Brúðarkvistur -- eða blómið úr hryllingsbúðinni?

Fyrir nokkrum árum áskotnaðist okkur lítil planta, blaðfalleg og nett. Hún var sett við horn á reit sem í er ýmislegt blómakyn. En planta þessi hagaði sér eins og blómið í litlu hryllingsbúðinni og stækkaði og stækkaði. Reyndar hélt hún áfram að vera falleg.

Hvorugt okkar man fyrir víst hvað okkur var sagt að plantan héti. Mig minnir samt endilega að mér hafi verið sagt að hún héti Brúðarkvistur. Hef reyndar séð í gróðrarstöð Garðakvist sem mér sýnist ákaflega líkur. Og kannski gildir það um fleiri kvisti.

Í fyrra var svo komið að kvistur þessi var farinn að ýta okkur út fyrir lagðan gangveg og síðsumars í fyrra sótti ég stóru skærin og klippti mikið utan af honum. Hvort það hefur haft áhrif eða ekki veit ég ekki, en í sumar blómstrar Kvistur meira en nokkru sinni fyrr, svo ég hef aldrei fyrr séð hann svo blómríkan og fallegan.

 0034

Í gærkvöld fórum við út að dást að honum og ég hafði orð á því hvað væri alltaf mikið af flugum utan í honum og á honum. Hvernig flugum? spurði konan og ég ætlaði að fara að sýna henni en rak mig þá á nokkuð sem ég hafði aldrei áður séð. Víða um kvistinn eru dauðar flugur flugur 1fastar neðan á blómhnöppunum. Svona flugur man ég ekki eftir að hafa áður séð, glærvængja og búklangar og búkurinn ljósgrár með dekkri þverröndum. -- Mér dettur helst í hug (fúsk biolog.) dauðir, uppþornaðir geitungar?

Kannast einhver við þetta fyrirbæri? Kvistur þessi virðist vera fluguveiðiblóm og að því leyti skylt blóminu úr litlu hryllingsbúðinni. -- Ef einhver álpast til að lesa þetta og þekkir kvist þennan með nafni og kann skil á þessari hryllingsnáttúru hans væri gaman að hann sendi dálitla athugasemd um þetta.

Hvað segir t.d. nr. 1? Hún veit jafn langt nefi sínu á ýmsum sviðum…

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Sæll frændi!  Ég veðrast öll upp þegar þú titlar mig nr.1 í hverri færslunni af annarri. Þess vegna vildi ég svo gjarnan láta sem ég hafi eitthvert vit á þessum runna, en því er nú ekki að heilsa. Ég hefði skotið á Sunnukvist, en af nánari lýsingu er ég ekki viss. Ég hefði gjarnan viljað koma höndum yfir eitthvað af því sem þú klipptir af, en sennilega er best að koma til sumargræðlingum. Við lítum kannski á það seinna.  Ég var að reyna að biðla til þín sem formlegs "bloggvinar", það er ekkert víst að það hafi tekist, líttu á póstinn þinn. kv. Helga R.E.

Helga R. Einarsdóttir, 5.7.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég veðrast upp yfir bloggvinarumsókninni. Þar ertu líka nr. 1 -- ætlarðu að halda áfram svona alla tíð?

-- Ég reyndi í fyrra að koma til græðlingum af flugukvistinum, sem mér þykir býsna fallegur. Allar tilraunir í þá átt mistókust.

Sigurður Hreiðar, 6.7.2007 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband