10.2.2012 | 14:17
Rétt frétt eða hálfsögð saga?
Er þetta rétt frétt eða hálfsögð saga? Mig langar að spyrja: fá þessir 6000 sem hér eru nefndir fullan grunnlífeyri -- núna aðeins rúmar 32 þús. kr. pr. mán ef ég veit rétt -- eða fá þeir eitthvert brotabrot af honum?
Svona ca. 5000 kr. pr. mán -- sem mér finnst ekki að fá lágmarkstryggingu frá Tryggingastofnun. Því ég skil lágmarkstryggingu sem grunnlífeyri.
Í annan stað stendur þarna: Fyrir kosningarnar 2007 gagnrýndu eldri borgarar mjög mikið tengingar bóta almannatrygginga við tekjur maka. Þessar tengingar voru afnumdar árið 2008.
Er þetta rétt? Hvers vegna er fjármagnstekjum (orð sem notað er um píslarvexti af bankainnstæðum, sem ná ekki einu sinni verðbólgu) hjóna skipt til helminga á milli þeirra og sú tala sem þá kemur út látinn skerða lágmarkstryggingu (er það ekki grunnlífeyrir?) -- að ég held krónu á móti krónu? Og það í skattaumhverfi sem státar af sérsköttun hjóna!
Að mínu viti jafnast hálfsögð saga á við lygi, eða amk. sé verið að slá ryki í augu lesenda.
Tekjur lífeyrisþega hafa lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður. Þú nefnir fjármagnstekjurnar í næst síðustu málsgrein. Þetta er eitthvað skrýtið mál.
Samkvæmt RSK (m/ vísun í 7.gr.skattalaga) er tekið fram að fjármagnstekjur komi til skattlagningar hjá því hjóna eða samskattaðs sambúðarfólks sem hærri hafi tekjurnar. Semsagt engin sérsköttun viðkomandi í reynd.
Þar með er eðlilegt að álíta að fjármagnstekjurnar sjálfar séu þannig líka eyrnamerktar tekjuhærri aðilanum.
Ætli það standist skattalögin ef TR helmingar þetta til þess að geta skert tryggingabætur tekjulægri aðilans?
Kolbrún Hilmars, 10.2.2012 kl. 15:38
Kolbrún, þetta er alveg rétt hjá Sigurði. Fjármagnstekjuskatturinn lendir á þeim með hærri tekjurnar, en hjá TR er honum skipt jafnt á milli hjóna. Þar kemur skerðing sem nemur 25% af fjármagnstekjunum. Ef báðir aðilar eru lífeyrisþegar halda þeir því eftir 30% af fjármagnstekjunum, en 55% ef aðeins annar er lífeyrisþegi. Sem sagt hér á landi búa lífeyrisþegar (og makar þeirra) ýmist við 45 eða 70% fjármagnstekjuskatt meðan aðrir landsmenn borga 20%. Hér er augljóslega ekki verið að hvetja lífeyrisþega til að leggja í sparnað eða sýna ráðdeild, því þeim er refsað grimmilega fyrir það.
Annars er ég með færslum um lífeyriskerfið á blogginu mínu: Almannatryggingaflækjan og mannréttindabrot á lífeyrisþegum - Umbóta er þörf
Marinó G. Njálsson, 10.2.2012 kl. 15:58
Takk fyrir Marinó. Eftir stendur þó að tekjutenging við maka lífeyrisþega, sem átti að hafa verið afnumin 2008, gildir ekki um fjármagnstekjur. Því það er auðvitað ekkert réttlæti í því að helminga fjármagnstekjur nema þær séu sannanlega lífeyrisþegans.
Góð færslan þín sem þú vísar til, var að vísu búin að lesa hana, en aldrei er góð vísa of oft kveðin - eins og sagt er.
Kolbrún Hilmars, 10.2.2012 kl. 17:07
Er ekki undarlegt að fjármagnsTEKJUskattur skuli tekinn af verðbótum? Verðbætur eru ekki viðbótareign, ekki tekjur, heldur bætur svo eignin haldi virði sínu
Hólmfríður Pétursdóttir, 10.2.2012 kl. 20:26
..svo fólk var að þræla alla ævi...til þess eins að drepast bláfátækt inná einhverju skítaelliheimili?
..falleg framtíð fyrir okkur hin líka.
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 04:23
Í næstu kosningum þarf að negla niður eftirfarandi:
1. Ætli væri ekki sanngjarnt að þeir sem fái greitt úr lífeyrissjóðum að fyrstu 100.000 á mánuði verði utan frádrátt? Öll rök mæla með því.
2. Allir lífeyrissjóðir landsmanna verði sameinaðir í einn þar sem allir, já ALLIR búi við sömu réttindi, einnig ráðherrar og þingmenn sem og hæstaréttardómarar.
3. Stjórnendum lífeyrissjóða verði stórlega fækkað þannig að eftir þessa breytingu þurfi aðeins einn ráðsmann, ekki forstjóra né framkvæmdastjóra.
4. Fjárfestingar lífeyrissjóða ber að laga að íslensku samfélagi og taka upp ný markmið. Þannig mættu lífeyrissjóðir fjárfesta í skógrækt sem er langtímafjárfesting en ekki skammtímafjárfesting eins og hlutabréfabraskið. Í skógræktinni má reikna með í dag um 3-4% ávöxtun. Hún er hæg og skilar sér seint en: verði tekinn upp aukin skattheimta á mengandi starfsemi og þeim sem reka mengandi starfsemi verði gert að kaupa mengunarkvóta, má fyllilega reikna með að binding koltvísýrings geti orðið að verslunarvöru eins og víða þekkist í iðnríkjum.
Skógurinn veitir okkur skjól og öryggi fyrir veðri og vindum. Hann er gríðarleg auðsuppspretta í þeim löndum þar sem skógrækt er stunduð. Ísland er á svonefndu barrskógabelti og hér þrífst trjátegundir mjög vel sem er uppistaðan í nytjaskógum: greni og fura. Hér á landi má geta þess að hafi náðst undraverður árangur á þeim stöðum sem sérstaklega eru hentugir. Má t.d. nefna Stálpastaði í Skorradal, Haukadal í Biskupstungum og Þjórsárdal sunnan og vestan. Um Hallormsstaðaskóg og Héraðsskóga má heldur ekki gleyma. Þar eru að vaxa upp gríðarlega góðir verðandi nytjaskógar sem verða sennilega mikil auðsuppspretta eftir 20-40 ár sem mun efla mjög atvinnulíf þar eystra.
Fleiri verkefni má nefna en hér verður staðar numið.
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 11.2.2012 kl. 12:13
Þakka ykkur öllum fyrir orðin ykkar hér að ofan. En ég er hálf sleginn yfir því að ekkert ykkar skuli hafa komið auga á hvað ég var raunverulega að reyna að segja, sem sé það að þarna er blásin upp frétt án þess að innihaldið sé krufið. Spurt hvað sé á bak við það og hvað þessar tölur raunverulega þýði, sem fram koma í fréttinni.
Hitt, þetta með fjármagns„tekjurnar“, er bara mitt persónulega ergelsi sem ég reyni að koma á framfæri sem oftast og víðast.
Sigurður Hreiðar, 11.2.2012 kl. 14:54
Sigurður, þetta er auðvitað rétt hjá þér. En þegar fleiri en eitt aðalatriði felst í bloggi þá er næsta víst að athugasemdirnar beinist að einhverju einu þeirra en ekki endilega öllum. Fjármagnstekjurnar eru samkvæmt þessu ekki aðeins þitt persónulega ergelsi. :)
Kolbrún Hilmars, 11.2.2012 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.