Að ganga af gamlingjunum fjárhagslega dauðum

Hvaðan er þessi Þorleifur úr sveit?

Gerir hann sér ekki grein fyrir að stór hópur aldraðra í landinu hefur komið sér upp ofurlitlum varasjóðum, til þess að eiga borð fyrir báru á elliárunum -- því ekki er ellilífeyririnn til að hrópa húrra fyrir. Að ógleymdum skerðingum á honum fyrir minnstu „yfirsjónir“ eins og þiggja úr lífeyrissjóði, hafa örlítil laun -- eða eiga varasjóð á banka.

Skástu bankavextir okkar gamlingjanna núna eru um 3%. Verðbólgan er 5%. Fjármagnstekjuskatturinn er 20%. Er Þorleifi það ekki nóg gleði að verðbólgan fyrst en fjármagnstekjuskatturinn svo skuli éta niður varasjóði gamlingjana? Vill hann ganga af þeim fjárhagslega dauðum ennþá fyrr?

Lágmarks kurteisi væri að einhver hluti varaforðans til elliáranna væri undanþeginn fjármagnstekjuskatti. Sosum eins og 30 milljónir á mann. Eða þó ekki væri nema á hjón.

Verðbólgan væri samt að éta af þeim varasjóðinn, þó fjármagnstekjuskattinum væri sleppt.

Jöfnuð í þjóðfélaginu? Er sá jöfnuðurinn vinstri grænstur að gamla fólkið eigi ekki leppana utan á sig?


mbl.is Hækki fjármagnstekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nemi verðbólga 2/3 af vaxtatekjum virkar 30% fjármagnstekjuskattur miðað við núverandi reikniaðferð sem 90% skattur á raunvaxtatekjur.

Raunar eru samspil verðbólgu og vaxta síðasta árs langt um verri en þær forsendur sem miðað er við í fyrstu málsgrein eins og Sigurður bendir á.

Kannski skilur Þorleifur þessi ekki svona einfalda útreikninga en sé svo þá nenni ég ekki að eiða tíma mínum í að kenna honum þá enda er það líkast til tilgangslaust.

Það er bagalegt þjóðfélögum að hafa neikvæðan hvata til sparnaðar því eign sparifjár almennings stuðlar að jafnari gangi hagkerfisins og hjálpar því að takast á við áföll.

Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 18:59

2 identicon

Bendi þér á grein Ólafs Margeirssonar, hagfræðings og pressupenna um lífeyrissjóðina, sem hann telur vera gjaldþrota og rök hans eru sannfærandi. Bendi þér líka á fullyrðingu Lilju Mósesdóttur, hagfræðings og þingkonu um að ríkið eigi 40% af lífeyrissjóðunum vegna þess að tekjuskattur sé ógreiddur af því fé, sem í þeim sé. Það er einn galli á fullyrðingu Lilju, semsé sá, að hún virðist ekki gera ráð fyrir að lífeyrisþegar fái persónuafslátt og hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn, sem kemur með þá sýn á málin. Hitt er svo annað mál, Sigurður Hreiðar, að þín kynslóð, sem núna vill fá verðtryggingu á lífeyrissjóðina sína og láta börnin sín þar með greiða lífeyrinn sinn, fékk húsnæðislánin sín ansi ódýrt á árunum frá 1973 til 1978 (a.m.k.) þegar verðbólgan varð tugir prósenta á ársgrunni.

Bernaiseburger (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 21:06

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég er ekki vanur að svara hugleysingjum sem þora ekki að koma fram undir nafni. En þessum með þýska nafnið hér að ofan vil ég benda á að ekki tóku allir húsnæðislán á þeim tímum sem hann talar um -- og lífeyrissjóðirnir koma því ekki við sem ég var að tala um hér að ofan að öðru leyti en því að greiðslur úr þeim skerða okkar lögmæta ellilífeyri.

Sigurður Hreiðar, 28.8.2011 kl. 21:45

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er sammála þér sveitungi góður, mér finnst aukin skattheimta kann ekki góðri lukku að stýra né vera sú lausn sem rétt væri að stefna að. Mörg dæmi eru um að braskaranir komu sér hjá að greiða 10% fjármagnstekjuskatt. Ætli þeir beiti ekki nákvæmlega sömu aðferðafræði að koma sér hjá aukinni skattheimtu, sjá nánar bloggið mitt um þessa frétt.

Góðar stundir

st. á Smyrlabjörgum í Suðursveit

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 30.8.2011 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband