Meta(n)wött = fretanwött?

Ætli þarna hafi ekki átt að standa metanwött? Varla fretanwött, þó sögur hermi að kúafretur sé geigvænlegur fyrir ósónlagið…

Þetta virðist samt vera sama hugsunin og bændur í Eyjafirði hafa verið að bræða með sér, að safna saman allri kúadellunni og framleiða úr henni metan, til að framleiða úr rafmagn eða bara nota það fyrir eldsneyti.

Sorpa framleiðir rafmagn með metani úr sorpi hér uppi í Álfsnesi og ég veit ekki til að hún hafi komist í heimspressuna eða Moggabíó fyrir það.

Þetta með „ýmislegt annað framleitt úr mykjunni“ -- það hlaut að koma að því. Hér fyrr á árum var trétex talsvert notað efni hér á landi, mun síðar hafa þróast yfir í svokallaðar spónaplötur. Sem unglingi varð manni ljóst, af því hvernig kúadellur þornuðu upp í haganum og mátti með lagni nota fyrir það sem seinna var búið til úr plasti og kallað frisbí (en ekki nema fá skipti hverja dellu) að það myndi ekki þurfa mörg bætiefni í viðbót né flóknar pressur til að búa til trétex/spónaplötur úr þessu eðalefni…


mbl.is Kúamykju breytt í raforku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Afríku setja menn saman dýrindis einbýlishús úr kúadellum og auðvitað gætu þeir verið í góðu stuði af því rafurmagni og dellumakaríi öllu en þeir kunna bara ekki að bjarga sér þarna niður frá. Alla vega mun síður en þeir sem sérhæfa sig í rusli og drasli hér heima í túnfætinum.

Meyvant meyjaspillir (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 12:06

2 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Sæll Siggi:)

Vil nú byrja á því að óska þér til hamingju með nýjasta barnabarnið, heldur áfram að stækka hjá þér stelpuhópurinn:) Var að segja við Hildi áðan að það aukast líka fjallanöfnin í okkar familiu samber Kötlu minni og svo Esja hennar Helgu.

Þrælgaman að lesa hjá þér bloggin hef nú ekki kvittað fyrir mig fyrr en nú en þú ert yfirleitt á meðal þeirra sem ég les yfir kaffibollanum. Maður er farinn að lesa bloggsíður í stað blaða....ótrúlegt en satt.

Bestu kveðjur til allra og einkum og sér í lagi Helgu, Þórðar og Þulu Katrínar stóru systur.

Kv Erna Hauks 

Móðir, kona, sporðdreki:), 8.8.2007 kl. 19:31

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk, Erna og Eyþór -- telpunum fjölgar og það er nú fínt, nöfnin ekki af verri endanum enda allt fjallmyndarlegar dömur!

Gaman að vita af ykkur og fylgjast með í gegnum bloggin -- svo langt sem þau duga. Ekki sjáumst við oft!

Góð kveðja á móti til kunnugra í kring um ykkur.

Sigurður Hreiðar, 8.8.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 306241

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband