Farðu vel, bróðir og vinur

Bjartur morgun en fallegur og kaldur. Kuldaleg líka tíðindi morgunsins, Jón Ásgeir Sigurðsson fallinn frá, samstarfsmaður um árabil, kunningi og vinur æ síðan. Maður ræktar þetta illa. Ég var einmitt að hugsa, bara fyrir fáum dögum: hvað ætli Jón Ásgeir sé að læra núna? Það eru margar vikur síðan ég hef heyrt í honum. -- Svo koma tíðindin, greindist með briskrabbamein í maí, er dáinn í ágúst! Ef hann væri hér myndi ég segja: Já, Jón minn, þetta er bara eðlilegur uppsagnartími, þrír mánuðir! Og Jón myndi hlægja við, stutt og snöggt, eins og hans var vandi, og sennilega láta það duga til svars.

Og nú er hann horfinn til þess náms sem veitir svör við öllu. Farðu vel, bróðir og vinur. Ég er maður að meiri að hafa kynnst þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samhryggist þér við fráfall vinarins...krabbinn er allsstaðar óviðráðanlegur í flestum tilfellum:(

Erna (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 16:05

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir þessi fögru orð um Jón Ásgeir. Mér brá líka að sjá fréttina um fráfall hans. Kynntist honum í gegnum útvarp og tókum ævinlega spjall eftir það. Sá hann snemmsumars og þá var hann hress og kankvís. Hann var bæði menningarlegur og blátt áfram´sem persóna og útvarpsmaður.

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.8.2007 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband