…fyrirgef þeim EKKI syndir þeirra!

Einhvers staðar á flandri mínu um veröldina -- ætli það hafi ekki verið í Ungverjalandi? -- rakst ég á blað með sértækum bænum fyrir ferðamanninn almennt en eiginkonuna og eiginmanninn sérstaklega. Ég gerði mér til skemmtunar að snara þessum bænum á íslensku, fannst þær kannski eiga nokkurt erindi við hópinn sem ég var hluti af í þessari reisu.

Á blaðinu var ekki gerð grein fyrir höfundi bænanna -- fremur en bæna almennt. Þar sem ég flaggaði þessu eftir heimkomuna sagði víðlesinn kunningi mér að bænirnar væru áreiðanlega eftir Art Buchwald og ég sel það ekki dýrara en ég keypti. En sé svo er ég viss um að það frekar í hans þökk en hitt að koma þessu á framfæri vil afnota fyrir almenning:

Bæn ferðamannsins

  

„Himneski faðir lít í náð þinni til vor þinna auðmjúku hlýðnu ferðalanga, sem eru dæmdir til að ferðast á þessari jörð og taka ljósmyndir, senda póstkort og kaupa minjagripi.“

"Gef oss í dag guðdómlega leiðsögn við val á hóteli þar sem vel er tekið á móti okkur, heitt vatn er í heitavatnskrananum og herbergisþjónusta."

„Gef að vér fáum sjónvarp með mörgum rásum og einhverjar þeirra á máli sem vér skiljum.“

„Leið oss kæri faðir á ódýra matsölustaði með góðum mat, vinsamlegum þjónum og víninu inniföldu í verðinu.“

„Gef oss vit til að gefa passlegt þjórfé í erlendri mynt sem við höfum ekki áttað okkur á, fyrirgef oss að gefa of lítið eða of mikið af öryggisleysi. Gefðu að innfæddum falli við oss fyrir það sem vér erum en ekki fyrir hvað vér leggjum fram til að bæta veraldleg gæði þeirra.“

„Gef oss kraft til að heimsækja söfn, dómkirkjur, hallir og kastala sem ferðabæklingarnir segja ómissandi að skoða.“

„Og ef svo færi að vér slepptum að skoða sögulegt minnismerki til þess að fá oss lúr eftir hádegið þá sýndu oss miskun, því holdið er veikt.“ 

 

Bæn fyrir eiginmennina

 

„Kærleiksríki faðir, forða konum vorum frá kaupæði og vernda þær gegn „kjarakaupum“ sem þær þarfnast ekki og hafa ekki efni á. Leið þær ekki í freistni því þær vita ekki hvað þær gjöra!“

 

Bæn fyrir eiginkonurnar

 

„Almáttugi faðir, forða eiginmönnum vorum frá því að glápa á erlendar konur og bera þær saman við oss. Forða þeim fá að gera sig af fíflum á kaffihúsum og næturklúbbum. En umfram allt, fyrirgef þeim ekki syndir þeirra, því þeir vita nákvæmlega hvað þeir gera.“

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þakka þér kærlega fyrir, þessar bænir ætla ég að nota á öllum ferðum mínum um heimsbyggðina héðan í frá.

Markús frá Djúpalæk, 1.8.2007 kl. 20:18

2 Smámynd: halkatla

það var rétt til getið hjá þér, þessar bænir eru of fyndnar til að leyfa okkur ekki að njóta þeirra líka

halkatla, 2.8.2007 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband