Nettleg jarðarför hugmyndar

Kannski þetta sé bara ágætis ríkisstjórn!

Enda hef ég aldrei orðið vitni að jafn nettlegri jarðarför hugmyndar eins og útfararræðu Gísla í Speli yfir þessari gölnu hugmynd um Vestmannaeyjagöng í sjónvarpinu um daginn!


mbl.is Engin jarðgöng til Vestmannaeyja en ferðum Herjólfs fjölgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég er hrædd um að ég hefði aldrei þorað að fara þennan "spöl" í göngum. Kannski bara gott að málið er slegið af, þá þarf minn aumingjaskapur aldrei að opinberast. Kv.

Helga R. Einarsdóttir, 27.7.2007 kl. 20:40

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á sínum tíma samþykkti Árni Johnsen Héðinsfjarðargöng ásamt fleiri þingmönnum úr öðrum kjördæmum en Norðausturkjördæmi.

Héðinsfjarðargöng liggja eins og hugsanleg Vestmannaeyjagöng út á endastöð og gagn þeirra er miklu minna fyrir bragðið en ganga sem gagnast mörgum landshlutum.

Það verður rannsóknarefni framtíðar hvernig pólitíkin kom Héðinsfjarðargöngunum í kring og hverjum órétti málstaður Trausta Sveinssonar í Fljótum var beittur.  

Héðinsfjarðargöng hafa þann stóra ókost að vegna mjög hættulegs og lélegs vegarstæðis fyrir Almenninga búa Siglfirðingar áfram við ótæka leið suður til Skagafjarðar og Reykjavíkur.

Með göngunum er eyðilagt sívaxandi gildi Héðinsfjarðar sem eina eyðifjarðarins frá Ófeigsfirði á Ströndum allt til Loðmundarfjarðar.

Fjörðurnar svonefndu er í raun aðeins tvær vikur.  

Nær hefði verið að gaumgæfa hugmynd Trausta betur en með henni hefði unnist tvennt sem ekki vinnst með Héðinsfjarðargöngum:

1. Komið hefði verið á traustri og öruggri hringleið um Tröllaskaga.

2. Siglfirðingar hefðu fengið traust og öruggt vegasamband til Skagafjarðar og Reykjavíkur.

Ef Árni Johnsen hefur greitt Héðinfjarðargöngum atkvæði sitt með von um það að Kristján Möller launaði honum greiðann brást sú von algerlega.

Miðað við fólksfjölda ættu Vestmannaeyingar heimtingu á göngum sem kostuðu þrisvar til fjórum sinnum meira en Héðinsfjarðargöngin.

Sá galli er á því fyrirkomulagi sem nú er við ákvarðanir um samgöngur að það hvetur til samtryggingar þingmannahópa: Ef þið samþykkið okkar göng skulum við samþykkja ykkar.

Það er nokkuð til í því sem Ólafur Sigurðsson fréttamaður sagði eitt sinn: "Einhver varhugaverðasta setning sem ég heyri er þessi: Þingmenn kjördæmisins komu saman og ályktuðu."

Ómar Ragnarsson, 27.7.2007 kl. 23:37

3 identicon

Þakka þér góð skrif á blogginu  Sigurður Hreiðar , - en þetta er nú eiginlega athugasemd  til vinar míns Ómars:

Ef þú  hefðir orðið þingmaður, eins og þú sannarlega stefndir að, þá  fullyrði ég að þú  hefðir  fljótlega og  ítrekað  lent  í þeirri  stöðu að:  "Þingmenn kjördæmisins  komu  saman og  ályktuðu".

Og það er auðvitað ekkert athugavert við það. Nákvæmlega ekkert. En auðvitað geta kjördæmahópar þingmanna  samþykkt  vitlausar  ályktanir, ekki dreg ég úr því.

Eiður (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 07:59

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég var sosum á báðum áttum framan af hvort ég myndi þora að fara Hvalfjarðargöngin. Og eru þau þó ekki beinlínis á órólegu eldsumbrotasvæði -- ætli Eyjagöngin væru ekki nokkkurn veginn á skilum Hreppaflekans og Evrasíuflekans, þar sem virknin er hvað mest um þessar mundir?

Að öðru leyti lýsi ég mig sammála mínum gömlu stéttarbræðrum og kunningjum, Ómari og Eiði. Fljótaleiðin hefði verið svo margfalt betri en Héðinsfjarðar og nýst betur. -- Og -- kjördæmahópar þingmanna geta samþykkt vitlausar ályktanir -- og vitað að þær eru vitlausar!

Sigurður Hreiðar, 28.7.2007 kl. 11:14

5 identicon

Ég er eins og þið félagarnir á móti Héðinsfjarðargöngum og ég skil ekki að mönnum skuli láta sér detta í hug að grafa göng til Vestmannaeyja í stað þess að laga vegi á Vestfjörðum, í N-Þingeyjarsýslu og víðar.  Það er auðvitað með ólíkindum hversu miklu munar á vegakerfi í kjördæmi fyrrverandi ráðherra samgöngumála, Sturlu Böðvarssyni og því gamla kjördæmi sem ráðherralaust hefur lengi verið, Vestfjörðunum. Ég er viss um að ef 10% af þeirri upphæð sem áætluð var að Vestmannaeyjagöng kostuðu, væru notuð til vegaframkvæmda á Vestfjörðum, myndi það verða stórkostleg samgöngubót.

Eyþór Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband