FJ-100 aftur í umferð!

Hvað er búið að afskrá og fleygja mörgum bílum frá því fastnúmerakerfið með tveimur bókstöfum og þremur tölustöfum var tekið upp -- ja, ég veit ekki hve snemma? Það var altént löngu áður en hætt var að nota gömlu Steðja-númeraplöturnar sem bundnar voru við ákveðin landsvæði. Þær plötur var hætt að afgreiða árið 1990 ef ég man rétt og Litla-hraunsplöturnar sem við höfum haft síðan tóku við.

Gamli Audi ´79 bíllinn sem ég átti var með fastnúmerið FJ-100. Honum hefur sjálfsagt verið slátrað nálægt 1995. Hvað er á móti því að setja FJ-100 aftur í umferð?


mbl.is Bílnúmer framtíðarinnar komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mig minnir að nýja kerfið hafi verið tekið upp 1989 og átti að duga um aldur og ævi. Eitthvað hefur sá langi tími styst í annan endann. Það hlýtur að vera hægt með einu handtaki að eyða gamla Audí-inum út og festa nýjan bíl við. Flott númer reyndar.

Markús frá Djúpalæk, 27.8.2007 kl. 15:27

2 identicon

Það er mikill misskilningur að þetta kerfi sé orðið úrelt. Það er einfaldlega verið að bæta við einum bókstaf sem var vitað að þyrfti að gera einhverntíma í náinni framtíð - þegar kerfið var innleitt. Þetta hefur engan kostnaðarauka í för með sér eða vankvæði. Það er gert ráð fyrir því að þetta fyrirkomulag dugi næstu 50 árin og þá verður hægt að gera einfaldar og ódýrar breytingar til að stækka pottinn enn meir.

Einar Magnús (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 15:51

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, FJ-100 var ágætis númer. Þess vegna man ég það, þó ég væri alltaf með gamaldags G-númer á Audinum meðan ég átti hann.

Sigurður Hreiðar, 27.8.2007 kl. 17:24

4 identicon

Sæll, ágæti Sigurður. Þekkirðu tengsl Vélsmiðjunnar Steðja við Mosfellssveitina gömlu?

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 15:55

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, Hlynur Þór, einhverja hugmynd hef ég um það. Ekki man ég samt (í bili, amk.) nafnið á honum föðurbróður þínum í Steðja.

Átti hann ekki sumarbústað þar sem Kiwanishúsið var síðar?

-- Skaði að missa þig úr blogginu, Hlynur Þór.

Góð kveðja

Sigurður Hreiðar, 30.8.2007 kl. 07:51

6 identicon

Jú, sumarbústaður Héðins föðurbróður míns var þar. Það voru föðurbræður mínir sem áttu og ráku Steðja alla tíð. Ekki er ég nógu vel kunnugur upphafinu, en mig minnir að Gísli Sveinsson hafi stofnað fyrirtækið einhvern tímann milli styrjalda, annað hvort einn eða með þeim fleirum. Þorkell var á skrifstofunni um áratugaskeið og var alltaf titlaður bókari í Símaskránni. Líka voru þar þeir Héðinn og Sigurður. Ég man ekki betur en æðstu titlar í fyrirtækinu hafi verið bókari og verkstjóri.

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband