12.10.2007 | 18:12
Gustar enn í glasinu
Nú hefur heldur betur komið á daginn að ég hafði rétt fyrir mér. Allir litlu kóngarnir og allar litlu drottningarnar eru búnar að sprengja sápukúluna. Nýju setti af litlum kóngum og litlum drottningum hefur verið stillt upp á taflborðið og gamla settið orðið að peðum. Og situr uppi með að hafa eyðilagt kórónu aðalkóngsins síns um aldur og ævi.
Kannski var þetta allt til góðs. Um það er of snemmt að segja. En sigurgleðin leynir sér ekki á andlitum nýja settsins á myndum dagblaðanna í dag. Eins og börn í nýjum regngalla, enda ennþá nóg vatn eftir í glasinu enn. Bæði heitt og kalt. Og út um allan heim.
Ég á mér þá ósk að nýja settinu takist að búa svo um hnútana að auðlind vatnsglassins verði áfram almannaeign en ekki gefin einkaframtaki, jafnvel þó einhver greiðsla komi á móti. Nýstofnuð hlutafélagasamstæða getur skilað ágætum hagnaði fyrir því. Verði hún seld frá hinum almenna Reykvíkingi á ekki að gera það ekki fyrr en eitthvert raunverulegt verð kemur fyrir svo hægt sé að lækka skuldir borgarinnar.
Segir Mosfellingurinn sem kaupir vatn og rafmagn af OR og á líklega ekki annarra kosta völ!
Stormurinn geisar enn í vatnsglasinu. Hann hefur bara gengið til á áttunum.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi tæmist það ekki !!!!
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 12.10.2007 kl. 21:33
Seld frá hinum almenna Reykvíkingi? Nú sest hinn almenni Reykvíkingur á sitt eðalrassgat meðan Skagfirðingurinn lemur Mosfellinginn í hausinn með silungi úr Hérðaðsvötnum. Landið er ennþá landið þó komið sé norður fyrir götuljós. Og hananú og habbðuða gamli snillingur!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.10.2007 kl. 01:49
Er ennþá silungur í Héraðsvötnum? Er ekki búið að selja hann? Ertu viss um að hann sé ekki kominn undir Ormaveitu Reykjavíkur?
Sigurður Hreiðar, 15.10.2007 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.