Stormur í vatnsglasi

Merkilegt hvílíkt hávaðarok þetta fræga vatnsglas getur þolað! Þegar uppvíst varð um samruna útrásararma OR og HS ætlaði allt ofan að keyra í öllum fjölmiðlum og annað eins hneyksli og önnur eins valdníðsla átti aldrei að hafa átt sér stað.

Nú er rykið aðeins að setjast eftir sprenginguna og hvað stendur eftir? Jú, það var of hátt til höggs reitt með eitthvað af kaupréttarsamningum (sem eru í sjálfu sér, í hvaða tilviki sem er, furðulegur partur af launasamningi, einskonar launaskafmiði!) -- og hitt, að flestum finnst, þegar til kastanna kemur, hvort sem þeir viðurkenna það opinberlega eða ekki.

Sú litla tíkargjóla sem sennilega hefur með réttu átt heima í vatnsglasinu í þetta sinn stafaði af því að ekki var farin kórrétt boðleið að því að innvikla alla litlu kóngana og allar litlu drottningarnar sem finnst, að sjálfsögðu, að þeir/þær eigi að ráða alveg eins miklu og þeir sem eru beinlínis til þess ráðnir og móðgast ef réttrar goggunar er ekki gætt.

Það sem eftir stendur, þegar öllu er á botninn hvolft, var að það fór ekkert að gerast markvert í þessum samruna-útrásarmálum fyrr en Bjarni Ármannsson fór að búa til seyðis!

Þá er náttúrlega rétt fyrir Reykvíkinga að losa sig við keppinn áður en hann fer að hitna að ráði. Eigendur OR, hinir almennu Reykvíkingar, hafa ekkert við það að gera að græða á bröltinu.

Þeim er nóg að hafa fengið storminn í vatnsglasið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þessi pistill er eitthvert það slappasta yfirklór sem ég hef lesið lengi Sigurður:) Eiginlega ætti maður ekki að eyða orðum í athugasemd hvað þá meira. Pistillinn dæmir sig sjálfur alveg eins og Sjálftökuflokkurinn gerir. Það er ekkert skrítið að spillingin viðgengst og siðferðið fer halloka ef menn taka upp hanskann og gera reyna alltaf að gera lítið úr sukkmálunum. Kveðjur,

Hlynur Hallsson, 9.10.2007 kl. 19:30

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Stormurinn í vatnsglasinu" felst í augljósri fyrirætlan Bjarna Ármannssonar og hans manna að ná Hitaveitu Suðurnesa undir sig en þar með hefur orkulindin, auðlindin, sem þetta fyrirtæki byggir á, komist úr eigu almennings. Björn Bjarnason hittir naglann á höfuðið með því að benda á það að ekki hafi þurft sameiningu bankanna í einn þegar útrás þeirra hófst. 

Alveg eins og það kom í ljós að bankarnir áttu næga möguleika til útrásar án sameinginar á slíkt enn frekar við um útrásarfyrirtækin í orkugeiranum sem hafa forskot tæknilega á hliðstæð fyrirtæki erlendis og munu væntanlega verða í vandræðum með að velja úr verkefnum.

Og nú heyri ég í Kastljósi að þeir sem voru í náðinni áttu í upphafi að fá miklu meira en síðar varð niðurstaðan. Allt á sömu bókina lært. 

Það þótti líka "stormur í vatnsglasi" þegar auðlind hafsins, fiskinum var úthlutað ókeypis og engan óraði fyrir því hvað á eftir kæmi, - ferli sem þegar fram í sótti var engin leið að stöðva.

Þegar einn maður getur með klókum gerningi aukið eigur sínar í milljarða tali og látið aðra lenda í vandræðagangi vegna þess hljóta að hringja bjöllur um það að ætlunin sé að klófesta þá tugi og síðar hundruði milljarða sem orkulindirnar gefa þeim sem hafa eignarhald yfir þeim.  

Ómar Ragnarsson, 9.10.2007 kl. 19:36

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir þetta, gott fólk.

Ég átti satt að segja von á miklu svæsnari viðbrögðum og fleiri.

Kannski hefur friðarsúla Jóku eitthvað að segja, þegar öllu er á botninn hvolft!

En, Hlynur: Hvað þýðir yfirklór?

Sigurður Hreiðar, 10.10.2007 kl. 09:28

4 identicon

Veistu að nr.4 HH er frændi þinn? kv. G

Gunný (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 12:33

5 identicon

Ég villtist á tölum, HH er nr 2. kv G

G (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 12:38

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nei, það vissi ég ekki, Gunný. Það hlýtur að vera orðið fjarskylt.

Ég vonaðist til að geta æst einhverja fleiri. Þetta var í rauninni sorglega lélegur árangur hjá mér.

Og Anna K var sú eina sem sá við mér…

Sigurður Hreiðar, 10.10.2007 kl. 12:51

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll aftur fjarskyldi frændi :) "Yfirklór" er þegar menn eru að reyna að bæta fyrir eitthvað en tekst það frekar illa. Samlíkingin er ef til vill komin frá kisum í sandkassa að vetri til, þegar sandurinn er frosinn!) Besu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 11.10.2007 kl. 20:30

8 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Og fyrir hvað var ég að reyna að bæta?, ágæti fjarskyldi frændi?

SAmkvæmt orðabók þýðir „yfirklór“ haldlitlar afsakanir. Var ég að afsaka eitthvað?

Þetta stórviðri í vatnsíláti sumra bæjarfélaganna á suðvesturhorninu snertir mig (vonandi) harla lítið persónulega. Það sem ég var að setja út á var að garragangurinn gengi langt út yfir hið raunverulega tilefni og nú hefur það sannast.

Góð kveðja

Sigurður Hreiðar, 12.10.2007 kl. 08:41

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

PS. Hlynur Hallsson: ég hef nú verið upplýstur um að við séum ekkert svo fjarskyldir. Það er eitthvað sem hefur ekki angrað okkur hingað til -- og hví skyldi það héðan í frá?

Kveðja aftur.

Sigurður Hreiðar, 12.10.2007 kl. 08:43

10 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæri frændi, mér fannst þú vera að afsaka (fyrrverandi) meirihluta í Borginni (það er að segja íhaldið). Það var ærið tilerfni til að mótmæla að mínu mati, og það virkaði! Bestu frændrækniskveðjur yfir hafið,

Hlynur Hallsson, 12.10.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 306494

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband