23.10.2007 | 15:23
Ze drem of a united urop vil finali kum tru
Það hefur verið í umræðunni að gera enskuna jafna íslensku hér á landi. Allir íslíngar kunni ensku fullteins vel og íslinsku kvortsemer og gottef ekki betur og svo sé hún líka kvortsemer orðin málið sem allir verða að læra skólalærdóminn sinn á eikkva fram yfir menntó.
Sem er kannski ekkert nýtt. Ég var í HÍ fyrir 30 árum. Að vísu að læra ensku en líka uppeldisfræði og hún var fullteins mikið á ensku eins og íslensku. -- Það sem ekki var á sænsku.
Þess vegna þótti mér forvitnilegt að sjá nýjustu samþykkt Evrópuráðsins um að enskan verði hið opinbera tungumál Evrópubandalagsins frekar en þýska, sem líka kom til greina. Sem rifjar líka upp að samskonar mál var borið upp á Bandaríkjaþingi einhvern tíma á öldum áður en þar var samþykkt að enskan skyldi vera alríkismálið fremur en þýska. Nú man ég ekki bara hve mörgum atkvæðum munaði. Voru þau 4? eða 14? Þau voru altént fá.
En enskan sigraði í Evrópuráðinu eftir að breska ríkisstjórnin hafði samþykkt að mýkja aðeins réttritunarreglur enskunnar og svona smotterí annað.
Hér á eftir fer tilskipunin eins og ég fékk hana. Tek það fram að hún er illa fengin, ég bísaði henni af blogginu hennar Eikar dótturdóttur minnar sem um þessar mundir dvelur með engilsöxum:
The European Commission has just announced an agreement whereby English will be the official language of the European Union rather than German, which was the other possibility.
As part of the negotiations, the British Government conceded that English spelling had some room for improvement and has accepted a 5- year phase-in plan that would become known as "Euro-English".
In the first year, "s" will replace the soft "c". Sertainly, this will make the sivil servants jump with joy. The hard "c" will be dropped in favour of "k". This should klear up konfusion, and keyboards have one less letter. There will be growing publik enthusiasm in the sekond year when the troublesome "ph" will be replaced with "f". This will make words like fotograf 20% shorter.
In the 3rd year, publik akseptanse of the new spelling kan be expekted to reach the stage where more komplikated changes are possible.
Governments will enkourage the removal of Double letters which have always Ben a deterent to akurate speling.
Also, al wil agre that the horibl mes of the silent "e" in the languag is disgrasful and it should GO away.
By the 4th yer people wil be reseptiv to steps such as replasing "th" with "Z" and "w" with "v".
During ze fifz yer, ze unesesary "o" kan be dropd from vords kontaining "ou" and after ziz fifz yer, ve vil hav a reil sensibl riten styl.
Zer vil be no mor trubl or difikultis and evrivun vil find it ezi tu understand ech oza. Ze drem of a united urop vil finali kum tru.
Und efter ze fifz yer, ve vil al be speking German like zey vunted in ze forst plas.
If zis mad you smil, pleas pas on to oza pepl.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
He he. Góður þessi en annars ætlaði ég nú að kommenta (úps nú sletti ég) á hundafærsluna hér að neðan.
Mér er nefnilega minnisstætt er ég heimsótti höfuðborg Grikklands eitt sinn fyrir ekki svo margt löngu síðan. Sú ferð var nú að mörgu leiti minnisstæð ekki hvað síst vegna allra þeirra fjölmörgu hunda sem urðu á veigi okkar. Sérstaklega minnisstæður var einn sem ekki var ósvipaður þessum gula á efstu myndinni hjá þér. Á hann rákumst við á leið okkar uppá fjallstopp einn sem í dag mér er fyrirmunað að muna nafnið á. Hundurinn tók einhverra hluta vegna samstundis miklu ásfóstri við samferðamann minn og læsti tönnunum í buxnaskálm hans. Samferðamaðurinn varð lítt kátur við uppátæki hundsins og freistaði þess að frelsa buxurnar en allt kom fyrir ekki, hundspottið vildi ekki sleppa.
Leikurinn barst um götur Aþenu þar sem ég skipaði samferðamanninum að losa sig við hundinn, samferðamaðurinn svaraði því til að hann væri að reyna það og hundinum lét sér fátt um finnast hvað mér fannst og neitaði að láta segjast. Mér var sannast sagna steinhætt að lítast á blikuna, mundi skyndilega eftir hryllingssögum af óðum hundum og mönnum. Hundurinn hékk meira og minna á buxunum alla leið að rótum fjallsins þar sem við við stigum um borð í kláf og losnuðum þar með við hundinn okkur öllum (ekki sýst buxunum). Líklega vildi hann nú bara leika sér grey-skinnið og var horfin er við komum niður aftur en buxurnar biðu þess aldrei bætur að hafa hitt hundinn.
Svipað hundafargan mætti mér svo stuttu seinna í borgum og bæjum Rúmeníu. Ég er ekki mikið fyrir svona hundahald.
Kveðja af eyrinni
jr.
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 23.10.2007 kl. 17:56
Já, frænka góð, það er misjafn sauður í mörgu fé og sama að segja um blessaða hundana, eins og þeir geta nú verið skemmtilegir. Mér finnst bara of mikið að hvergi megi sjást hundur hlaupa bandlaus án þess að fólk þenji nasavængina eins og það ætli að fljúga á þeim. En kannski er gallinn sá að ekki eru allir hundar sæmilega siðaðir, frekar en fólkið.
Ég kann fullt af hundasögum. Eins og um Schäffer-tíkina í Bournemouth sem ættleiddi mig strax á okkar fyrsta fundi og það svo að „móður“ hennar (mennskri) þótti meira en nóg um. En besta sagan finnst mér alltaf af H. vini mínum sem fór með kórnum sínum til Rússlands. Þar sem kórfélagar og makar stóðu í víðum hring á Rauða torginu og hlustuðu á leiðsögumanninn messa kom miðlungs stór hundur skokkandi, trítlaði hnusandi milli manna en fór næstum viðstöðulaust að H, þefaði af öklanum á honum, lyfti svo fæti og sprændi á hann!
Hundar hafa undantekningalítið sýnt mér eindreginn vinskap. Utan sumarið sem ég var póstur (bréfberi) hér í Mosó. Þá kom í ljós að mýtan um að hundar hati póstinn er engin mýta. Meira að segja hundar sem fyrir og eftir sýndu mér ekki annað en vinskap ætluðu sko að skemma gott fleira en buxurnar mínar þetta sumar!
Sigurður Hreiðar, 23.10.2007 kl. 22:04
Zetta zótti mér fyndinn pistill og ekki verra að honum var bísað. Satt að segja var ég nærri búin að gleyma því orði.
Svo má ég til að ýta hér aðeins í hana nöfnu mina málfarsfasistann, ég sé að hún hefur að ýmsu "leyti" gleymt að lesa yfir hundasögurnar sínar hér að ofan og þá eru ypsilonvillurnar á næsta "leiti" ekki hvað "síst" þegar innsláttarvillurnar verða á "vegi manns". Þú verður að standa undir nafni telpa mín. Svo bið ég að heilsa ykkur frændystkinum báðum.
s
Gunný (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.