Harriet Potter

Bloggari (karlkynsorð) var að velta vöngum yfir því hvort J.K. Rowling, hinn mikilvirki og hugmyndaríki höfundur bókanna um Harry Potter hefði frá upphafi hugsað sér að hafa Harry strák (karlkyn), eða hvort hefði komið til greina að hafa hann stelpu (kvenkyn).

Auðvitað er þessum bloggara frjálst að velta svona vöngum. En þarf að skipta öllu upp í kyn út af fyrir sig? Er ekki maðurinn (karlkynsorð) tegundarheiti sem nær bæði yfir karl (karlkyn) og konu (kvenkyn)? Er einhver niðurlæging fólgin í því fyrir konur að vera af mannkyni?

Þurfum við alltaf að kyngreina allt og binda við kynverur? Á ég að hafa hugfast þegar ég les blogg eða annað lesmál að nú sé ég að lesa eftir kvenveru með tilheyrandi kynbúnað, eða að ég sé að lesa eftir karlveru með annars konar kynbúnað?

Ég er svo voðalega vitlaus að ég les bara eftir og um og læt ráða hvernig mér finnst framsetning og umfjöllun. Ég man ekki eftir því að ég sæi Rauðhettu eða Öskubusku eða Þyrnirós sérstaklega fyrir mér sem einhverjar sexí píur, eða Hans Klaufa eða dverginn Rauðgrana eða þess vegna Gunnar á Hlíðarenda sem einhver sérstök maskúlín kyntákn.

Æ, getum við ekki bara hugsað mannkynið sem heild? Þurfum við á þessum kynjapælingum að halda nema í þeim tilvikum sem þær beinlínis koma við sögu? -- Mín vegna hefði Harry alveg eins mátt vera Harriet -- hann er í mínum augum kynlaus og þess vegna finnst mér þessi kossasena í kvikmyndinni sem nú gengur aldeilis út úr kú! (Sbr. eldra blogg eftir sjálfan mig!)

Elsku stelpur -- þið eruð yndislegar sem kvenverur -- þegar það á við. Þar fyrir utan eruð þið bara menn og á þeim löngu stundum skiptir ekki minnsta máli hvernig kynbúnaði ykkar er varið. Þið getið líka verið prýðilegar þannig, alveg eins og -- jah -- annað fólk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Á meðan ríkisstjórnin er ennþá eingöngu skipuð ráðHERRUM en ekki blöndu ráðHERRA og ráðsKVENNA þá held ég að það sé ennþá jarðtenging á Íslandi við að þetta eru allt einstaklingar þegar allt kemur til alls, þar sem sumir eru konur, aðrir karlar, sumir rauðhærðir og sumir dökkhærðir.

Geir Ágústsson, 7.8.2007 kl. 20:31

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Þú ert ágætis kall sjálfur geri ég ráð fyrir eins og þið flestir.  Ég hef ekki lesið þetta blogg sem þú vísar í  en ég held að þér sjáist yfir muninn á þeirri stöðu sem Harrý Potter og Rauðhetta eru. Rauðhetta er fórnarlambið sem er bjargað á endanum án þess að hún geri neitt sérstakt til að bjarga sér eða ömmunni en Harrý Potter er sífellt að bjarga sjálfum sér og öðrum úr hinum ólíklegustu galdravandræðum. 

Hvort ætli sé eftirsóknarverðara?

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 8.8.2007 kl. 01:17

3 Smámynd: Signý

Hvað með Línu Langsokk?? hún er sterk... hún er munaðarlaus... hún er klár... annars kæmist hún varla upp með að vera ein... hún er meira að segja rauðhærð... ekki er neinn karlmaður að bjarga henni þar hún er hetjan mín

Signý, 8.8.2007 kl. 02:11

4 identicon

Ég trúi á Guð móður, Jesúsu Kristu og heilaga önd!

Svona hljómar brandari sem þeir sem hvað mest voru á móti notkun kvennakirkjunnar á orðinu Guð í kvenkynsmynd.  Ég er algerlega sammála þér, Sigurður.  Þótt þessar hetjur séu sennilega oftar með utanáliggjandi pípulagnir, þá eru þeir sem eru "aular" í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og gamansögum, nær alltaf karlkyns.  Sjáið bara alla amerísku sjónvarpsþættina sem Skjár 1 drekkir okkur í.  Heimskir bjórþambandi kallar og fallegar, gáfaðar og skemmtilegar eiginkonur þeirra.

Eyþór Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband