Gisting í sparifötum

Eins og vanalega nærist maður á Mogganum samhliða morgunkorninu. Fróðlegt í dag að sjá úttekt á því hvað kostar að fara hringveginn og gista, gaman að sjá hvernig uppsettu ferðafólki greinarhöfundar vex hægt og bítandi fiskur um fjárhagslegan hrygg frá því að gutla ferðina á Fiestu og hírast í tjaldi, upp í að þeysast á Range Rover og gista í spariklæddum rúmum í sérherbergjum bændagistinga.

Reyndar verður að segjast greinarhöfundi til hróss að í greininni sjálfri eru rúmin bara uppbúin. Það er í texta töflunnar sem þau verða upp-á-búin. En á því er reginmunur. Uppábúinn er að vera spariklæddur.

Ég sé gjarnan fyrir mér þessi upp-á-búnu rúm öll í pelli og purpura, líkt og teiknimynd í ævintýrum sosum eins og því um prinsessuna á bauninni. Og -- sjálfsagt er hægt að sparibúa alla skapaða hluti, líka rúm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband