Fréttablaðið í sumarfríi

 

Það er öldungis óþolandi þegar póstur er látinn standa út úr póstlúgum. Því greip ég til þess ráðs sl. vetur að setja stórt blað á útihurðina þar sem póst- og blaðberar eru beðnir að gera ekki þennan fjanda.

Raunar er þessi beiðni óþörf gagnvart póstinum, það eru aðeins blaðberar sem eru svo loppnir að koma ekki blöðunum inn. Og svo ég þrengi þetta enn meira: Nánast aðeins blaðberar Fréttablaðsins. Þó hefur þetta komið fyrir um helgar hjá þeim sem bera út Mbl. og Blaðið -- og þá aðeins þegar þeir eru að reyna að troða öllu í einum pakka í gegn!

0013

Okkur hér hefur dottið í hug að þeir/þær/þau sem skilja svona við verk sitt séu ekki læsir -- amk. ekki á íslensku.

Rétt að taka fram að það eru 73 sm frá þröskuldi upp í neðri brún póstlúgu svo fólkið þarf ekki að bogra við þetta.

Þar að auki hefur þetta nú í nokkrar vikur ekki komið að sök gagnvart Fréttablaðinu. Það hefur verið í sumarfríi og í hæsta lagi komið hér einu sinni í viku eða svo. -- Ég veit sosum ekki hvort við höfum verið að missa af neinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Those where the days. Fyrir jólin sl. vetur gafst ég upp á öllum ruslpósti, þmt. Fréttablaði, Blaði og bæjarblöðum og setti stóran miða yfir póstlúguna hvar ég frá bað mér allt þetta pappírsfargan. Ég bý á annari hæð í tvíbýli og þetta er töluverður burður á viku upp og niður stigaganginn, troðfullur kústaskápur, síðan plássið undir snúrunum í þvottahúsinu, svo að kjaga með þetta útí bílskúr þaðan sem þarf að koma því í restina útí bíl og svo í sorpu hvar maður rennir blint í sjóinn með viðskipti við mis skapgóða starfsmenn og konur þessa ágæta fyrirtækis.

Miðinn góði dugði framyfir kosningar og sorpuferðum og veseni fækkað til mun þar til hann fauk af í síðasta vorrhretinu í endaðan maí.

Nú þarf ég að fara að skrifa nýjan og koma fyrir við lúguna sem er líka í löglegri hæð hjá mér. Ég held eins og síðasti ræðumaður að maður sé ekki að missa af svo miklu.  

Jóhannes Einarsson, 27.7.2007 kl. 09:33

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þurfa blaðberar ekki að stunda nám í greininni og ljúka prófi? Annars skil ég ekki að það skuli þurfa að segja fólki hverjar afleiðingarnar verða þegar blöðin standa hálf út og lúgan er gapandi í roki og rigningu eða öskubyl, jafnvel dögum saman.

Hlynur Þór Magnússon, 27.7.2007 kl. 10:33

3 identicon

Þjófar vita að enginn er heima þar sem dagblað stendur út úr lúgunni og útlendingar í vinnu hjá Pósthúsinu bera út Fréttablaðið, þannig að betra er að hafa allar póstmerkingar á latínu. 

Pósturinn Páll og kötturinn Njáll (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 13:00

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Er kannski tímabært að koma upp einhverskonar merkjakerfi á útihurðum?  Svona í anda umferðarmerkja. Það væri miklu einfaldara fyrir þá sem ekki eru læsir á íslensku.  T.D. mynd af fréttablaði - x yfir -  = þú vilt ekki fréttablaðið os.frv. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 27.7.2007 kl. 14:17

5 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Ég verð bara að bæta við athugasemd við þessa góðu færslu þar sem þetta mál kemur mér mjög við. Ég er blaðberi hjá Morgunblaðinu og ber því út Morgunblaðið og Blaðið 7 sinnum í viku (eins og allir blaðberar á Morgunblaðinu eiga að gera). Að sjálfsögðu set ég blaðið inn alla leið og ég vil þakka fyrir þessa góðu mynd sem fylgir færslunni.

Þetta er ekki einungis óþolandi fyrir lesendur þessara blaða heldur ekki síst fyrir samviskusaman blaðbera eins og mig. Það er nefnilega ekki gaman að koma að lúgu þar sem Fréttablaðið stendur hálft út úr. Þá þarf ég að byrja á því að troða því inn um lúguna til þess að setja Morgunblaðið og Blaðið inn.

Það er lögð þung áhersla á það, af yfirmönnum hjá Morgunblaðinu til blaðbera, að setja blöðin alla leið inn um lúguna og því er það algjörlega á ábyrgð blaðbera að þetta gerist. Því ætti hiklaust að hringja og kvarta.

Ólafur Guðmundsson, 27.7.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 306439

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband