3.8.2007 | 12:01
Í kot vísað
Hitti Solveigu frænku Jónsdóttir í gær. Ljósti punkturinn við jarðarfarir eru að þar hittir maður oft fólk sem vert er að hitta en í nútímanum eru fyrirvaralausar heimsóknir orðnar dónaskapur (eða hvað?) og fólk hittist ekki nema það sé jarðarför eða formlegt boð
Nema hvað Solveig var að segja mér frá Helga bróður sínum sem alið hefur allan sinn aldur í Danmörku og talar alltaf íslensku við hálfdönsk börnin sín. Hefur alltaf haft gaman af að búa til íslensk orð og þarf þess stundum af því hann lifir að öðru leyti ekki við íslenskt tungumál. Hún hafði verið að spyrja hann um son hans og hann svaraði á þá lund að strákurinn væri alltaf á ferð og flugi út um allt því hann væri nefnilega kominn með kerrukot.
Sem er líklega það sem við köllum tjaldvagn.
Heim kominn fór ég að rifja upp þetta orð og mundi það ekki strax, fannst það vera flökkukot sem í sjálfu sér er ágætt orð líka. Fór að spjalla um þetta við konuna í gærkvöld en henni fannst ferðakot vera hvað best.
Hér er tillaga: Kerrukot = tjaldvagn; flökkukot = hjólhús/fellihýsi; ferðakot = húsbíll.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég á þá "kerrukot" og get bara vel unað því.
En ansi er ég hrædd um að einhverjir þeirra sem draga halann, lengri en þeir með nokkru móti ráða við, kannski aðallega til að vera ekki minni en hann Gústi á 14, telji sér óvirðingu að því að kenna dráttinn við flakk og kot.
Þó er ekki víst að þeir þekki merkingu orðsins( svo illa er nú komið) og færu bara ánægðir í heimsókn til kunningjans í næsta ferðakoti.
Takk fyrir síðast, þó stutt væri. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 3.8.2007 kl. 12:47
Ég á "kerrukot" sem á mínu heimili kallast "tuskudrusla" Fellihýsi/hjólhýsi = skuldahali En þetta er svo fllaegt orð "kerrukot" en reyndar gæti það líka átt við barnavagn.
litlagerdi.is
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.8.2007 kl. 20:51
Heill og sæll meistari Sigurður Hreiðar.
Það er alltaf jafn gaman þegar ný og skemmtileg íslensk nöfn og heiti fæðast. Þú átt greinilega ekki í vandræðum með það.
Hvaða nafn getum við fundið á gamla tjaldið, sem allir eru hættir að nota?
Einu sinni fann ég upp nýtt íslenskt orð. Maðurinn felskir kórinn.
Hvernig legst það í þig?
Bestu kveðjur frá sveitunga þínum.
Karl Tómasson, 3.8.2007 kl. 22:39
Þú vilt kannski bæta við halakoti, Helga R., fyrir þá sem enn skulda megnið af herlegheitunum…
Gaman að vita af þér, Hulda Bergrós, sé að mamma þín hefur haldið upp á stórafmæli -- hún er aðeins á undan mér þó við værum samferða í gamla Brúarlandskólanum -- skilaðu til hennar bestu afmæliskveðju frá mér!
Já, Kalli, ég sá þetta orð í einhverju bloggi frá þér fyrr í sumar og þótti það bara ágætt. Við gætum líka sagt um beiskt krydd: það beiskir matinn. -- Við skulum bara syngja ófelskjað í túninu heima…
Gamla tjaldið (henti mínu fyrir rúmum 10 árum): Hvernig líst þér á tuskukot?
Sigurður Hreiðar, 3.8.2007 kl. 23:11
Tuskukot. Nú skelti ég upp úr, þetta er bara flott.
Kryddið beyskti ekki matinn minn í kvöld. Frúin mín talaði um að það hafi vantað herslu muninn hjá mér í kryddinu.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 3.8.2007 kl. 23:41
Tjaldvagninn minn hefur gengið undir nafninu Tauhótel, svona þegar ég hef verið að grobbast og reynt að vera ekki minni kona en þeir gista í hjólhýsum,sem að öllu eðlilegu hefðu þurft að fara í grenndarkynningu og umhverfismat áður en þeim var heypt út úr gámunum.
Elín Erlings (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.