Liggur ekkert á með vængina

 

Var ekki einu sinni til vinsælt lag: Thank Heaven for little girls, ´cause little girls get bigger every day?

Gaman hef ég af því að fylgjast með litlu tátunum mínum, allt frá þeirri sem nú er óper í Bretlandi (það er ekki eins gaman og hún hafði ímyndað sér), um þá sem sýnir afskaplega tannlaust -- eða á maður að segja skörðótt -- bros og þá sem réttir mér vatnsflöskuna sína og segir: ertu ekki voðalega þyrstur, afi minn? Þú mátt súpa, en bara stutt!, niður í þá sem lætur sér nægja að horfa á mann með öðru auganu í einu (og bara stutt!).

Þær halda áfram að verða flottari með hverjum mánuði sem líður. Amk. þangað til kemur að því að verða ósjálfbjarga í hinn endann en það er önnur saga. Þá verður afi kominn með vængi. Honum liggur ekkert á með það, ánægður með tilveruna eins og hún er.

-- Þetta var upprunalega athugasemd við bloggi hjá bloggvini, en fær nú vængi út á hið almenna blogg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Enda vel orðað frændi. Ég hef núna undir mínum "verndarvæng" systur tvær gullfallegar. Þess vegna  er ég ekki alveg búin að ákveða hvar ég sef í nótt. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 1.9.2007 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 306439

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband