Gífurleg stemmning (einn laminn með flösku)

Einn laminn í hausinn með flösku, var það sem Sjónvarpið hafði til málanna að leggja um gríðarlega vel heppnaða bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, sem stóð frá föstudegi til sunnudagskvölds.

Þar sem ég fór var gífurleg stemmning í bænum og gaman að vera til. Hverfin áttu að vera litarmerkt en þegar við hjón fórum á stúfana að finna eitthvað gult var ekkert í boði lengur nema regngalli. Og mér skilst að þeir sem fóru suður (les: til Reykjavíkur) að finna litina sína hafi ekki frekar haft erindi sem erfiði.

Félög og fyrirtæki voru með sýningarbása í íþróttahúsinu og fjölmennt alveg frá opnun á föstudags-kvöld til lokunar nú undir kvöldmat. Einna mest -- ef ekki mest -- var ösin við básinn okkar í FaMos (Félagi aldraðra í Mos) þar sem við vorum með myndagetraun -- og þrenn vegleg verðlaun.

Fyrir þá sem ekki komust ætla ég að setja myndirnar hér inn -- á með það þar sem ég tók þær og vann þær sjálfur. Og fyrir þá sem tóku þátt -- eða gugnuðu á því, set ég líka inn réttu svörin. Spurningarnar áttu við númeruðu myndirnar.

 til vinstritil hægri

 

1. Skálatún

2. Álafoss

3 Blikastaðir -- eða Lágafell. Hvort tveggja gilt.

4. Helgafell

5. Kaldakvísl

6. Hafravatnsrétt

7. Varmá

8. Rauðamýri

9. Við Hafravatn

10. Helgadalur

Aðrar myndir en þær númeruðu voru bara með til skrauts. Allar sýndu mismunandi myndefni úr Mosfellsbæ, enda í sjálfu sér af nógu að taka, ekki síst fyrir þann sem leyfir sér að fara dulítið út fyrir algengustu ökuleiðir eða gönguleiðir.

Ef einhver er að velta fyrir sér tæknibúnaðinum eru myndirnar -- allar minnir mig -- teknar annað hvort á Fuji F10 eða Olympus E 400, hvort tveggja afbragðs vélar. Myndirnar prentaðar út á Canon i9950 á Canon Photo Paper Plus Glossy 270 gr., stærð A4.

Vinningshafar eru allir góðir og gegnir Mosfellingar: Gógó Karls, Halla Hallgríms og Benni Linn. Vel að góðum vinningum komnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þá var ég víst með þrjú vitlaus svör. Köldukvísl kannast ég bara við einhversstaðar á hálendinu. Hélt að hún héti Leirá.

Lækjarsprænuna finnst mér alveg glatað að kalla á. Hélt að þetta væri bæjarlækurinn þinn.

Og Helgadal man ég eftir þegar ég sé það á prenti. Fannst annars alveg upplagt að nefna bæinn eftir fellinu.

Heiða var eitthvað að söngla um Álafoss og götuna  gat ég með engu móti þekkt, var það?

Þar var bara braggakampur á mínu "blómaskeiði". kv.

Helga R. Einarsdóttir, 26.8.2007 kl. 21:09

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Mín ætt er ekki vandræðum með örnefnin og óska ég hér með Benna frænda til hamingju

En tók mamma ekki þátt ????

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.8.2007 kl. 23:30

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nei, Helga, það hefði verið hending hefðirðu þekkt götuna. En hún hefur verið mikið auglýst, m.a. með stóru skilti við Vesturlandsveg. Aðallega langaði mig að koma myndinni í sýningu því mér finnst hún vel uppbyggð og sýna margt.

Ég man ekki til að nokkur bær hafi heitað eftir fellinu, Grímarsfell (eða Grímannsfell?)

Hin marglofaða Varmá er furðu lítið merkileg á köflum. Sums staðar rennur hún fallega. En eins og aðrar sprænur hefur hún verð afar vatnslítil í sumar.

Bæjarlækurinn minn heitir Lágafellslækur. Af honum var ein mynd, efst í horninu vinstra megin, við hliðina á bleiku blöðrunni.

Hulda Bergrós -- ég sá ekki mömmu þína þann tíma sem ég var við í íþróttahúsinu. En þarna var býsna mikill fjöldi og eins og þú veist er hún ekki beint að trana sér fram!

Sigurður Hreiðar, 27.8.2007 kl. 08:13

4 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Sá hjá þér skemmtilegan 'bænarbrag' hér að neðan og því datt mér í hug morgunbænin sem ég setti á síðuna mína í morgun...

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.8.2007 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband