Leið til að leiðrétta villur

Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan aldarafmælis bílsins á Íslandi var minnst með útkomu bókarinnar Saga bílsins á Íslandi 1904-2004 hljóta öll kurl að vera komin til grafar hvað snertir villur í bókinni. Mér til mikillar ánægju virðast þær vera fáar og aðeins tvær þeirra meinlegar.

B+SEn af því það sem komið er á prent er þar með orðið heimild sem aðrir kunna að vitna til er rétt að koma á framfæri leiðréttingum eftir því sem við á. Miðað við vinsældir bloggsins er það ekki verri vettvangur til þess en hvað annað, amk. svona í fyrstu umferð.

Þeir lesendur sem bókina kunna að eiga eru beðnir að prenta þetta út og stinga inn í bókina. Eða, ef þeir eiga hana ekki sjálfir, stinga því inn í eintök vinanna sem ekki ferðast um í bloggheimum.

 

 Leiðréttingar:

1. Á bls. 7 er vitnað til þess að Reykjavíkurbær hafi auglýst kerrur til leigu árið 1936. Þetta er augljóslega sláttuvilla og á að vera 1836.

2. Á bls. 92 er mynd af bíl sem ranglega er sagður Chrysler Imperial 1939. Hið rétta er að þetta er Hudson 1942, sbr. m.a. Bílabókina frá 1945.

3. Á bls. 113 er sagt frá því að belgíska flutningaskipinu Persier, sem strandaði hér á Dynskógafjöru með farm af hrájárni og vörubílum (m.a. Sanda-dodsunum), hafi um síðir verið siglt til Belgíu til fullnaðarviðgerðar. Þetta er rangt: því var siglt til Bretlands.

4. Á bls. 130 er sagt frá fyrstu jeppunum í höndum Íslendinga og sagt að þeir hafi verið Ford GPW árgerð 1941. Það fær ekki staðist. Fyrstu GPW (General Purpose Willys eða Government Program Willys) jepparnir voru ekki framleiddir fyrr en árið 1942 þó samningar við Ford um framleiðslu þeirra væru undirritaðir í október 1941. Framleiðsla Willys MB hófst hins vegar 1941.

5. Á bls. 203 segir að Páll Kristjánsson hafi verið eigandi fyrsta bíls í Ketildalahreppi. Hið rétta mun að bræður hans Gísli og Teitur hafi í upphafi verið skráðir eigendur bílsins en Páll síðan keypt hann af þeim.

6. Á bls. 264 er mynd af „gamla Fordinum hans Símonar í Vatnskoti". Þetta er kannski bitamunur en ekki fjár: sá sem myndin er af er samskonar og Símon hafði lengst átt en þennan fékk hann síðar frá Einari á Kárastöðum. Hafði sá borið númerið ÁR-55.

-- Um aðrar villur hefur ekki orðið uppvíst enn sem komið er.

Tvær af þessum villum tel ég meinlegar og gremjulegar. Hinar fjórar skipta ekki verulegu máli. Og læt ég nú lesendum eftir að giska á hverjar tvær fara í taugarnar á mér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ætli önnur og fjórða hafði ekki farið einna mest í pirringinn á þér, það er nú mitt gisk.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.11.2007 kl. 16:09

2 Smámynd: gudni.is

Alveg er ég nánast pottþéttur á því (99%) að það eru villur númer 2 og 4 sem fara mest og dýpst í pirrurnar á þér... (eins og Helga Guðrún giskar á líka). Hinar fjórar villurnar eru annars eðlis að mínu mati, minniháttar mistök eða innsláttarmistök

Annars verð ég nú að segja það að mér finnst nú ekki mikið að fram komi eftir á 6 villur í svona rosalega yfirgripsmiklu ritverki sem er að spanna 100 ára sögu bílamenningarinnar á Íslandi. Og ekki eru þetta á nokkurn hátt held ég mjög alvarlegar villur.
Þessi bók er ekkert annað en hreint meistaraverk hjá þér Sigurður og þú mátt vera mjög stoltur af vel heppnuðu verki.

Ég brosti mikið nú fyrir fáeinum dögum þegar ég las skemmtilega orðaða lýsingu á persónunni Sigurði Hreiðari í athugasemd á annari bloggsíðu (sem Kalli Tomm skrifaði minnir mig). Þar var sagt að þú værir "fróðleikskista um Mosfellssveit". Mér fannst þetta vera skemmtilegt orðalag og ég held að það sé alveg óhætt að segja að þú sért einnig fróðleikskista um bíla...?

gudni.is, 21.11.2007 kl. 17:45

3 Smámynd: GK

Ég myndi segja 2 og 4, frændi.

Bestu kveðjur,
Guðmundur Karl Sigurdórson

GK, 21.11.2007 kl. 21:59

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Aldeilis hárrétt hjá ykkur gott fólk! 2 og 4 eru ergilegar villur af því þær eru endemis fljótfærnisvillur. Þær eru alltaf verstar.

NB.: Það sama á eiginlega við um villu nr. 3, en einhvern veginn er ég ekki eins ósáttur við hana. Að öðru leyti er ég afar ánægður með hve miklar öruggar heimildir ég þó fann um þetta björgunarævintýri á Dynskógasandi, sem margar óáreiðanlega flökkusögur höfðu myndast um.

Sigurður Hreiðar, 22.11.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband