13.2.2012 | 15:13
Eru nokkrar partíklíkur „þjóðin“?
Mér er spurn: Eru nokkrar partíklíkur „þjóðin“? Þeir sem fylgdust með í netheimum sáu fyrirfram hvernig nokkrir hópar sammæltust um að greiða fjölda atkvæða fyrirfram gefnum sigurvegara, en svo var munurinn ekki nema 700 símaatkvæði. -- Þannig að strákarnir sem kenna sig við nammið fara með staðleysu þegar þeir staðhæfa að þeir hafi fengið atkvæði „þjóðarinnar“. Þeir fengu atkvæði frá smáklíkunum, sömu atkvæðin margendurtekin. Jibbí!
Ég hef sjaldan verið jafnglaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 306374
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri gustukaverk hjá RÚV að upplýsa um fjölda þeirra sem greiddu atkvæði. Um 80 þúsund atkvæði voru greidd, að teknu tilliti til þess hve oft hver og einn hefur greitt atkvæði (varlega áætlað) má gera ráð fyrir að ekki fleiri en 10-12 þúsund manns hafi tekið þátt í símakosningunni. Það þýðir að sveitin sem flest atkvæði hlaut hefur fengið á bilinu tvö til þrjú þúsund. Mér finnst nú býsna djarft að eigna sér stuðning þjóðarinnar út á ekki fleiri sálir en þetta.
Þórhallur Birgir Jósepsson, 13.2.2012 kl. 15:49
Já þú segir smáklíkur?...Þú stillir þessu nú aldeilis upp eins og þetta blasir við þér..já og þér Þórhallur :-) Sem sagt það voru litlar klíkur út um allt sem gerðu það að verkum að strákarnir fengu fleiri atkvæði en hinir...Skammist ykkar hvernig þið talið um unga fólkið okkar ! Er Eurovision bara fyrir fólk á aldrinum 40-60 ára? Af hverju er gert svona lítið úr tónlistasmekk unga fólksins? Bæði þessi lög voru frábær, hvert á sinn hátt..Spái því líka að það lag sem fer út fyrir´okkar hönd eigi meiri möguleika úti..En við tölum ekki svona....
Elísabet Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 16:00
Jú, Elísabet, svona tölum við einmitt. Af því við erum að reyna að slá á æsinguna í kring um þetta. Ég er að vísu ekki eins harður og Þórhallur, tel líkleg að einhvers staðar upp undir 20 þúsund manns standi á bak við þessi 80 þúsund atkvæði. Og móti þinni staðhæfingu spyr ég: Er Júróvissjón bara fyrir fólk undir fertugu?
Hér er ekki verið að gera lítið úr tónlistarsmekk eins eða neins og alls ekki verið að skipta upp í aldurshópa. Aðeins verið að benda á og vara við hættunni af múgsefjun og múgæsingu eins og virðist vera í gangi gagnvart úrslitum þessarar keppni núna -- og reyndar oft áður. Og benda á að hér gafst kostur á að greiða atkvæði aftur og aftur, sem er vægast sagt varhugaverð kosningaaðferð.
Sigurður Hreiðar, 13.2.2012 kl. 16:28
Ég er sammála því að ekki eigi að leyfa nema eitt atkvæði á síma. Þannig var það í eina tíð og ætti ekki að vera öðruvísi, úr því að þjóðin fær yfirleitt að kjósa. Það er svo álitamál hvort þessi háttur á að vera á eða notast eigi við gamla fyrirkomulagið, þegar til þess kvödd dómnefnd skar ein úr um sigurlagið.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 13.2.2012 kl. 16:45
Tek undir með þér Sigurður ég veit að það voru svona smáhópar ungs fólks aðallega stelpna sem tóku sig saman um að velja þetta lag. Ekki af neinni illsku eða neinu öðru en ungæðislegri ákefð í að láta "sitt" lag vinna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2012 kl. 16:47
Auðvita eru mörg sjónarmið þarna og mér persónulega hefði þótt það sanngjarnara að takmarka símtöl við hvern síma. En að sjálfsögðu þurfa að vera einhverjar reglur til þess að koma í veg fyrir Silvíu Nótt dæmið. Nei Juróvision á að vera fyrir alla. Ég bý í Noregi núna og fylgdist með úrslitum á laugardagskvöldið þar. Þjóðin fékk að ráða eins og í öllum hinum norðurlöndunum. Það er lýðræði. En ég veit um heilu fjölskyldurnar sem kusu lag Blás Opal áfram þannig að fólk á mínum aldri, miðjum aldri og yngra kaus þetta lag. En þeir eru mjög vinsælir hjá unga fólkinu eins og Björgvin Halldórs í gamla daga...En má það ekki? Slá á æsings umræðu? Æi má fólk ekki tjá sig sem er svekt? Þarf þá að koma með svona..Ég efast um að það sé smekklegt...Mér finnst það alla vega ekki...fólki finnst það hafa verið gert að fíflum..peningaplott...En Mannakorn lentu nú líka í þessu þannig þetta er ekkert nýtt...
Elísabet Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 17:28
Ef ég hef skilið rétt er fyrirkomulagið eins og það er núna einmitt til að koma í veg fyrir endurtekningu á Sylvíu Nætur-slysinu. Elísabet: Var engin dómnefnd á hinum Norðurlöndum? Mátti hver sem tímdi kjósa svo oft sem hann lysti? -- Veit reyndar að hinn dæmigerði Norðmaður hefur í hæsta lagi kosið einu sinni…
Er það lýðræði að hver hafi svo mörg atkvæði sem hann tímir að borga fyrir?
Sigurður Hreiðar, 13.2.2012 kl. 17:34
Komið þið sæl.
Mér finnst óþarfi að vera að æsa sig út af úrslitunum. Ég veit ekki annað en bæði Ingó Veðurguð og Blár Ópal hafi óskað sigurvegurum til hamingju með sigurðin. Svo er annað mál hvort eigi að hafa 7 manna dómnefnd sem öllu ræður. Til hvers er þá eiginlega verið að láta þjóðinina kjósa, ef hún ræður engu???????????
Og hverjir eru svo í þessarri dómnefnd má ég spyrja??????????
Tek fram að ég sjálfur kaus lagið Mundu eftir mér með Gréftu og Jónsa.
Hörður Jónasson, 13.2.2012 kl. 17:56
Var það svo að 7 manna dómnefndin réði öllu? Þarftu ekki að endurskoða það eitthvað, Hörður?
Sigurður Hreiðar, 13.2.2012 kl. 18:03
Ræður engu? Hún ræður 50% á móti dómnefndinni. Mér heyrðist á umfjölluninni á rás2 í dag að svona dómnefndir væru á öllum norðurlöndunum. Og í flestum löndum Evrópu og svona verður það í keppninni sjálfri. Fólk verður bara að hætta þessu kveini og taka sig saman og fagna með Gretu og Jónsa. Elísabet auðvitað má fólk vera svekkt. En ég hef líka áhyggjur af Gretu sem er að taka þátt í fyrsta sinn og fá svona umfjöllun í fjölmiðlum. Ég óska henni alls hins besta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2012 kl. 18:05
Tónlist þessara drengja get ég í besta falli líkt við eyrnaskít. Hvað varð um alvöru tónlist? Hvað gerðist 1980? "tónlist ungafólksins" er einfaldlega léleg. Og ég er nú 19 ára.
Sigurður Heiðar Elíasson, 14.2.2012 kl. 01:06
Méf leiðist rapp, en sem betur fer fyrir rappara, eiga þeir sé líka aðdáendur. Ég gæti trúað að ég sé ekki ein um að klóra mér í kollinum yfir skorti á laglínum í mörgu rappinu. Svo er ég orðin dálítið þreytt á blandi af teknótónlist, poppi og rappi og hvað þetta nú heitir allt saman, í einu og sama laginu. En það er bara mín skoðun og skiptir hvergi máli. Rétt eins og það skiptir engu máli, hvorki fyrir mig né tónlistarheiminn, hvort kvennakórinn sem ég syng í, þyki góður eður ei. Hann er bara kór og mér finnst gaman að syngja í honum. Eins er með rapparana, þeim þykir þetta gaman. Og gott mál að þeir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Bara enn betra að sá snúður er ekki að fara til Bakú. En það er líka bara mín skoðun.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 18.2.2012 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.