23.7.2007 | 08:29
Gisting í sparifötum
Eins og vanalega nærist maður á Mogganum samhliða morgunkorninu. Fróðlegt í dag að sjá úttekt á því hvað kostar að fara hringveginn og gista, gaman að sjá hvernig uppsettu ferðafólki greinarhöfundar vex hægt og bítandi fiskur um fjárhagslegan hrygg frá því að gutla ferðina á Fiestu og hírast í tjaldi, upp í að þeysast á Range Rover og gista í spariklæddum rúmum í sérherbergjum bændagistinga.
Reyndar verður að segjast greinarhöfundi til hróss að í greininni sjálfri eru rúmin bara uppbúin. Það er í texta töflunnar sem þau verða upp-á-búin. En á því er reginmunur. Uppábúinn er að vera spariklæddur.
Ég sé gjarnan fyrir mér þessi upp-á-búnu rúm öll í pelli og purpura, líkt og teiknimynd í ævintýrum sosum eins og því um prinsessuna á bauninni. Og -- sjálfsagt er hægt að sparibúa alla skapaða hluti, líka rúm.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.