Ónýt þurrkublöð og alltof mikið rúðupiss

Gurrihar fékk fyrirlestur um það í morgun, líklega á bensínstöðinni við Brautarholtsafleggjarann, að við Íslíngar notuðum alltof mikið rúðupiss.

Sem er alveg hárrétt athugun. Og hvers vegna skyldi það nú vera?

Svar: það er vegna þess að við notum yfirleitt handónýt þurrkublöð.

Þau smyrja vegarsullinu, kryddblöndu sem samanstendur af salti og jarðvegi þynntu út með regnvatni eða saltbráð, út um framrúðuna í staðinn fyrir að strjúka það af henni.

Og hvers vegna skyldi það nú vera?

Svar: Sennilega eru ástæðurnar minnst þrjár, ef ekki fjórar: 1.Þurrkublöðin sem við fáum eru ekkert afar góð. 2. Þau eru svo dýr að við tímum alltof sjaldan að endurnýja þau. 3. Þau okkar sem kannski tíma því hafa ekki sinnu á að gera það. 4. -- Ja, nú man ég ekki hvað ég ætlaði að hafa nr. 4.

Einhvern tíma var mér sagt af ábyrgum sölumanni einhverra þurrkublaðategunda að Champion væru um það bil verstu þurrkublöð sem ég gæti fengið. Sem ég er ósammála því mér hafa reynst þau hvað best. Sem er slæmt af því ég man ekki hvar ég keypti þau. Sem er ennþá verra af því nú þarf ég að endurnýja þurrkublöð á amk. tveimur bílum.

Ætli þau fáist ekki í Neinum?

Getur einhver upplýst mig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll meistari Sigurður.

Er þetta ekki spurning um að sleppa nagladekkjunum hér á höfuðborgarsvæðinu til að losna við þessa "eðal" kryddblöndu upp um alla bíla og rúður?

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Kvosinni.

Karl Tómasson, 29.10.2007 kl. 16:17

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nei, Kalli minn, það dugar ekki. Raunar hafa bílar þessa heimilis ekki verið á nagladekkjum síðustu 4 árin og ég er þeirrar skoðunar að þau séu óþarfi hér á okkar daglega aksturssvæði -- en, því aðeins að við látum okkur hafa kryddblönduna og saltinu í hana sé spreðað út í skyndi þegar leifturhálku ber að höndum.

Annars líst mér ekki á hvernig útkoman yrði.

Annars hitti ég bóndann í Leirvogstungu í morgun sem lá ekkert hlýtt hugur til sandburðarins sem stundum og sums staðar er látinn koma fyrir salt hér í okkar ástkæra bæ.

Kveðja í kvosina.

Sigurður Hreiðar, 29.10.2007 kl. 16:27

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Húsráð Helgunnar í þurrkublaðamálum (hehe) er að hella kóki í tusku og strjúka vel af gúmmíinu á blöðunum. Ef þær eru ekki á annað borð ónýtar, þá gerir þetta þær næstum eins og nýjar. Ég hendi aldrei gömlu kóki, það er til ýmissa hluta nytsamlegt, s.s. að hreinsa upp ryðguð verkfæri. Láta þau liggja í kókinu yfir nótt og bursta svo með gömlum tannbursta eða vírbursta og ryðið hreinlega skolast af undir krananum.

Einhverjir myndu nú bara kaupa nýtt og henda gamla draslinu, en ég er alin upp við að nýta allt til dauða og henda helst aldrei neinu.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.10.2007 kl. 18:11

4 identicon

Ég hef unnið hjá olís í 2 ár og ég get svo sannarlega frætt þig um þetta. Olís selur champion Rúðuþurkur og á ásættalegu verði frá 980kr upp í 1600kr miðað við stærð. Fólk á það líka til að kaupa alltaf rúðuþurkur þótt þær séu ekkert ónýtar td er mjög gott að taka skítinn af rúðuþurkunum (aðalega selta og tjara) með ísvara eða olíuhreinsi finnst best sjálfum að nota ísvara ekki bara tekur það seltuna af heldur mýkir líka gúmmíið. Á öllum olísstöðum geturðu fengið ísvara eða olíuhreinsi til að hreinsa rúðuþurkurnar frítt og venjulega er brúsinn úti til notkunar eða þú getur líka spurt starfsfólk.

Annað tipp fyrir þig er að núna er afmælisleikur hjá olís þannig að ef þú fillir bílinn af bensíni þá færðu eftir fyrsta fyllingu frítt rúðupiss og eftir 3ja fillingu færðu 50% afslátt af rúðuþurkum. Endilega nota það ef þú ert sparneytinn. Ef það myndast td alltaf móða svona eins og fita á rúðunni að utan þá er líka gott að setja sápu sem er í 50ml brúsa sem heitir one shot í rúðupissið og það tekur fituna léttilega af.

Endilega bara spyrja :)

Hannes Hall (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 19:41

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þar hefur þú það og ég líka  get að minnsta kosti nýtt mér þessar upplýsingar

og kók er gott í niðurföll og til að þrífa sturtuhausa  

Rain x á rúðurnar

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 29.10.2007 kl. 20:37

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einu sinni ók Mosi leigubíl um nokkurra ára skeið. Jafnan hafði hann heitt vatn á brúsa til að fá sér tesopa og þá var ágætt að nota tegrisjuna eftir notkun til að þrífa þurrkublöðin á eftir! Það reyndist ágætlega við smáóþrif þessi gjörnýtingarstefna. Ef tjara var komin í rúðublöðin eða eitthvert olíukyns þá var gott að þrífa þurrkublöðin með frostvörninni sem hellt er í bensíntankinn til að leysa upp vatnsdropa. Þá var mjög mikilvægt að vera ekki með of sterka blönduna á rúðupissinu enda það nógu dýrt og brúsinn furðufljótur að klárast!

Mosi hefur ekki haft neinn áhuga fyrir nagladekkjum enda fyrir neðan allar hellur að eyðileggja gatnakerfið vegna þessara örfáu daga á ári sem nagladekk gætu komið að gagni! Eina raunhæfa vörnin sem við getum séð um er að aka varlega og ekki hraðar en aðstæður leyfa.

Mosi - alias 

Guðjón Sigþór Jensson, 29.10.2007 kl. 20:37

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég veit ekki hvað ég á að segja núna.. Keli sáttur við Olís.. ég vinn hjá fyrirtæki sme einmitt skiptir við olís og ég fékk nýjan rúðuvökva á nýju olís stöðinni við rauðavatn.. og viti menn.. hún myndaði ógagnsæja filmu á rúðunni. Olís er fallið á prófinu líkt og svo margir aðrir.. Ég fékk leifi til að versla við alvöru rúðupissframleiðanda.. já hann framleiðir rúðupiss.  Samur HF í Lyngásnum í Garðabæ og er rúðan í bílnum mínum og bílum vinnufélgana vel gagnsæjar núna..

Óskar Þorkelsson, 29.10.2007 kl. 22:56

8 Smámynd: gudni.is

Það er skemmtilegt að þú takir upp þessa rúðuþurkublaðaumræðu núna Siggi minn. Akkúrat þessa vikuna er há-anna-sölutími þurkublaða hérna á Íslandi.

Ég ætla að benda þér og öðrum á hagstæða og mjög vandaða og góða lausn í þessu máli. Ég hef lengi starfað talsvert fyrir Toyota á Íslandi í ýmsum málum. Upp á síðkastið nú í haust hef ég unnið talsvert tímabundið í varahlutaversluninni hjá Toyota á Nýbílavegi 8 í Kópavogi.
Þar fást mjög vönduð og góð þurkublöð sem hafa reynst alveg afbragðs vel og þau eru á mjög góðu verði, þau eru talsvert ódýrari heldur en mjög léleg þurkublöð á sumum stöðum hér í bæ..
Þessi blöð eru úr svokallaðri "Toyota Optifit" vörulínu frá Toyota og þau má að sjálfsögðu nota á allflestar gerðir bíla og þau eru til með flestum festingagerðum sem tíðkast í dag.
Upp á síðkastið er búið að vera mjög mikið um að fólk komi og kaupi þessi blöð á allskonar bíla. Það sem þarf að gera er að mæla lengd blaðanna eða bara taka þau af og koma með með sér.

Verðið á þessum algengustu blöðum frá Toyota Optifit er frá ca. 650-1.650 krónum stykkið (Lengdir frá 350 mm til 600 mm.) Til dæmis þá eru 500 mm löng blöð sem er mjög algeng lengd á bílum í dag á 1.150-1.330 krónur eftir festingatýpum. Þessi verð eru öll á þurkublöðum án vindskeiðar, en það er einnig hægt að fá þau með vindskeiðum ef slíkt er á viðkomandi bíl en þá er verðið eitthvað hærra.
Svo ef fólk á Toyota bíla með orginal upprunalegu blöðunum á þá eru fáanleg stök gúmmí til að skipta um í orginal blöðunum. Slík gúmmí kosta nokkur hundruð krónur. Samt er ekki endalaust hægt að skipta bara um gúmmí í blöðunum því að blöðin sjálf slitna og skælast með tímanum.

"Toyota Optifit" er vörulína varahluta frá Toyota sem býður upp á heldur ódýrari slit-og rekstrarvarahluti í Toyota bíla (bremsuklossa, þurkublöð, kúplingar, startara, altanatora og fleira). Þessir varahlutir eru ekki af alveg sömu gæðum og algjörlega "genuine Toyota parts" en eru samt í góðum gæðum og hafa komið mjög vel út. Þetta er gert til að bjóða fólki upp á að velja ódýrari varahluti í bíla sem eru orðnir 5 ára og eldri.

Ég vona að þetta hjálpi þér og öðrum að vita af þessu.

gudni.is, 30.10.2007 kl. 10:08

9 Smámynd: gudni.is

Ég er sjálfur t.d. búinn að setja svona Toyota þurkublöð á MMC Pajero jeppa pabba míns og á Pajero jeppa mömmu minnar. Reyndar einnig líka á minn eigin Pajero jeppa þó það sé nú örlítið viðkvæmara mál að ég eigi slíkann bíl....

gudni.is, 30.10.2007 kl. 10:16

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Afar góð svörun við þessari leit minni. Helga Guðrún kemur með ný not fyrir staðið kók. Ég hef aðeins notað kók til að hreinsa fitubrák af framrúðu að utan og með góðum árangri, hefur aldrei dottið í hug að hreinsa þurrkublöðin með því. Hef þó prófað ýmiss efni til þess. Það sem upp úr stendur þar að mínum dómi er hreinsi- og mýkingarefnið WD-40 sem er um margt fleira undraefni.

En við skulum gæta þess að jafnvel þurrkublöð sem hreinsuð eru með alls konar undraefni ganga út sér þarf að skipta um.

Hannes Hall bendir mér á Olís og það höfðu raunar fleiri gert og nú eru komin ný Champion þurrkublöð á Renóinn. Guðni bendir mér á Toyota Optifit og þar sem ég er veikur fyrir því að prófa nýja hluti mun ég koma þar við í dag eða á morgun og fá mér Optifit þurrkublöð á Honduna. -- Og Guðni, ég er himinlifandi yfir stafsetningu þinni á Nýbílaveginum og mun nota hana héðan í frá, amk. ef ég ætla að fjalla um Toyota eða Lexus. Og kannski Optifit.

Anna K. -- ég hélt satt að segja að Egill Vilhjálmsson hf væri ekki lengur með allt á sama stað -- og væri aðallega ef ekki eingöngu með verkstæði. Eru þeir enn með innflutning á einhverju? -- Síðan fyrirtækið hvarf af horni Laugavegar og Rauðarárstígs er það amk. ekki lengur „á sama stað“.

Sigurður Hreiðar, 31.10.2007 kl. 08:10

11 Smámynd: gudni.is

Ég hef lengi notað aðferðina sem þú nefndir, að hreinsa þurkugúmmíin með WD-40 efninu. Það er algjör snilld. Það efni hreinsar vel tjöruna og skítinn og skemmir ekki gúmmíin heldur mýkir þau frekar upp. Þetta kenndi pabbi mér fyrir svona 17 árum síðan þegar ég vann hjá honum á bílaleigunni og ég hef notað þetta síðan. Það er svo sem bara aldrei að vita nema þú hafir kennt pabba þessa aðferð í þá daga...??
WhiteSpritt, olíuhreinsir, þynnir og slík efni þurka svo illa upp gúmmíin þannig að þau harna svo og eyðileggjast.

Gaman að heyra það að þú ætlir að prófa þessi Optifit þurkublöð. Ég er nokkuð viss um að þú verður sáttur við þau? Ég verð því miður ekki sjálfur í varahlutabúðinni núna næstu daga til að taka vel á móti þér þar og veita þér höfðingjaafslátt o.s.frv.. En þarna eru góðir menn sem taka pottþétt vel á móti þér.
Skrokkurinn minn fór nefnilega aftur í mikið óstand því miður og ég er því í mikið meiri endurhæfingu en venjulega nú þessa dagana. Ég get hinsvegar bara kennt sjálfum mér um því ég fór einfaldlega óvarlega í of mikið álag. Það vill gerast þegar hugurinn er langt á undan sködduðum líkamanum.

Það verður svo gaman að sjá hvort þú finnir mikin gæðamun á nýju Champion þurkublöðunum þínum og á Optifit blöðunum ef að þú ferð út í að prófa þetta..?

Gott að þú ert ánægður með stafsetninguna mína með "Nýbílaveginn"... Þarna seljum við jú nýja bíla en ekki býla...  Veistu að það er alveg svakalega algengt að alveg ótrúlegasta fólk ruglist með þetta...

gudni.is, 31.10.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306294

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband