4.1.2012 | 11:15
Sögnin að olla
Er sögnin að olla að öðlast þegnrétt í málinu?
Innbrot í sumarbústað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig á þetta að vera, Siggi?
Er nokkuð rangt í textanum? Þeir valda skaða. Þeir ollu skaða. Þeir hafa valdið skaða.
Stundum skrifa/tala blaða-/fréttamenn: Þeir ullu skaða. Eða ...hafa ollið ...
Þórhallur Birgir Jósepsson, 4.1.2012 kl. 11:36
Þeir ullu skaða, Þórhallur. Eins og þú réttilega segir, þetta er sögnin að valda. Í merkingunni að eiga sök á.
Sigurður Hreiðar, 4.1.2012 kl. 14:01
Meðferðin á sögninni að valda er orðin frekar skelfileg en hefur reyndar alltaf verið frekar fallvölt og ekki nýtt að alls konar ,,ollaði" heyrist. Hins vegar er ég að verða langþreytt á því að eignarfallið á í vök að verjast og allt of margt látið enda á þolfalls-/þágufalls u-i, einkum í útvarpi: ... fá efni til lengingu flugvallar, auk breytingu á fyrirkomulagi, vegna veikingu krónunnar ... úff!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.1.2012 kl. 14:23
Sæll. Mogginn hefur aldrei þessu vant rétt fyrir sér. Í þessari limru er hins vegar sögnin rangt beygð.
Með hávaða á skeiðvöllinn skullu
og skjálfta í hverfinu ullu
er Skúli á skeið
sér skellti og reið
henni Nínu næstum að fullu.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.1.2012 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.