli hversi stutt er frá flugvelli að Spítala....

Einar Bragi Bragason., 23.11.2007 kl. 22:35

4 Smámynd: Sturla Snorrason

Vonandi hefur Guðlaugur áttað sig á þessari vitlausu staðsetningu ,nú þegar Dagur B. Eggertsson er farinn að tala um Öskjuhlíðargöng og Svandís um stokkin við Miklubraut ætti þetta lið að sjá hversu þvílík vitleysa þetta er.

Og ruglið í þessu liði að planta HR út á flugvelli og nýrri flugstöð/samgöngumiðstöð fyrir framan væntanlegt sjúkrahús.

Sturla Snorrason, 23.11.2007 kl. 22:39

5 identicon

Halló

Matthías Johannessen sagði að miðbærinn væri alltaf þar sem Morgunblaðið væri. Samkvæmt því á þetta sjúkrahús að vera við Rauðavatn. Ef Hitler hefði verið Íslendingur hefði hann átt heima í Kópavogi og orðið Bæjarstjóri. Nú eru Kópavogsmenn að byggja nýjan miðbæ miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og sjúga öll viðskipti þangað með tímanum.  Nýtt sjúkrahús á að byggja þar sem það verður miðsvæðis eftir 100 ár.  Landspítalinn var byggður í útjaðri byggðar í Reykjavík fyrir 80 árum en byggðin þandist hraðar út en skipulagsmenn þess tíma gerðu ráð fyrir.  Seinna var byggt annað sjúkrahús í Fossvogi og þá vel utan við byggð til að verða seinna miðsvæðis.

Gestur Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 10:31

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Mér finnst að bloggarar hér seú bara að hugsa um rassinn á sjálfum sér....sem sagt Sunnlendingar

Einar Bragi Bragason., 24.11.2007 kl. 12:56

7 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hversu lengi verður flugvöllur í Vatnsmýrinni, Einar Bragi? -- Mér sýnist að þú teljir þig ekki til Sunnlendinga, en um hvers rass hugsar þú? Þeirra tiltölulega fáu sem koma með flugi á sjúkrahús í Reykjavík og þá því aðeins að góð sjúkrahús landsbyggðarinnar dugi ekki til, eða allra hinna rassanna sem koma landveg til þjónustunnar? Hvort heldur er til að þiggja hana eða veita.

Sigurður Hreiðar, 24.11.2007 kl. 13:04

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ég vona að flugvöllurinn verði áfram þar sem hann er einsog allir aðrir sem nota hann.

Hann er stutt frá allri þjónustu og einmitt sjúkrahúsum.....það eru ansi margir sem þurfa einmitt að nota hann í þeim tilgangi......Það eru ekki fáir Hr Reykvíkingur sem fara með flugi á Spítala...Auk þess hefur einmitt þessi staðsetning bjargað mörgum mannslífum..........en kannski skiptir líf landsbyggðarinnar litlu máli í Reykjavík.....Já ég er landsbyggðarmaður þó að ég sé original Rvíkingur

Einar Bragi Bragason., 24.11.2007 kl. 13:32

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Einar minn Bragi, lestu þetta nú allt aftur og vandlega. Mér finnst þú ekki vera að tala um það sem lagt var upp með.

Bið að heilsa þessum hr. Reykvíkingi sem þú ert að tala um -- veit ekki hver hann er.

Sigurður Hreiðar, 24.11.2007 kl. 14:49

10 Smámynd: Véfréttin

Ahh... hvað það er gott að vera stundum sammála.

Véfréttin, 25.11.2007 kl. 19:15

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvar er Lambhagafell?

Guðjón Sigþór Jensson, 26.11.2007 kl. 12:30

12 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Lambhagafell, Guðjón, er öxlin sem gengur suður og vestur undan Úlfarsfelli. Utan í Lambhagafelli stóð bærinn Lambhagi sem nú er samnefnd gróðrarstöð að hluta. Fremst og vestast á Lambhagafellinu er aðsetur svifdrekamanna sem einkenna sig með vindpoka, litlu austar er Leirtjörnin. Vegurinn austur með Úlfarsfelli að sunnan er allur uppi á Lambhagafellinu og þá hefurðu Úlfarsfellið þér á vinstri hönd.

Góð kveðja

Sigurður Hreiðar, 26.11.2007 kl. 13:00

13 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

En verðum við ekki fyrst að kunna að reka sjúkrahús ?

Við eigum mjög tæknivædd sjúkrahús og fært starfsfólk, en ekki tekst þjóðinni að reka það sómasamlega, svo það verður að byrja á því að nota peningana í að reka sjúkrahús svo er hægt að fara skoða hvar á að byggja þ.e.a.s. ef einhver afgangur verður!!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.11.2007 kl. 17:58

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég fór sérstaka ferð í Noregi til að kynna mér "hátæknisjúkrahús" þar. (Orðið eitt er bull, öll almennileg sjúkrahús eru hátæknisjúkrahús) Ég sýndi þetta í sjónvarpsfréttum. Í Þrándheimi fóru þeir íslensku leiðina og notuðu nokkur hús sem voru þar fyrir og tengdu þau síðan saman með bútasaumi af álmum, göngum og fleiri byggingum.

Allir voru sammála um að þetta væru einhver verstu mistök á þessu sviði í Noregi. Þrándheimur og Þrændalög eru að öllu leyti það svæði í veröldinni sem er hliðstæðast Íslandi.

Síðan skoaðið ég nýja sjúkrahúsið í Osló. Þar fundu menn lóð þar sem ekkert sjúkrahús stóð og höfðu því alveg autt blað og óbundnar hendur til að gera sjúkrahús sem þeir eru stoltir af. 

Hvernig væri nú að bíða aðeins og sjá til hvar flugvöllurinn verður í raun og veru á endanum? Það skýrist innan 4-5 ára. Ef hann verður á Hólmsheiði er núverandi Landsspítalalóð fráleitur kostur.

Ég spurði borgarfulltrúa fyrir nokkrum misserum af hverju Landsspítalalóðin hefði verið valin. Af hverju ekki heldur Borgarspítalalóðin?

Enginn borgarfulltrúi vissi svarið. Þetta hafði bara verið ákveðið einhvern tíma fyrir löngu.

Allt í kringum borgarspítalalóðina eru íbúðahverfi og þess vegna er þar nokkuð eðlilegt borgarlíf, fólk á gangi, börn að leik og verslanir hér og þar. Stórt sjúkrahús þar breytir litlu þar um.

Um Landsspítalalóðina gildir öðru máli. Þetta miðlæga svæði æpir á fjölbreytta byggð með blöndu af íbúðahúsum og léttri atvinnustarfsemi, skrifstofum, verslunum og þjónustufyrirtækjum.

Risasjúkrahús gerir þetta að steindauðu svæði því að enginn á þangað erindi nema annað hvort til að koma þangað á bíl sínum í vinnu og fara aftur úr henni eða koma þangað til að heimsækja sjúkling og flýta sér báðar leiðir.

Það er eins og enginn hafi tekið þessa heildarmynd með í reikninginn heldur er sagt þegar maður spyr af hverju risaspítalinn eigi að verða þarna: "Af því bara" eða "ég veit það ekki."  

Ómar Ragnarsson, 27.11.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 306248

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband