Ljósmyndasýning hjá FaMos

Um helgina verður mikið um dýrðir í Mosfellsbæ. Hin árlega bæjarhátíð, Í túninu heima, verður formlega sett í kvöld og stendur nokkurn veginn til jafnlengdar á sunnudaginn.

Hver stórviðburðurinn rekur annan eins og sjá má í auglýsingum í flestum alvöru fjölmiðlum og ef einhver hefur ekki aðgang að þeim, þá á mos.is.

FaMos, Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni er ásamt öðrum félögum og fyrirtækjum bæjarins með kynningarbás í Íþróttahúsið að Varmá. Þar eru sýndar 26 ljósmyndir úr Mosfellsbæ. Þar af eru 10 númeraðar og veglegum verðlaunum heitið þeim sem geta svarað jafn mörgum spurningum sem tengjast þessum myndum. Yfirskriftin er: Þekkir þú bæinn okkar?

Mér er málið skylt -- ég tók allar myndirnar. Og til að gefa „blod på tanden“ læt ég fylgja hér 2 myndir sambærilegar, sem þó rötuðu ekki inn í sýninguna.

Þið verðið bara að koma og sjá afganginn -- það rignir ekki á þann sem nýtur lífsins í íþróttahúsinu!

00060033


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

OOOOooo - er eitthvað alvöru gamalt, svo ég myndi þekkja það?

Ég á reyndar fínar myndir af hitaveitustokknum, rétt framan við Hamrafell, þær verða einhverntíman merkilegar.

En ert þú þá heldri borgari?  kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 17:07

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nei, flest nýtt nema landslagið. Þú þekkir það kannski.

Væri gaman að sjá hitaveitustokkinn, hann er horfinn.

(H)eldri borgari? Ég er nú hræddur um það!

Sigurður Hreiðar, 24.8.2007 kl. 17:44

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hélt að þið væruð "betri borgarar"

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.8.2007 kl. 19:19

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég ætla að reyna mig við þessar tvær. Önnur er tekin yfir garðinn sem er á milli Brúarlands og Álafoss. Sést til Varmárskóla.   

Myndi víst einhver segja framarlega í "Álafosskvos". Heitir lægðin það kannski, eða er þetta bara nafngift mótmælenda og fjölmiðlunga?

Hina ætla ég að skjóta á. Brú örlítið norðan, eða austan við Brúarland, yfir Varmá sem rennur um þennan sama garð? Ég held þetta frekar en að hún sé yfir lækinn við Hlíðartún, vegna þess að þar finnst mér meiri líkur á kroti. 

Helga R. Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 21:36

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Allt er þetta rétt hjá þér, auðvitað. Önnur myndin er tekin undir brúna á Varmá, þá sem Brúarland er kennt við.

Hin er tekin frá Stekkjarflöt í áttina að Brúarlandi og Varmá -- þeas. bænum Varmá sem hét svo eitt sinn.

Því miður er hvorug þessara mynda í getrauninni. En það var beinlínis ös og traffík við básinn okkar í kvöld og fólk skemmti sér hið besta við getraunina -- sem er svolítil raun!

Sigurður Hreiðar, 24.8.2007 kl. 22:24

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Það var gaman að koma í Mosfellssveitina í dag og ekki spillti að þið skylduð vera á staðnum.  Ég á eftir að fá svörin úr getrauninni, birtast þau ekki bara hér?  Ég veit að ég hafði alla vega tvær vitleysur, fyrir utan það sem að mér var hvíslað og engin von var til að ég vissi. Þetta var mjög skemmtilegur liður í hátíðinni. Það er svo allt of sjaldan sem nýjar og "brilljant" hugmyndir fara á flot. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 25.8.2007 kl. 23:46

7 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir þetta innlegg, Helga mín, já gaman að þið skylduð vera þarna einmitt meðan við skutumst inn.

Nýjar og „brilljant“? -- Er ekki bara oft gott það sem gamlir kveða?

Ég er hæst ánægður með að félagar mínir í stjórn FaMos skyldu leyfa mér að sprikla svona!

Sigurður Hreiðar, 26.8.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband