Renó, Porsé og Levís

Það var góður hnykkur hjá ritstjórn Mbl Bílar að fá Leó M. Jónsson vélatæknifræðing til að svara þar bréfum frá þeim sem eiga í vandræðum með misgamla skrjóða sína, hvar hann leysir æsilegustu þrautir sem við kálfarnir myndum standa á stóragati yfir og vísa umsvifalaust á næsta vel tækjum og tölvum búið verkstæði án frekari vafninga. Þarna er Leó í S-inu sínu og ég bíð föstudagsmorgna spenntur að sjá hvaða þrautir hafa nú verið lagðar fyrir hann og hvernig hann leysir þær.

laguna 3Nú ber svo við í dag að hann hefur fengið fyrirspurn sem jafnvel ég hefði getað ráðið við. Hann er spurður hvernig eigi að bera fram tegundarheitið Renault. Sem hann réttilega kveður upp um að eigi að bera fram sem Renó - ekki Runó eins og talsvert hefur borið á. (Þar fyrir utan: Ekki heldur sem Renault eins og maður heyrir þó af og til). Og af þessu tilefni gefnu heldur hann áfram að benda á, einnig réttilega, að tegundarheitið Porsche eigi að bera fram sem Porsé, ekki upp á amrísku sem Pors. CayenneÁstæðan er sú að Ferdinand gamli Porsche (Porsé) „var frá þýskumælandi Bæheimi" og hélt alla tíð nafni sínu.

Við þetta má bæta hugleiðingu strigabrækur sem um tíma voru vinsælar hér og kenndar við þann sem fyrstur fór að sauma þær í einhverju magni og hét Levi Strauss. Leví þessi var austurríkismaður og hét þar heima að sjálfsögðu Leví, mas. Leví Stráss. En svo flutti hann vestur um haf og eftir einhverja stökkbreytingu þar var nafnið hans orðið að Lívæ og brækurnar Lívæs buxur.

Eins og þetta sé nú eitthvert vit?

En áfram með bílana, innblásið af pistli Leós: Einhvern tíma var byrjað að flytja hér inn svokallaðan fjölnotabíl af ofannefndri tegund Renó. Sá hét Espace, en í heimalandinu var einfaldlega borið fram Espaas (með nokkuð löngu a-hljóði). Hér var hann miskunnarlaust kallaður Espeis eins og þetta væri amrísk framleiðsla.

Um undarlegan framburð á bíltegundum má eflaust halda áfram lengi dags en verður ekki af. Get þó ekki stillt mig um dálitla hugleiðingu um það þekkta bílheiti Volkswagen. Æði margir vita nú orðið að þetta eru að mestu þýskir bíla, altént að uppruna, og í þýsku er V borið fram eins og við berum fram F, en tvöfalda vaffið sem V. Þarna eru þegar komnar tvær gildrur og er þó ein eftir: G-ið í -wagen er borið fram sem hart g-hljóð, eins og þegar við nefnum stafinn sjálfan.

En furðu margir falla enn í allar þessar gildrur og segja volsvagen og það með g-hljóði eins og í saga eða hagi! Og sleppa K-inu.

KyronÍ lokin verð ég að játa á mig fávísi í þessum efnum. Þegar Benni fór að flytja inn nýja gerð af SsangYong-jeppanum Kyron (sem er stórlega vanmetinn bíll enn sem komið er) hvarflaði ekki að mér að það ætti bera það heiti fram upp á amrísku og byrjaði með að kalla hann Kjýron, mas. með J-hljóði á eftir K-inu. En mér var snarlega - og kurteislega - bent á að það væri ekki rétt. Hann heitir, samkvæmt því, Kæron (já, ekki Kjæron).

Og þá er bara eitt eftir: Cee´d. Hvernig á að lesa úr því?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Síd, eins og seed, ef þú ert að tala um KIA bílinn. Gaman að lesa þetta allt, ég varð heldur betur að breyta um málfar þegar ég flutti búferlum. Dævó bíllinn minn varð að deió og nú á ég Djag sem hét bara Jagúar, well ekkert bara Jagúar, hann er sko flottur þó hann sé gamall. Sport dreki sem afi hebbði verið stoltur af, en hann flutti inn einn af fyrstu drossíunum hérna í árdaga fyrir rúmri öld. Þið hefðuð verið fínir saman, og gaman hefði verið að vera fluga á vegg ef þið hefðuð hittst (ég er áhugamaður um íslensku en aldrei kunnað að skrifa þetta orð).

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.10.2007 kl. 04:11

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

..eina af..

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.10.2007 kl. 04:18

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

PS Vinur minn er véltæknifræðingur hjá Renó liðinu í Formúla vonn. Ég skal með ánægju hrista úr honum svör ef upp koma spurningar um tæknimál þar sem sameiginleg kunnátta okkar strandar. Honum þykir alltaf gaman að fræða ljóskuna helvískum. Spyr samt stundum hvort ég sé örugglega kona.  Gamanaðessu. 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.10.2007 kl. 04:35

4 identicon

Varðandi Lívæs. Ástæðan fyrir þessu er sú að vörumerkið sem Levi Strauss setti á laggirnar heitir Levi's með eignarfalls essi. Þessvegna eru þær kallaðar Lívæs gallabuxur, þ.e. vegna þess að það stendur nú barasta á þeim.

Snæþór Halldórsson (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 08:36

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Er það, Snæþór? Fer það ekki eftir því út frá hvaða tungumáli þú hugsar framburðinn? Er töluð enska í Austurríki? Hverrar þjóðar var Levi Strauss?

Sigurður Hreiðar, 30.10.2007 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband