Hvers vegna velur það sér glæpalýð til forystu?

Las í gær blogg eftir mótorhjólamann sem skælir undan því að mótorhjólaklúbbarnir skuli nefndir í sama orði og glæpasamtök. Segir að næstum allir mótorhjólamenn (já, konur eru líka menn) séu sakleysingar og bestu sálir. Það séu bara nokkur skemmd epli í tunnunni en það sé ekki sakleysingjunum að kenna og við -- þessi sem álengdar stöndum og kunnum ekki á mótorhjól -- megum ekki skella skuldinni á samtök mótorhjólafólks. Lögreglan hafi vitað um glæpatendensa þeirra sem nú sitja inni sem forystumenn í mótorhjólaklúbbum, grunaðir um fólskuglæpi, en svo sem ekkert farið að gera í málunum fyrir en téðir forystumenn mótorhjólara voru komnar í úlpur með vígalegri áletrun tengda mótorhjólaklúbbum á bakinu.

Hells Angels, Outlaws og hvað þetta allt heitir, er ekki nefnt á nafn.

Mér finnst mega spyrja: Úr því þetta MC-fólk er 90% meinleysingjar og gæðablóð, hvers vegna

a) velur það sér glæpalýð til forystu?

b) losar það sig ekki við glæpalýðinn, vísar honum úr sínum röðum?

Þá fyrst, góðir mótorhjólarar, þegar þið farið fjöldaaðför að þessum forystumönnum ykkar, klæðið þá úr úlpunum góðu og vísið þeim þangað sem piparinn grær, hreinsið klúbbana af slúbbertum, getið þið farið að berja ykkur á brjóst og segjast vera góðmennin einber.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hafna því alfarið að vera félagi í glæpasamtökum þótt ég sé félagi númer 200 í Sniglunum, vélhjólasamtökum lýðveldisins.

Ég vísa því líka á bug að það sé glæpalýður sem er í forystu þessa félags og að ég hafi með þegjandi samþykki stuðlað að viðgangi glæpasamtaka.

Setjum sem svo að glæpasamtökin kenndu sig við bíla en ekki vélhjól og félagarnir sýndu sig gjarna á opnum sportbílum.

Myndum okkur ekki þykja það leiðinlegt að vegna þess að við værum í FÍB eða BÍBB (Bandalag íslenskra bílablaðamanna) væri sífellt talað um öll bílasamtökin sem glæpasamtök og um forystumenn allra bílasamtaka sem "glæpalýð, sem við hefðu kosið yfir okkur?"  

Ómar Ragnarsson, 21.3.2012 kl. 15:04

2 identicon

kvers vegna velja Islendingar ser glaepalyd til ad stjorna landinu til ad stjorna bonkum til ad stjorna verkalidsfelogum og fleira og fleira . astaedan firir tvi ad logregla og rikistjorn eru ad nidast a Hells Angels, Outlaws er su ad teir tola ekki samkepni

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 22:34

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Fáðu þér bara mótorhjól sjálfur, Sigurður of hættu að "standa álengdar" og líta löngunaraugum til þeirra sem hafa fleirri hestöfl milli fótanna.

Hörður Þórðarson, 22.3.2012 kl. 10:17

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Viðurkenni, Ómar, að ég hef ekki heyrt Sniglana orðaða við glæpamennsku. En svo vel þekki ég þig að ég fullyrði að þú veist um hvað ég er að tala og þarft ekki að snúa út úr því. Ef Lödueigendur, svo dæmi sé tekið, kenndu sig við Vitisengla eða Útlaga eða annað eftir því, og veldu sér glæpalýð til forystu, gilti nákvæmlega hið sama um þá og það sem ég var að tala um hér að ofan, þó hjólin séu fjögur undir farartækinu. -- Helgi og Hörður, í hvaða samtökum eruð þið? Mér finnst gjamm ykkar ekki svara vert. -- Og í rauninni ekki þitt heldur, Ómar. Þú getur betur en þetta.

Sigurður Hreiðar, 22.3.2012 kl. 13:57

5 identicon

eg er nu bara i somu samtokum og tu Sigurdur borga skatta og svoleidis horvi svo up a glaepahyskid stela ollu steini letara og tetta hisky kemur motorhjolasamtokum ekkert vid , og eitt skalt tu vita ad motorhjolamenn hafa sama og ekkert gert af ser enn tad getur engin sagt um hiskyd

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 22:11

6 identicon

Sigurður, þessi bloggari var ekki meðlimur í neinu þeirra vélhjólasamtaka sem hafa verið bendluð við glæpasamtöl

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 00:37

7 identicon

samtök... átti þetta nú að vera

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 306374

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband