23.10.2007 | 08:30
Þar sem hundar eru ekki í bandi…
Við Íslendingar erum haldnir forræðishyggju á háu stigi. Meðal annars eiga allir hundar að vera tryggilega bundnir þar sem þeir eru í þéttbýli og má víst ekki einu sinni leyfa þeim að hlaupa almennilega nema maður sé nógu sprækur til að hlaupa með þeim út um móa og völl og halda í bandið allan tímann. Eins og þetta séu óargadýr.
Þetta er dálítið öðru vísi í Grikklandi hvar ég var á ferð nýlega. Þar gengur fólk ekki af göflunum þó hundur sé á ferð innan um það -- eða hafi bara fengið sér blund í hlýjunni.
Bloggið í dag á að sýna nokkur dæmi um hundalíf í Grikklandi -- sem er sko aldeilis ekki í bandi.
Að ofan, til hliðar og að neðan: Kyrrlátir hundar í Plaka- hverfinu í Aþenu.
Þeir eru ekki kröfuharðir á yfirráðasvæðið og oft stutt á milli þeirra.
Stellingarnar bera sjaldnast vott um mikla árásargirni.
Öll dýrin í skóginum eru vinir, líka húsaskóginum.
Samt er hægt að bregða á leik.
Eða setja sig í sömu stellingar og ferðafólkið sem kemur að heimsækja þetta sólríka land og eyjarnar sem heyra því til.
Eftir að hafa séð friðsamlegt hundalífið í Grikklandi hlýtur maður að undrast þessa ströngu kröfu um band á hundinum undir öllum kringumstæðum
Dettur í hug hvort hugleiðing í bloggi BenAx gæti orðið að veruleika: Auk þess legg ég til að hundahald í sveitum verði bannað.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fordómar íslendinga gagnvart hundum eiga sér vart hliðstæðu í veröldinni nema ef vera kynni hjá fordómar öfgafullra múslima gagnvart þeim svo og svínum. Hundaeigendur eru flokkaðir með reykingamönnum, mega helst hvergi vera.
Enn heyrast raddir sem halda að hundar eigi bara að vera í sveit. Þessir fordómar fara þó heldur minnkandi með aukinni hundaeign og hundamenningu.
Sem betur fer.
Sveinn Ingi Lýðsson, 23.10.2007 kl. 08:51
Fordómar gegn hundum snúast nú mest um það að hundaeigendur nenna ekki að passa hundana sína eða hirða upp eftir þá. Hundamenningin er samt eitthvað að lagast en það eru samt allt of margir sem fá sér hunda og eru svo búnir að að fá leið á þeim eftir nokkrar vikur eða mánuði og þá valsa þeir um allt og hræða líftóruna úr litlum börnum sem sjá kvikyndi á stærð við sig eða stærri koma skokkandi. Auðvitað eiga hunda að vera í bandi og mér er slétt sama þó svo að þeir skíti á lóðinni heima hjá sér en nei takk við því að þeir geri þarfir sína á mína lóð eða nágrenni. Nenni ekki og á ekki að þurfa að labba og góna fram fyrir mig til að sjá hvort hundaskítur sé á gangvegininu, svo má líka velta því upp af hverju kettir eru ekki settir undir sama hatt og hundar ? Auðvitað eiga eigendur þeirra að passa uppá þá eins og hundaeigendur, örmurlegt að skipta um sand í sandkassa þar sem nágranna kettirnir eru að nota hann fyrir salerni.
Rúnar Haukur Ingimarsson, 23.10.2007 kl. 09:28
Snýst á endanum um hvers réttindi eiga að hafa mest vægi. Á að virða rétt fjórfætlinga í borgum til jafns við tvífætlingana?
Er alltaf illa við það þegar maður mætir fólki með hund og hundurinn hleypur upp að manni. Annaðhvort með flaður en þó oft með gelt og tortryggni. Kona mín var í tvígang bitin illa af hundi sem barn og er illa við að mæta þeim á förnum vegi síðan.
Þannig að á þessu eru í það minnsta tvær hliðar... en góðar myndir.
Gunnlaugur B Ólafsson, 23.10.2007 kl. 09:41
æðislegar myndir. þegar ég var útá Krít komu flökkukisur meiraðsegja inná veitingastaði til þess að fá mat, og allir tóku bara vel í það (sérstaklega ég, mér hlýnaði um hjartaræturnar að sjá þjónana hlaupa um með matarafganga sem þeir fóru með niðrá strönd handa kisunum og kettlingunum sem fylgdu þeim), ég fékk á tilfinninguna að fólkið þarna væri virkilega miklir dýravinir og ekki eins mikið fyrir að dauðhreinsa allt í kringum sig einsog íslendingar. Ef við elskum dýrin þá elska þau okkur og vináttan ríkir, þannig er það bara, þetta er grunneðli manna og dýra en það er alltaf verið að reyna að skemma þetta fyrir okkur.
halkatla, 23.10.2007 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.