Perlu-kjaftaskar

Er um þessar mundur að prufukeyra eins og 20 nýja bíla. Einn í einu, guskelov! Og hlusta á útvarp á meðan.

Leifur Hauksson er skemmtilegur útvarpsmaður. Hann var áðan að tala um stjórnmálamenn. Ekkert er eins hissa eins og hissa stjórnmálamaður, sagði hann. Og þegar stjórnmálamenn fara að segja ósatt (já, hitt kemur fyrir hjá þeim) finna þeir oftast einhver ráð til að kjafta sig fram hjá því þegar þeim er stillt upp við vegg.

Leifur nefndi dæmi um eina slíka björgun. Þvi miður nefndi hann ekki nafn. Hann hafði verið staðinn að því að ljúga opinberlega og í útvarpsfréttum einum eða tveimur dögum síðar var honum stillt upp við vegg með þetta. Eftir að hafa kjamsað á tungunni litla hríð varð kempunni þá að orði: „Ja-á, þetta mun hafa verið misrétt hjá mér.“

-- Eru svona perlu-kjaftaskar ekki þess virði að kjósa þá aftur -- og aftur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Nú er ég svo aldeilis hissa. Ørugglega hissasti madurinn å svædinu!

Gulli litli, 11.10.2007 kl. 19:13

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Þetta er bara snilldarsvar,ekkert annað.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 12.10.2007 kl. 09:50

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ekkert bjargsvar jafnast þó á við þegar snillingurinn Steingrímur Hermannsson sagði: "Ég meinti það þegar ég sagði það". Ég hef stolið þeirri setningu margoft síðan, og oftast komist upp með það.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.10.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 306473

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband