Með ferlega loðið skott

Í gærkvöld undir myrkur brugðum við okkur að leita berja á þeim slóðum sem kona mín var löngum í æsku í sumarbústað móður sinnar, skammt frá þar sem Waldorfskólinn er (eða var?) ofan við Gömlubotna – spölkorn vestan við þann stað sem við oftast köllum nú Lækjarbotna.

Þegar voru vorum að fara af stað til baka kom í loftköstum til okkar stór, gulur skógarköttur með ferlega loðið skott, alls ómerktur að sjá, utan út buskanum. Var óskaplega glaður að sjá okkur og ætlaði að adoptera okkur á staðnum, sá kannski í svipsýn að við erum afar veik fyrir fallegum og vinsamlegum köttum. En við brynjuðum okkur og vörnuðum honum inngöngu í heimilisbifreiðina. Ég sé hann enn fyrir mér, greyið, sitja eftir á bílastæðinu neðan við brekkuna þar sem vegurinn tvískiptist upp í Waldorf og mæna á eftir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband