26.9.2007 | 11:51
Óþörf orð
Skringilegt hvernig óþörf orð hafa tilhneigingu til að smeygja sér inn á furðulegustu stöðum.
Í morgun var í útvarpinu (RUV) talað um harmleikinn í Myanmar og sagt eitthvað á þá leið að þar hefði skálmöldin staðið í á aðra viku.
Hvern fjandann er þetta í að gera þarna.
Æ oftar heyrist í sama miðli sagt: grunur leikur á um [fylliríisakstur, íkveikju eða öðru þvílíku]. Hvers vegna ekki bara grunur leikur á fylliriisakstri, íkveikju eða hvað það nú er?
Nýir orkugjafar til mótvægis við hefðbundið eldsneyti eru meira og minna í umræðunni nú til dags. Oftast er talað um að þeir séu til að knýja farartæki áfram. Hvað knýr þau þá afturábak? Er ekki nóg að segja að metan, eþanól eða vetni knýi farartækin?
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.9.2007 kl. 12:00
Já man kan gremmes. Velkominn heim annars. kv.
GH (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 15:36
Já, og í knattspyrnulýsingunum heyrir maður hvað eftir annað: Markvörðurinn spyrnir frá marki sínu. Frá hvaða marki ætti hann eiginlega að spyrna? Marki andstæðinganna eða hvað? Það væri frásagnarvert. Já, þessi óþörfu orð þrengja sér allsstaðar inn. Sjálfur les ég texta sem ég er að senda oft yfir með það eitt að markmiði að eyða óþörfum orðum.
Sæmundur Bjarnason, 26.9.2007 kl. 15:58
Sæll vertu Sigurður..
Það er bara svolítið gaman stundum að lesa skemmtileg skrif þín hérna um sýn þína og skoðanir á hinum ýmsustu hlutum. Mér langaði bara að hæla þér aðeins fyrir þetta. Mér finnst nefnilega alltof algengt að menn gleymi að þakka og hæla mönnum fyrir það sem vel er gert. Hinsvegar eru margir fljótir að kvarta og gráta yfir því sem miður fer eða upp á vantar. En svona er þetta bara...
Ég efa eiginlega stórlega að þú vitir nokkuð um það hver ég er, en ég man samt eitthvað örlítið eftir þér frá því í gamla daga. Pabbi minn (Þorbjörn) vann forðum á DV og síðar í fyrirtækjum tengdum DV á árum þínum þar með Bíla-DV. Þó man ég heldur meira eftir Jóa Reykdal fyrrum kollega þínum hjá DV.
Ég er svo líka Mosó-maður í húð og hár rétt eins og þú og ég hef lengi verið mikill bíla og tækjaáhugamaður. Ég hef búið í Mosó í rúm 30 ár allt frá minni fæðingu. Fyrstu 24 árin í Arkarholtinu og svo nú síðustu 6 árin í Hjallahlíðinni.
Ég hef talsvert lesið af skrifum þínum og bara nokkuð lengi meira að segja. Alltaf öðru hvoru hérna á bloggsíðunni þinni upp á síðkastið og svo las ég stundum skrif þín í Bíla-DV forðum á síðustu öld, eða allt frá mínum unglingsárum.
Ef ég man rétt þá er ég meira að segja ekki frá því að ég og vinir mínir höfum eitthvað svolítið ónáðað þig og fleiri íbúa í Hlíðartúninu í gamla daga (ca.1992-1994) þegar við lékum okkur ansi mikið sem unglingar á fjórhjólum o.fl. allann sólarhringinn þarna í hverfinu.... Ég verð að viðurkenna að eftir á að hyggja þá öfunda ég ekkert voðalega allt þolinmóða fólkið sem þarna bjó...
Og ef svo er að það sé rétt munað hjá þér þá biðst ég allavegana afsökunar á því ónæði núna. "Betra er seint en aldrei" sagði einhver spekingurinn?
Kær BLOGG-kveðja // Guðni
gudni.is, 27.9.2007 kl. 03:24
Jú, Guðni, ég áttaði mig strax á hver þú ert og man vel eftir þér og hverra manna. Pabbi þinn er í hópi þeirra sem ég tel til vina minna, þó samfundir okkar hafi heldur strjálast hin síðari ár og gegnum hann hef ég annað veifið vitað af þér. Vissi þó ekki að þú hefðir orðið fyrir slysi og hafði ákveðið með sjálfum mér að þú værir enn hjá Toyota.
Þakka þér fyrir falleg orð í minn garð. Það er alltaf þægilegt að vita að það sé lesið sem maður skrifar; annars væri það meira og minna ónýtt.
Þetta með mótorhjól, fjórhjól, skellinöðrur og annað þ.h.: Ég efast um að þú og þínir félagar hafið verið okkur í Hlíðartúninu óþægilegri en aðrir sem leika sér tíðum að þessum tækjum. Það koma nefnilega alltaf nýir árgangar og unglingar eru jafnan samir við sig -- við höfum alla tíð mátt þola svona fretnagla hér í kring um okkur og ég verð að viðurkenna að ég hef nokkuð há þolmörk gagnvart þeim -- kannski hærri en sumir aðrir sem búa á þessum slóðum. Þannig að síðbúin afsökunarbeiðni þín er góðfúslega tekin til greina…
Skilaðu kveðju til pabba þíns.
Góð kveðja
SHH
Sigurður Hreiðar, 27.9.2007 kl. 08:24
Jæja gaman að heyra hvað þú ert glöggur kallinn. Ég er reyndar nýlega aftur farinn að vinna hjá Toyota, en bara u.þ.b. 50% starf samt. Ég er ennþá alla virka daga í endurhæfingu og æfingum í um 3 tíma á dag, mest á Reykjalundi. Það er fínt að vera hjá Toyota, ég hef alltaf kunnað vel við það og ég hef alltaf haldið tengslum við þá þó ég hafi þurft að hætta í nokkur ár.
Ég var að tala við pabba núna áðan. Ég sagði honum frá skrifum okkar og skilaði til hans kveðjunni frá þér. Hann biður kærlega að heilsa þér til baka. Pabbi sleppir því aldrei að minnast á gömul skrif þín um "fordóma og franska bíla" þegar þú berst til tals...
Kær kveðja,, Guðni
gudni.is, 27.9.2007 kl. 11:27
Já -- þú má skila því til hans að í hálfan annan áratug hefur verið amk. einn franskur bíll á þessu heimili og stundum tveir í einu. Horfur á að svo verði áfram enn um sinn, enda er gaman að aka góðum bílum…
Sigurður Hreiðar, 27.9.2007 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.