9.2.2012 | 17:10
Hefur Easy Jet flutt sig?
Forstjóri Æslander segir Easy Jet gera út frá Luton flugvelli við London. Í þeim tilvikum sem ég hef skipt við Easy Jet hingað til hefur flug þeirra farið um Gatwick. Sem er akkúrat hinum megin við London. Ég hef ekki trú á að EJ hafi flutt sig um set, enda er Gatwick ágætis umferðarmiðstöð.
Allir græða á flugframboði Easy Jet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
EasyJet flýgur til og frá ýmsum flugvöllum, þ.á.m. Luton og flug þeirra til Íslands mun víst fara um þann flugvöll. Hitt er annað mál að EasyJet flýgur mikið um Gatwick en ef þú reynir að fljúga þaðan á stað sem byrjar á KEF þá endarðu víst í Kefalonia í Grikklandi...
TJ (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 21:29
Easyjet gerir útfrá Luton, Gatwick, Southend og Stansted. Af þessum eru Luton og Southend með sístu samgöngurnar á landi. Gatwick er þó að fá hraðlest. Frekar dapurt á Stanstead frá Liverpool station hér fyrir nokkrum árum.
Hvumpinn, 9.2.2012 kl. 21:35
Þessar fréttir sýnist mér skemma talsvert fyrir viðskiptum við Easy Jet með framhaldsflug í huga. Mér þykir þeir svo stórir á Gatwick að mér datt ekki annað í hug en þeir væru þar með amk. megnið af sínu flugi. Þessi tilhögun stóreykur kostnaðinn, t.d. við að komast milli flugvalla, svo ekki sé minnst á tímann sem í það fer og líkindinn til að þurfa að gista í London milli flugáfanga.
Stór mínus fyrir EJ.
Sigurður Hreiðar, 9.2.2012 kl. 22:05
Siguður
EasyJEt flýgur til 37 áfangastaða frá Luton sem eru fleiri áfangastaðir en Icelandair flýgur frá Íslandi.
Það er rétt að Gatwick er aðalvöllurinn þeirra en þaðan hafa þeir 96 áfangastaði. Þótt þú þyrftir að gista þá eru verð easyJet svo góð að menn geta leyft sér nótt í London.
Hér getur þú séð áfangastaði easyJet frá Luton:
easyJet Luton Airport Destinations
UK - Aberdeen, Belfast, Edinburgh, Glasgow, Inverness
Austria - Salzburg, Vienna
Cyprus - Paphos
Egypt - Sharm el Sheikh
France - Bordeaux, Grenoble, Montpellier, Nice, Paris
Germany - Berlin, Dortmund, Hamburg
Greece - Corfu, Crete
Iceland - Reykjavik
Israel - Tel Aviv
Italy - Cagliari, Milan, Pisa
Netherlands - Amsterdam
Portugal - Faro, Lisbon
Spain - Alicante, Barcelona, Ibiza, Madrid, Malaga, Majorca, Menorca
Switzerland - Geneva, Zurich
Turkey - Istanbul
mbk
Friðjón R. Friðjónsson, 11.2.2012 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.