Geitakjöt -- sælkera og heilsufæði

geitRaunalegt hve geitastofninn íslenski stendur tæpt um þessar mundir. Kynnst sjálfur þessum skepnum lítillega og legg ekki að jöfnu hvað mér þótti þær skemmtilegri en kindurnar, sem ég náði aldrei að tengjast neitt né þykja ánægjulegar í samskiptum. Þó góðar séu til átu.

Geitakjöt er eitthver besta kjöt sem ég hef smakkað, hvort heldur er nýtt eða reykt. Fíngert, og fitulaust, bragðmikið og bragðljúft. Mér hefur oft orðið hugsað til þess hvort ekki væri hægt að framleiða það og markaðssetja sem sælkera- heilsufæði og jafnvel verðleggja nokkuð hærra en kindakjöt.

Ekki hafa öll bú mjólkur- eða sauðfjárkvóta, eða hafa burði til að vera með meira búfé heldur en kvótinn segir til um.

Hvernig væri að bæta það upp með geitum? Þær eru ekki kvótabundnar, að ég best veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Ég er sammála því Sigurður að það er ekki gott ef geitastofninn hverfur. Ég hef ekki smakkað geitakjöt en samkvæmt lýsingum þínum er það spennandi og eitthvað sem að maður þarf endilega að smakka. Ég held að ég hafi ekki einu sinni smakkað geitaost.

Bestu kveðjur úr Kvosinni frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 22.11.2007 kl. 18:29

2 identicon

Þetta er alveg sælgæti þetta kjöt. Geitakjöt borða ég mikið og hef gert í
mörg ár. Reykt jafnt sem ferskt. Þetta er nánast villibráð. Kjötið af þeim
geitum sem ég borða er af geitur sem á vorinn fara á lyngheiði góða og
sjást ekki fyrr en við fyrstu snjóa en þá þarf að ná í þær og færa í hús.
Er þær koma í hús er þeim slátrað sem slátra á og þá fær maður besta
kjötið. Þær nærast mikið á lyngi.fjalldrapa.ljónslöpp og fleiri villijurtum
sem þar vaxa og skila þessum bragðgæðum beint á diskinn í kjötinu. Það var
sorglegt að vita til þess um daginn að Dýralæknir í Skagafirði lét slátra
um 50 geitum á einu bretti vegna þess að ein varnargirðing var víst á milli
svæða þar sem var óskað eftir að fá geiturnar til ræktunnar. Það hefur
ALDREI verið sannað að geit fái riðu. Þetta er mesti skandall við dýr í
útrímingarhættu sem framkvæmdur hefur verið frá því að Ísland byggðist.En
ég mun halda áfram að gæða mér á geitakjöti því það er bæði bráð hollt og
GOTT

Goggur (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 19:29

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er í einu orði sagt snilldarhugmynd!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.11.2007 kl. 13:25

4 identicon

Sæll Sigurður. Mig langar að benda á að þau börn sem hafa svokallað kúamjólkurofnæmi, hafa mörg fengið geitamjólk í staðinn og gefist vel.

Sólveig Hannedóttir (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 15:51

5 identicon

Ótrúlegar forvarnaraðgerðir hjá Skagfirðingum.

Sólveig Hannedóttir (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband