19.9.2011 | 14:00
Gáfulegt kjaftæði. . .
Bíllinn valt. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á honum. Rökrétt ályktun, ekki satt? Nema hann hafi velt bílnum viljandi. Kannski var engin vísbending um það.
Hvaðan kemur svona gáfulegt kjaftæði inn í ósköp venjulega frétt? Mér er hreinlega ofboðið að þurfa að lesa svona kjaftæði.
Maður gekk fram af gangstéttarbrún. Er talið að hann hafi fært annan fótinn fram fyrir hinn.
Bílvelta á Suðurlandsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 306295
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigurður, það er þó þakkarvert að viðkomandi bíll sé ekki grunaður um að hafa oltið. Svo ekki sé nú talað um allar þær grunsemdir sem gætu beinst að ökumanninum.
En þú ert sterklega grunaður um að hafa skrifað þetta blogg og nú er ég sterklega grunuð um að hafa lagt inn athugasemd. :)
Kolbrún Hilmars, 19.9.2011 kl. 17:16
Já, Kolbrún, oag allar líkur á að við höfum gert þetta af ásettu ráði. . .
Sigurður Hreiðar, 19.9.2011 kl. 18:08
Sem þýðir á nýíslensku að annað hvort séum við talin eiga aðild að samsæri eða séum grunuð um að eiga aðild að samsæri... :(
Kolbrún Hilmars, 19.9.2011 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.