17.7.2007 | 19:51
Vinstra megin við hægra hnéð
Sigurður Fjalar bloggaði í gær þarfa ádrepu um óvandað ritmál í miðlum sem lifa á rituðu máli. Það var mbl. is sem fékk þessa kveðju frá honum, þar sem tekist hafði að klúðra furðu mörgu í fáum línum.
Kannski er sumarafleysingafólk fljótfærara en þeir sem hafa gert ritstörf af lifibrauði til lengri tíma. Og þó mbl.is hafi þarna skriplað á skötunni er ekki endilega allt slétt og fellt á höfuðbólinu heldur. Ég geymi -- mér til skemmtunar, slétt ársgamla úrklippu úr gamla, góða Mogga, um stúlkuna í Keflavík sem var ósátt við að lögreglan skyldi hafa afskipti af henni við ölvunarakstur. Þegar lögreglumaður reyndi að hemja hana beit stúlkan þéttingsfast vinstra megin við hægra hné hans
Hmm.
Hvað hefur maður vinstra megin við hægra hnéð?
Þetta minnir á að sumir hafa kvartað undan ótímabærum fiðringi milli tánna. Stórutánna.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 306482
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona er gaman að eiga. Verst hvað erfitt er að safna öllu sem maður vildi. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 23:45
Ég gleymdi - ég klukkaði þig af illri nauðsyn- skal aldrei gera það aftur. Kanntu það annars nokkuð? Skrifa átta atriði um sjálfan sig. Kíktu á hana Guðbjörgu dóttur mína, hún er efst á vinalistanum mínum og hún er búin að þessu. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 17.7.2007 kl. 23:48
Vinstra megin við hægra læri ...
Hlynur Þór Magnússon, 18.7.2007 kl. 18:20
Svo erum við karlarnir víst allir með skottið á milli lappanna. Vonandi...
Jón Steinar Ragnarsson, 20.7.2007 kl. 05:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.