Hversu heitar?

„Í Mosfellsbæ eru heitar deilur um vegalagningu“ segir í ritstjórnargrein Mbl. í dag og boðið er upp á að gera blogg-athugasemdir um það.

Raunar var búið að loka fyrir allar athugasemdir núna klukkan rúmlega fjögur, þegar þessa staðhæfingu bar mér fyrir augu.

Í ritstjórnargreininni er hún höfð til marks um virkt „íbúalýðræði“ -- sem að því er virðist þýðir að fólki sé heimilt að hafa skoðanir og setja þær fram.

En – því miður, Moggi minn góður – í Mosfellsbæ eru ekki heitar deilur um vegalagningu. Mosfellingum yfirleitt er rétt sama þó vegur verði lagður neðan við túnfótinn á Helgafelli. Og -- úr því kúgras á téðu túni er orðið einskis vert og búið að reita landið niður í lóðir fyrir dýr hús -- hlýtur einhvers staðar að eiga að vera aðkomuleið að því.

Síðustu þrjá áratugina eða svo hefur verið vitað mál hvað þessi vegur átti að liggja. En þegar á hólminn kemur spretta fram fáeinir einstaklingar og hafa hátt -- og alþjóð heldur að Mosfellsbær logi af heilagri heift út í nýjan Helgafellsveg. Trúir því að hann leggi Álafosshvosina í rúst og meira að segja trúir hann því að í Álafosshvos séu „merkar minjar“ um iðnsögu Íslands.

Ef „virkt íbúalýðræði“ er heimild og framtak til að rífa kjaft þegar manni mislíkar eitthvað í sveitarfélaginu hefur íbúalýðræði verið virkt í Mosfellssveit/bæ síðustu öldina eða meir. Fámennur grátkór um „einstaka náttúruperlu“ Varmár breytir þar engu um né bætir við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband