10.11.2011 | 12:19
Kaffibragðið er týnt
Í gær bloggaði ég um ost. Í dag langar mig að blogga um kaffi. Þó að ostur og kaffi fari ekki endilega saman.
Kannski hef ég nöldrað yfir því áður en mig langar að gera það enn: ég er búinn að vera að prófa hverja kaffitegundina á fætur annarri, sumar fjandanum dýrari mas., kílóverðið á annað þúsund krónur. Samt er ekki kaffibragð. Ekki einu sinni kaffiilmur úr nýopnuðum poka. Öðru vísi mér áður brá meðan Kaaber og Bragi sátu einir að markaðnum -- það var svokölluð fákeppni. Þá vissi maður að það var kaffibragð að Rio og Colombia. Nú eru mörg fyrirtæki að brenna og mala kaffi og láta það heita allskonar fínum nöfnum. Kaffibragðið er samt týnt. Áðan var ég að opna nýkeyptan pakka frá einni af þessum nýlegri kaffibrennslum og súrlyktin gaus á móti mér. Hellti samt upp á. Þetta var svosem ekki vont, en það var ekki kaffibragð að því. Endaði með að fá mér Nescafé Gold -- það minnir þó stundum á kaffi.
Þetta eru leiðinda vonbrgiði. Samt er maður alltaf að sulla í sig kaffi af gömlum vana. Af því að te er ekkert skárra nema síður sé. Og leiðinda stell í kringum það. Stundum fæ ég mér bara heitt vatn og ofurlitla mjólkurgusu út í það.
Þá veit ég amk. fyrirfram hvers ég á von í munni.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Forðum var líka til Blöndahls kaffi og Rydens kaffi þannig að samkeppni var þá eins og nú en Kaaber var risinn á markaðnum. Þá var kaffinu ekið í búðir nánast á hverjum degi og það því alltaf nýbrennt og malað enda ekki búið að finna upp eilífðarumbúðirnar.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.11.2011 kl. 12:49
Gaman að sjá að þú ert enn á kreiki, Ben Ax. Takk fyrir innlitið. Einhvern tíma fáum við okkur kannski kaffisopa saman, ef alminlegt kaffi finnst. Blöndahls og Rydens hljóta að hafa verið svo lítilfjörlegir að þeir teljast varla til samkeppni. -- Ég er satt að segja grútfúll að finna bara súrlykt upp úr kaffipokanum þegar hann er opnaður. Hvað er að? Eru það baunirnar sem eru slakar? Eða brennslan?
Sigurður Hreiðar, 10.11.2011 kl. 13:04
Mikið er eg sammála þer með kaffið.
endaði með því að kaupa mer kaffikvörn og baunir frá Starbucks sem fekkst í Rekstrarvörum en fekkst svo ekki lengur
mer var tjáð það væri svo dyrt að kaupa frá Bandaríkjunum.
ekki skal eg dæma um það ! En það var einusinni til eitthvað sem hét Export kaffibætir sem gerði kaffið rammt veit ekki innihald þess en þetta virðist vera uppistað í kaffi í dag,
kv.Erla
Erla Magna Alexandersdóttir, 10.11.2011 kl. 14:34
Starbökks kaffið fæst reyndar í Kosti (nema hvað).
Sammála því hins vegar að best sé að kaupa baunir og mala sjálfur (kaffikvörn er ekki dýr).
kv.
Mörgæsin
mörgæsin (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 21:42
Mamma átti forláta kaffikvörn sem maður hélt milli hnjánna og sneri sveif ofan á. Ugglaust er þetta allt orðið rafvætt nú til dag. En af þessu kom ilmur sem mér finnst eigi að vera af möluðum kaffibaunum, svo ég segi nú ekki nýmöluðum kaffibaunum.
Kannski maður skoði Starbucks. Jón Gerald á það nú skilið.
Sigurður Hreiðar, 10.11.2011 kl. 22:19
Senseo kaffið er best að mér finnst. Mér finnst ég finna hið sanna kaffibragð oftar með því.
DoctorE (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.