Er Melrakkaslétta komin inn undir Jökulsá?

Er landafræði Íslands ekki kennd lengur í skólum? Eða er mín landafræði komin öll í keng?

Síðast þegar ég vissi var Lundur í Öxarfirði raunar ekki langt frá Ásbyrgi. Hins vegar var Melrakkasléttan miklu utar -- tók ekki við fyrr en handan við Kópasker ef fylgt var förnum vegi.

Getur einhver frætt mig um í fullri alvöru hvar Melrakkaslétta hefst og hvar hún endar?


mbl.is Árekstur í nágrenni Ásbyrgis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hef ég orðið vör við að Melrakkasléttan næði fram í Öxarfjörð og ég bý á Kópaskeri.  Síðast þegar ég vissi byrjaði Sléttan austan við Kópasker og nær til Raufarhafnar.  Annars er þessi frétt öll vitlaus því miður, ekki bara staðsetningin að Lundur sé á Sléttu heldur var það jeppin sem keyrði fyrir fólksbílinn, en ekki öfugt.  Hinsvegar sluppu ökumenn án meiðsla og það er það sem mestu máli skipti í þessu öllu saman.

Guðrún Einarsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 12:21

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

"Það er ekki ein báran stök", "eða öll vitleysan eins".

Enda hef ég áður spurt - hvernig verða fréttamenn til?

Helga R. Einarsdóttir, 21.7.2007 kl. 16:43

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Iss, enginn skyldi treysta um of á landafræðiþekkingu fréttamanna. Fyrir utan það klassíska, að þeir rugli saman nöfnum eins og t.d. Ólafsvík og Ólafsfirði, þá hef ég oft ekki fengið botn í fréttir öðru vísi en að gera ráð fyrir að fréttamenn haldi t.d. að Hellisheiði nái niður undir Rauðavatn.

Sæmundur Bjarnason, 21.7.2007 kl. 22:05

4 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Nákvæmlega, það fer í taugarnar á mér þegar talað er um hellisheiði á móts við Litlu kaffistofuna. Ég hef talið það Sandskeið upp að Draugahlíð sem er brekkan sem liggur upp á Svínahraun, síðan taka við Hveradalir og þar upp af Hellisheiði. Svona lítur mín landafræði út, þið leiðréttið mig endilega ef ég hef lært þetta vitlaust.

Gísli Sigurðsson, 21.7.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband