23.8.2007 | 10:42
Kveðum nú kátan brag
komin úr fletinu.
Guð oss nú góðan dag
gefi á netinu.
Þetta skreið inn í hausinn á mér yfir morgunkaffinu (sem var að vísu tesull í morgun því mjólkin var búin og ég drekk helst ekki svart kaffi) meðan ég var að lesa Vísnahornið í Mogga, sem ég læt aldrei undir höfuð leggjast.
Þar var ágæt vísa eftir Hallmund Kristinsson
Af því öll við höfum hag
að hafa salt með ketinu.
Guð oss öllu góðan dag
gefi hér á netinu.
að öðru leyti en því að ég er of tregur til að tengja ket endilega við net (það væri frekar fiskur), og því langaði mig að gera bragarbót.
Læt aðra um að meta hvort það hefur tekist -- og fyrirgefðu, Hallmundur!
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gef oss í dag vort daglegt net...
Þórður Björn (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.