Hér kemur eitt harðlífis-klukk!

1. Ég er fæddur að Engi í Mosfellssveit 1938. Þar heitir nú Úlfarsárdalur í Reykjavík.

2. Menntunarferill minn (sá sem fór fram í skóla) hófst í Laugarnesskólanum vorið 1944. Fluttur að og frá skóla með skólabíl frá Guðmundi Jónassyni. (Bílstjórinn hét Kjartan, bíllinn var frambyggður Ford hálfkassi með boddíi).

3. Foreldrar mínir ólu mig upp á Hulduhólum í Mosfellssveit frá 1946 til 1961. Síðan hefur konan mín verið að ala mig upp.

4. Er enn giftur fyrstu konunni (rúm 46 ár).

5. Á þrjár eldri systur, átti þrjár mágkonur, á þrjú börn, einn strák og tvær stelpur. Þrjár dótturdætur (rétt bráðum fjórar) og eina sonar-stjúpdóttur. Fullt af frændum og frænkum og sæg af kunningjum, en ekkert ýkja marga vini. Góða þá sem þeir eru – furðu margir þeirra kvenkyns.

6. Hef átt heima í Mosfellssveit/bæ alla mína ævi að 15 árum undanskildum. Samt hefur mér alls staðar liðið vel þar sem ég hef verið og haft mitt hjá mér.

7. Ég er alæta á alla melódíska músík. Til þess að músík sé áhugaverð verður hún að hafa eitthvað fram yfir þögnina sem hún rýfur.

8. Formlegum menntunarferli mínum (þeim sem fram fór í skóla) lauk með BA-prófi í ensku með uppeldisfræði sem aukagrein, frá HÍ vorið 1980.

9. Ég hef ákaflega gaman af því að fara til útlanda, ekki síst ef þar er sól og hlýtt. Kann samt ekki að liggja í sólbaði. Besti parturinn er líka alltaf að koma heim aftur og finna víðáttu landsins og ferskleika loftsins – jafnvel þó það sé dálítill að flýta sér stundum og stundum full rakt!

10. Mér þykir afleitt að hætta þessari upptalningu hér. Ævisagan er rétt að byrja.

 Að klukka einhverja? Nú stend ég á gati! Bloggvinir mínir allir (les: báðar) hafa verið klukkaðar og ég held örugglega vinkona mín Anna Ól. Bj. líka.

Verð bara að nefna þá sem ég leita stundum uppi til að lesa eftir, af því mér þykir þeir skemmtilegir eða hafa eitthvað áhugavert að segja, nema hvort tveggja sé. Það verður að ráðast hvort þeir sjá nokkurn tíma þessa kvaðningu, enda eru þeir sennilega allir (öll) margklukkuð:

Jens Guð, Hlynur Þór Magnússon, Pjetur Hafstein Lárusson, Anna K. Kristjánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Sverrir Þorsteinsson, Sigurður Fjalar Sigurðsson, Björn Bjarnason.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Var fljótur að sjá þetta! Verð við kvaðningunni á morgun, vona ég, og geri þá bragarbót á hálfkæringssvörum mínum af sama tilefni fyrir nokkrum dögum ...

Hlynur Þór Magnússon, 18.7.2007 kl. 20:45

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ah, ég hefði betur farið að sofa, en úr því að ég sá þetta Sigurður (var nægilega forvitinn til þess að lesa til enda) þá verð ég við þessu (í fyrramálið). Er málið aðsegja eitthvað ævisögulegt eða (ó)merkilegt um sjálfan sig í 10 liðum, er það ekki? Ég reikna með því. BKv. B.

Ennfremur! Þekki þetta með parketið. Er að byggja svokallað sumarhús. Kem, alltaf með svima út úr parketbúðum. Svo eru tilboðin svo rausnarleg! kv.

Baldur Kristjánsson, 19.7.2007 kl. 23:04

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ah, ég hefði betur farið að sofa, en úr því að ég sá þetta Sigurður (var nægilega forvitinn til þess að lesa til enda) þá verð ég við þessu (í fyrramálið).  Er málið aðsegja eitthvað ævisögulegt eða (ó)merkilegt um sjálfan sig í 10 liðum, er það ekki?  Ég reikna með því.  BKv. B.

Ennfremur!  Þekki þetta með parketið. Er að byggja svokallað sumarhús.  Kem, alltaf með svima út úr parketbúðum. Svo eru tilboðin svo rausnarleg!  kv. 

Baldur Kristjánsson, 19.7.2007 kl. 23:05

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, Baldur, ég tók það þannig.

Góða nótt!

Sigurður Hreiðar, 19.7.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband