Að gerast bloggur

Nú er hálfur mánuður síðan ég gerðist bloggur – hmm – er þetta nafnorð eða lýsingarorð? Sé það nafnorð um þann sem bloggar og beygist eins og goggur – já, það er svosem ágætt, og þannig hugsaði ég það. En sé reyndar núna þegar ég skrifaði það að það gæti allt eins verið lýsingarorð og beygst eins og glöggur. Hlýtur þá að eiga við þann sem sinnir vel sínu bloggi og er – ja – bloggvís?

Taka tvö: Nú er hálfur mánuður síðan ég byrjaði að blogga. Sjálfum mér til skemmtunar, svo mikið er víst, og ég hef haft nokkurt gaman af því. En sá sem skrifar vill að ritverk hans sé lesið og veki viðbrögð. Miðað við skrá yfir heimsóknir hafa jú einhverjir gluggað inn til mín, en aðeins vinir og vandamenn hafa sýnt einhver viðbrögð. Tveir gamlir samstarfsmenn og svo hún frænka mín sem ég hef stundum kallað nr. 1. Ég vona að ég móðgi ekkert annað frændfólk með því, enda var hún fyrst í myndarlegri röð systrabarna minna.

Og nú er hún orðin nr. 1 í bloggvinaröðinni. Þar var hún brautryðjandinn. (Fyrirgefðu, Gurrí mín!)

Ég vildi ég gæti sagt söguna af því þear nr. 1 fæddist, því það gerðist á heimili foreldra minna (og þar með mínu). En ég rugla þeim atburði mjög saman við fæðingu nr. 2 sem gerðist rúmlega ári seinna og mér þótti að því leyti merkari atburður að hann gerðist á afmælisdaginn minn það árið.

Aldursmunur á mér og þessum frændbörnum mínum er ekki mikill og mér þótti jafnan fengur að því að hafa þau í heimsókn, ekki síst þegar þau fóru að stálpast. Þá gerðist oft eitt og annað sem gaman var að. Lítið dæmi var einhverju sinni er 1 og 2 fóru með mér að kvöldi að sækja kýrnar að nr. tvö sleit upp tág og vingsaði henni í kringum sig svo hvein í. Þá fór í hönd samtal á þessa leið.

Sigurður: Hættessu.

Nr. 2: Akkuru?

Sigurður (fúsk theol., vegna skorts á betri rökum): Vegna þess að þú lemur frá þér Guð og góðu englana.

Nr. 2: Guð og góðu englana? Hvar eru þeir? Ég séðá ekki.

Sigurður (fúsk. theol.): Nei, þú sérðá ekki, en þeir eru allt í kringumðig.

Nr. 2 (hættir fleygir táginni, hugsar sig um og lætur sig falla): Ahh, nú datt ég á Guð…

Sögu lokið.

En aftur að bloggreynslu minni: Ætli ég þrauki ekki eitthvað lengur. Að minnsta kosti meðan ég hef gaman af því sjálfur.

Bloggi lokið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Á meðan hefur nr. eitt væntanlega séð um að reka beljurnar?

Helga R. Einarsdóttir, 4.7.2007 kl. 11:24

2 identicon

Sæll! Fann þig fyrir slysni og fannst óhæft kvitta ekki fyrir komuna, vona að Helgu R. sárni ekki samkeppnin...

Annars getur Véfréttin vottað að ég er ekki sú duglegasta að borga fyrir lesturinn, ef það er kommentara nr.1 einhver huggun! Lít við seinna.

Skilaðu kveðju í túnið!

Hildur Sigurðardóttir, fyrrum Hamratúni 4.

Hildur (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 22:45

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir þetta, Hildur, þú mátt trúa því að það hlýjaði mér um hjartað! Long time no see!

Kannski stendur það til bóta -- þú ættir að hafa samband við Véfréttina einhvern tíma eftir hádegið. Vonandi hafa þá gerst tíðendi nokkur!

Góð kveðja

Sigurður Hreiðar, 5.7.2007 kl. 09:33

4 identicon

Til lukku með framtakið! 

Já, já, það tekur eflaust sinn tíma að gerast frægur í bloggheiminum, einkum þegar samkeppnin er mikil.

En er ekki bara fínt að fá smá séns á að tjá sig, án tillits til vinsælda?

Annars hafa tíðindin nú gerst... hinni miklu húsaleit er loksins lokið.

Bið líka að heilsa í túnið og túnin, á sennilega eftir að sjá meira af þeim en fyrr á næstu árum... hds 

Véfréttin (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 13:08

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Velkomin vertu Véfréttin mín, bæði á bloggvelli og heimavelli!

Sigurður Hreiðar, 5.7.2007 kl. 14:48

6 identicon

hæ hæ. kveðja hérna frá eikinni í englandi.

Eik (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 11:31

7 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Velkomin líka, Eikin mín!

Sigurður Hreiðar, 6.7.2007 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband