Vanmetnir snillingar

Bíllinn ónýtur -- þessu sér maður og heyrir oft hnýtt aftan í fréttir um að bílar verði fyrir hnjaski. Þarna held ég að lögregla -- sem gefur upplýsingarnar -- vanmeti stórlega þá snillinga sem skipa stétt íslenskra bílasmiða. Metnað þeirra, kunnáttu og tækjabúnað. Ég veit um fleiri en eina íslenska bílasmiðju sem ég myndi óhræddur kaupa bíl úr höndunum á og vita að hann er amk. eins góður og fyrir óhappið. Þó ljótur hefði hann farið inn.
mbl.is Vegfarendur handtóku bílþjófa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Þú ert að misskilja hrapalega Sigurður ef þú heldur að bíll sé bara talinn ónýtur sé ekki hægt að gera við hann. Þetta er miklu fremur spurningin hvort það borgi sig að gera við hann. Sama gildir fyrir flest tól og tæki sem við brúkum svona dags daglega.

Einn góður réttingamaður orðaði það svo skemmtilega þannig að meðan skráningarskýrteinið væri heilt væri hægt að gera við bílinn. Hvort það borgaði sig væri svo allt önnur spurning.

Svo getur það borgað sig fyrir réttingafyrirtæki að gera við bíl sem það kaupir hjá tryggingafélagi og nýtir til þess "dauðan" tíma þó það borgi sig ekki fyrir tryggingafélagið að láta gera við sama bíl.

Landfari, 8.9.2011 kl. 23:58

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Bíll sem er viðgerðarhæfur, Gunnar minn, er ekki ónýtur.

Sigurður Hreiðar, 9.9.2011 kl. 12:59

3 Smámynd: Landfari

Almennt er talað um að tæki (sama hvaða tæki það er) sé ónýtt ef það borgar sig ekki að gera við það.

Bíll er ekki talinn viðgerðarhæfur ef viðgerðin kostar meira en bíllinn, þó að tæknilega sé ekkert mál að gera við hann.

Þetta hefur hingað til bara verið talin almenn skynsemi.

Getum við ekki verið sammála um það?

Bílar sem taldir eru ónýtir eru ekkert alónýtir. þess vegna kaupa partaölurnar þá og hirða það sem heilt er í þeim sem oftast er hellingur. Bílasmiðir (og fúskarar) kaupa þessa bíla líka og gera við þá og það getur borgað sig fyrir þá því það er ekki verið að borga útseldan taxta fyrir vinnuna.

Landfari, 9.9.2011 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband