5.9.2011 | 11:35
Með ferlega loðið skott
Í gærkvöld undir myrkur brugðum við okkur að leita berja á þeim slóðum sem kona mín var löngum í æsku í sumarbústað móður sinnar, skammt frá þar sem Waldorfskólinn er (eða var?) ofan við Gömlubotna spölkorn vestan við þann stað sem við oftast köllum nú Lækjarbotna.
Þegar voru vorum að fara af stað til baka kom í loftköstum til okkar stór, gulur skógarköttur með ferlega loðið skott, alls ómerktur að sjá, utan út buskanum. Var óskaplega glaður að sjá okkur og ætlaði að adoptera okkur á staðnum, sá kannski í svipsýn að við erum afar veik fyrir fallegum og vinsamlegum köttum. En við brynjuðum okkur og vörnuðum honum inngöngu í heimilisbifreiðina. Ég sé hann enn fyrir mér, greyið, sitja eftir á bílastæðinu neðan við brekkuna þar sem vegurinn tvískiptist upp í Waldorf og mæna á eftir okkur.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.