Aš muna rétt – og muna rangt

Žegar ég var aš vinna aš Sögu bķlsins į Ķslandi talaši ég viš margt merkisfólk sem fśslega rakti mér minningar sķnar, fróšlegar og athyglisveršar. Stundum kom žvķ mišur ķ ljós aš žęr stóšust ekki. En žetta fólk var ekki aš ljśga. Žessar minningar voru žvķ raunverulegar žó žęr stęšust ekki samanburš viš ašrar heimildir, sambęrilegar minningar fleira fólks, ritaš mįl og/eša ljósmyndir. Žęr höfšu bara einhverra hluta vegna tekiš sér bólfestu ķ minni fólksins og oršiš žvķ persónulegur sannleikur. Hafi ég ekki vitaš žaš fyrir varš mér ljóst viš vinnslu bókarinnar aš minni fólks eitt śt af fyrir sig er almennt séš ekki til aš treysta, eins og žaš er dįsamleg višbót viš žaš sem stašfesta mį eftir öšrum leišum.

Įgętur kunningi minn fjölfróšur hringdi ķ mig į dögunum og benti mér į tiltekinn kafla ķ ęvisögubók sem kom śt 1947. Sś bók heitir Minningar Gušmundar į Stóra-Hofi og er eftir Gušmund Žorbjörnsson bónda žar og Eyjólf Gušmundsson frį Hvoli ķ Mżrdal. Sį fyrri var kunnur bęndahöfšingi, félagsmįlamašur og templari į sinni tķš, sį sķšari bóndi, fręšimašur og rithöfundur, žekktust bóka hans kannski bókin Pabbi og mamma. 

Ķ kaflanum sem mér var sérstaklega bent į segir Gušmundur frį ferš sem hann hafši fariš ķ febrśar 1912, frį Stóra-Hofi į Rangarvöllum žar sem hann bjó žį, upp aš Hvanneyri til aš sitja žar bęndanįmskeiš. Žetta er į bls. 95 ķ téšri bók. Žar segir frį žvķ, ķ žrišju persónu eins og Eyjólfur hafi skrįš žennan kafla, aš Gušmundur hafi fariš rķšandi śt aš Ęgissķšu og komist žašan ķ bķl til Reykjavķkur. Ķ sömu andrį segir aš į sama tķma hafi margir ašrir veriš į sušurleiš en bķlakostur hafi veriš takmarkašur „og uršu margir aš fara į hestum śt aš Selfossi viš Ölfusį."

En Gušmundur var sem sagt heppinn og komst ķ bķl frį Ęgissķšu. Žašan fóru hann og samferšamenn hans meš skipi til Borgarness. „Hįlka var og sleipt aš ganga en enginn bķll fįanlegur. Uršu menn žvķ aš fara gangandi frį Borgarnesi..."

Stórmerki mega heita ef Gušmundur hefur žarna fengiš bķlfar frį Ęgissķšu, žvķ ķ febrśar 1912 var bķlakostur svo sannarlega takmarkašur ķ landinu, ašeins einn bķll til og hann stóš ógangfęr noršur ķ Eyjafirši. Og engan skal undra aš skart vęri um bķla ķ Borgarnesi ķ febrśar 1912 žvķ fyrsti bķllinn kom ekki žangaš fyrr en 1918.

-- Žetta er ašeins eitt slįandi dęmi um falskar minningar sem oršiš hafa į vegi mķnum gegnum tķšina. Öll eigum viš minningar frį löngu lišnum dögum um löngu lišna atburši. Sumar žeirra getum viš stašreynt meš samanburši viš samferšafólk žess tķma - sé žaš enn tiltękt - eša meš samanburši viš ljósmyndir sem tengjast žessum atburšum. Öšrum minningum veršum viš aš lįta okkur nęgja aš trśa meš sjįlfum okkur og kannski skemmta öšrum meš, en žęr geta aldrei oršiš įreišanleg sagnfręši.

Mįlfarsvilla löguš kl. 17.40.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Fęrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nżjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband