reiðufés með sjúkdómshorfur

Það gæti verið að hægt yrði að sanna launalögbrot á GT verktaka vegna þess að í einhverjum tilvikum var þrælunum borgað „með millifærslu í stað reiðufés".

Þetta las einhver stúlka í tvöfréttum RUV núna áðan án þess að hiksta. - Ég hefði viljað sjá á henni fésið.

-- Af mér persónulega er það helst að segja þessa stundina að sjúkdómshorfur mínar eru góðar. Í hvert sinn sem ég held að ég sé að verða hitalaus rýk ég upp aftur, auk þess sem ég hósta eins og gamall June Muntell og er rámur eins og - eins og - ja bara ég veit ekki eins og hvað. Ryðgaðar hjarir?

Þessu hefur nú farið fram upp undir heila viku. Það hljóta að teljast góðar sjúkdómshorfur.

Ég lærði þetta orð, sjúkdómshorfur, í Fréttablaðinu sl. þriðjudag, þar sem stendur í fyrirsögn að sjúkdómshorfur séu betri á Íslandi en öðrum löndum. Reyndar kemur ekkert fram um sjúkdómshorfur í greininni, sem er eftir virtan prófessor. Þar er þetta orð hvergi notað heldur lífshorfur. Sem er mun skárra. Ég hefði þó notað batahorfur.

Eins og stendur er ég reiðufés með sjúkdómshorfur. Vonast eftir batahorfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljótt er að heyra af heilsuleysi þínu.  Hefurðu prófað höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun?  Hún ku lækna allt.

Læknirinn minn er bölvaður vantrúarhundur.  Sendi mig í sneiðmyndatöku bara af því að ég finn ögn til í bakinu og löppinni og ekki nóg með það heldur á ég í framhaldi af því að fara í ómskoðun af því að þetta vill ekki lagast af sjálfu sér.

Þráinn (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 15:22

2 Smámynd: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

Ég hef aldrei rekist á þetta reiðufés en það gæti verið eitthvað í líkingu við búfésið sem ég rekst stundum á í mínu starfi og einnig kemur fyrir að maður detti niður á sauðfés.  Það er í sjálfu sér kannski eðlilegt að þau fés séu algengari í landbúnaðargeiranum en reiðufésið.  

Vonandi eru batahorfur góðar

kveðja af Hvanneyri

GEH

p.s þess ber að geta að púkinn samþykkir öll fésin, möglunarlaust

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 8.10.2007 kl. 15:40

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Vonandi fara batahorfur vaxandi.  Seyði af engiferrót, blandað með sítrónusafa og mörðum hvitlauk er allra meina bót, sé það nógu sterkt blandað.  Með illu skal illt o.s.frv.

Ég þarf að sinna stjórnarstörfum í kvöld og geri ekki annað á meðan. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 8.10.2007 kl. 19:17

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Mér líst vel á þetta nornabrugg, Helga R. Ekki síst með slurk af rommi út í.

Kveðja í bæinn

Sigurður Hreiðar, 8.10.2007 kl. 20:47

5 Smámynd: gudni.is

Leitt að heira með heilsuleysi þitt. Ég vona mikið frekar að þú öðlist skjótan bata frekar en batahorfur. Því ef þú öðlast batahorfur þá ertu enn veikur og átt eftir að hljóta batann.... Gangi þér vel kallinn

Mosókveðja // Guðni

gudni.is, 8.10.2007 kl. 21:17

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þakka hluttekningu mér veitta úr ýmsum áttum. Nei, Þráinn, ég hef ekki prófað h+s-jöfnun í þessu tilviki þó hún hafi reynst mér vel í öðru. Maður sækir nefnilega ekki  múrara þegar þarf að laga pípulagnir. Ómskoðun tel ég heldur ekki líklega til að laga á þér bakið og löppina, fremur en sneiðmyndatökuna, en hvort tveggja gæti bent á lausn þér til handa. Eins og koma kynni út nuddi eða svæðanuddi, svo ég tali ekki um nálastungu, sem ég skal segja þeir meira frá persónulega ef þú nennir að hlusta á lífsreynslusögur!

En rétt núna er ég að leggja af stað í lungnamyndatöku. Sjúkdómshorfur fara, sem betur fer, versnandi. Batahorfur batnandi.

Kveðja í bæinn

Sigurður Hreiðar, 9.10.2007 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband