11.8.2007 | 18:27
Reyndu aftur -- hvað?
Maður tímir varla að bregða sér inn úr þessari blíðu, 20° hita og sólskini.
En tóm kókflaska varð á vegi mínum úti áðan. Á henni er lesmál um að maður geti fengið svo svo mikla vinninga er maður er nógu gráðugur að svelgja í sig kók. Amk. 100 þús. hálfs lítra flöskur af kóki -- og svo eitthvert dót líka. Vinningurinn á að koma í ljós þegar maður hefur drukkið svo mikið að hægt sé að lesa aftan á miðann á flöskunni. Atftan á miðanum á þessari flösku stóð: Reyndu aftur.
En það var sama hvernig ég reyndi, aftur og aftur, það stóð alltaf: Reyndu aftur. Breyttist ekkert
Þetta minnti mig á að fyrir einhverjum árum var kók með annan álíka sumarleik. Ef maður fékk eitthvert tákn innan í tappa af kóki gat maður fengið verðlaun, mátti velja úr allskonar dót á næstu bensínstöð út á tappann.
6 ára dama fékk tappa með tákni og faðir hennar fór með hana á næstu bensínstöð þar sem hún fékk að sjá draslið sem hún mátti velja úr. Hún skoðaði þetta af mestu natni og því meira sem hún skoðaði þeim mun áhyggjufyllri varð hún á svipinn. Þangað til hún leit upp, með samblandi af áhyggjum og vonbrigðum og spurði: Má ég ekki bara eiga tappann?
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greind stúlka.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.8.2007 kl. 14:06
Þetta er spurning um smá þolinmæði Sigurður minn.
Bestu kveðjur frá K. Tomm og takk fyrir síðast.
Karl Tómasson, 12.8.2007 kl. 23:31
Þetta er fyndnasta og krúttlegasta saga sem ég hef lesið lengi. Hreint frábær!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.8.2007 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.