11.7.2007 | 08:22
Maður sparar lítið á því að eyða
Einhvern tíma eftir áramótin lét ég glepjast til að þiggja eitthvað í netpóstinn hjá mér sem heitir Núið. Fæ nýjan ramma með nýrri auglýsingu eða skoðanakönnun hvern virkan morgun og á að geta -- ef heppnin er með -- fengið góða happdrættisvinninga að launum eins og fría ferð til Pragar eða Parísar, frítt bensín á bílinn eða magnaða afslætti.
Ég hef við og við fengið magnaða afslætti -- tveir fyrir einn á dýrustu veitingastöðum borgarinnar eða 30% afslátt af flatbökum. Yfirleitt er þetta eitthvað sem maður notar ekki af ýmsum ástæðum, aðalástæðan er sú að þetta er afsláttur af einhverju sem maður er ekki að kaupa yfirleitt. Og hefur enga brennandi löngun til að eyða peningum í, jafnvel þó krónurnar séu í því tilviki eitthvað færri en ella. -- Maður sparar svo lítið á því að eyða.
En svo fær maður líka vinning sem er brandari. Í gær fékk ég 32% afslátt af einum gráðaostborgara með frönskum og gosi. Fæ glæsimáltíðina á kr. 650! -- Ef ég framvísa bevísi um vinninginn um leið og ég panta.
Þetta er svo fyndið að ég er að hugsa um að leita uppi þessa boru þar sem vinninginn er að finna og gadda í mig ostborgara með frönskum og gosi fyrir aðeins 650 kr. (32% afsláttur frá venjulegu verði). Gildir út júlí. Eingöngu hægt að nota miðann [sem maður prentar út sjálfur] einu sinni. Maður fær sem sagt ekki einu sinni að bjóða með sér gesti.
Í morgun fékk ég 1500 kr. afslátt af svæðanuddi á snyrtistofu einhvers staðar úti í Kópavogi. Ég veit ekki hvað ég þarf að borga að afslættinum frádregnum. Ég finn ekki svæðanudd á verðlista snyrtistofu þessarar og ekki margt fyrir karlmenn yfirleitt. Jú, hér er eitt: Fyrir hann: [comfort zone]Sérmeðferð f/karlmenn, handsnyrting og fótsnyrting 3klst: 13400.
Ef ég væri af hinu kyninu ung og sæt og ætlaði að fara að gifta mig gæti ég fengið brúðarpakka með böðum, vöxum, gelnöglum og brúðarbrúnkusprautun m/prufu. Heill dagur 8 tímar 25900. Ég gæti líka fengið [comfort zone]Brjóstastynningarmeðferð 10 skipti 46750
Jamm.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.