Hmm -- hve margar litlutær?

Hvers vegna notar skrifari þessara mikilvægu upplýsinga eignarfall fleirtölu með greini þar sem allar orðabeygingar í kring benda til þolfalls eintölu með greini? Er það vegna þess að skólar landsins eru hættir að kenna nemendum sínum fallbeygingar -- svo og orðflokkargreinar og annað sem málfræði tilheyrir? Orðið tá beygist í eintölu án greinis tá -- um tá -- frá tá -- til táar. Með greini táin -- um tána -- frá tánni -- til táarinnar. Í fleirtölu án greinis tær -- um tær -- frá tám -- til táa. Með greini tærnar -- um tærnar -- frá tánum -- til tánna.

Fyrirsögn fréttarinnar, og sá hluti greinarinnar sem hún vísar til hefði því annað hvort átt að vera Ekki giftast manni sem getur hreyft á sér litlu tána -- eða Ekki giftast manni sem getur hreyft á sér litlu tærnar.

Því miður kenndi ég aðeins einum bekk íslensku, meðan ég var að kenna, og aðeins einn vetur. Það var 7. bekkur grunnskóla, þá í raun fyrsti bekkur eftir barnaskóla. Sumir krakkarnir fussuðu og sveiuðu þegar ég byrjaði á að láta þau greina í orðflokka og síðan beygingarmyndir í heilum málsgreinum. En fljótlega var hætt að sveia og undir vorið virtist mér þetta þykja hin ágætasta hugarleikfimi.

--- Alltaf ánægjulegt að sjá þegar fólk tekur við sér. Nú kl. 16.48 hefur þessi ranga beyging, sem ég gerði hér að umtalsefni, verið leiðrétt. Táin orðin ein.


mbl.is Ekki giftast manni sem getur hreyft á sér litlu tána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er ótrúlegt að greinarritari skuli hafa ritun á íslensku sem atvinnu. Ef ég fengi til mín t.d. trésmið sem væri eins slakur í sínu fagi og ritari hér er í sínu, mundi ég örugglega neita að greiða reikninginn og fá hæfan smið til vinna verkið aftur. Slík er meðferð greinarritara á móðurmálinu í greininni. T.d. hefst greinin á því að hafa fæturna í kvenkyni. Þá tekur ekki betra við þegar vísað er til manneskju, einstaklings sem aðila en ekki t.d. viðkomandi og er það víst orðið frekar regla en undantekning í bæði ritmáli og talmáli. Ofnotkun á nafnháttarmerkinu er yfirgengileg eins og stundum vill verða í talmáli og kallast hortittir og síðast en ekki síst er þolfallsmyndin tána skrifuð tánna í tvígang sem einnig er furðu algeng villa hjá almenningi. Ef ég verð staðinn að því að vinna mína vinnu eins illa og þessi greinarritari gerir, óska ég þess að mér verði á það bent svo ég geti skammast til að fá mér einhverja aðra vinnu sem ég er fær til.

corvus corax, 23.10.2011 kl. 16:48

2 Smámynd: corvus corax

Aftur og nýbúinn... að sjálfsögðu varð mér á í messunni, gleymdi ég nafnháttarmerkinu á einum stað, og stelst því til að fá að láni eitt þeirra sem ofaukið er í umræddri grein og set það hér feitletrað: ...og fá hæfan smið til vinna verkið aftur.

corvus corax, 23.10.2011 kl. 16:51

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir þetta, crummi minn góður. Ég nennti nú ekki að elta ólar við annað en það sem hoppaði framan í mann úr fyrirsögninni sjálfri. -- Ef þú værir staðinn að samskonar fúski í þínu fagi og ritari þessarar távísindalegu greinar, þætti þér ekki bara ágætt að fá ábendingu til að geta bætt þig í verkinu og forðast svona sóðaskap í framtíðinni?

Langar að bæta við, af því ég fékk fyrirspurn um það á förnum vegi af hverju ég sagðist því miður hafa kennt aðeins einum bekk íslensku og aðeins einn vetur -- það var því miður af því ég hafði gaman af því og mér fannst ég ná vel til krakkanna í þessu fagi -- málfræðigreiningum og málfari almennt. Meðal annars lét ég þau syngja eins og eitt íslenskt sönglag í lok hvers tíma og það er stutt síðan myndarfrú á besta aldri minnti mig á þetta og bætti við að þetta hefði þeim þótt afar gaman.

Sigurður Hreiðar, 23.10.2011 kl. 21:43

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Táarnir mínar er skökkir og núnna er ek búin ad horfa á mínar tár í 2 kluggutíma og reyni að finna eignafallbeygjuna á henni. Er eignafallbeygjan á öllum táurnum eða bara á litlu tánni?

Óskar Arnórsson, 24.10.2011 kl. 00:13

5 Smámynd: corvus corax

Hvar fékkstu tærnar? spurði afi. Auðvitað í tærnabúðinni svaraði sá stutti.

corvus corax, 24.10.2011 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 306294

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband