Svik við kjósandann

Þá er enn einn flokkaflakkarinn/kjósendasvikarinn farinn á kreik. Lætur sem hann hafi átt/eigi atkvæðin sem flokkurinn hans fékk og fleyttu honum inn á þing.

Alþingiskosningar: Flokkar/hreyfingar bjóða fram lista, ekki einstaklinga. Einstaklingar eru ekki í framboði nema sem nöfn á lista sem flokkurinn býður fram.

Flokkurinn (listinn) fær X mörg atkvæði sem duga til að X margir einstaklingar af listanum fá sæti á alþingi sem fulltrúar þess flokks/lista. Ekki sem einstaklingar.

Síðan láta þeir sem þeir hafi persónulega hlotið þessi atkvæði og megi haga sér með þau eins og þeim sýnist.

Sem er rangt. Sem er svik við þá sem kusu þennan flokk/lista. Það var enginn að kjósa þessa einstaklinga sem einstaklinga, aðeins sem hluta af þeim flokki/lista (málstað þess vegna) sem kjósandinn valdi/kaus.

Ef sá sem tekur sæti á þingi fyrir ákveðinn flokk/lista treystir sér ekki til að fylgja þeim flokki/lista (málstaðurinn hefur kannski eitthvað sveiflast?) ætti honum að bera skylda til að segja hreinlega af sér svo varamaður geti tekið sæti hans í stað. Annað er svik við kjósandann.

Ég hef ekki lesið drög að nýrri stjórnarskrá til neinnar hlítar. En ég hef ekki orðið var við að á þessum svikum sé tekið þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Sigurður..Hvað heldur þú að séu margir svikarar og eiginhagsmunar menn á þingi?  því miður eru þeir margir.....þeir vinna ekki fyrir mig og þig.

Vilhjálmur Stefánsson, 23.8.2011 kl. 16:20

2 identicon

Hvað eru svik við kjósandan? Framsóknarflokkurinn hefur breyst frá síðustu kostningum úr því að vera Evrópusinnaður jafnaðarmannaflokkur í einhverskonar þjóðrembu flokk. Eru það ekki hin eiginlegu svik við þá sem kusu flokkinn?

Alment: Fólk kýs flokka út frá stefnumálum flokkana, ef flokkur td. segist vera fylgjandi aðild að EU fyrir kostningar, en samþykkir síðan á aðalfundi eftir kostningar að hafna aðild að EU, er sá flokkur ekki að svíkja kjósendur? Hvernig á þingmaður í þessum flokki að kjósa? eftir kostningaloforðunum eða nýju stefnuskránni?

Hvernig á þá að áhveða hvernig athvæði eru greidd um einstök mál ef þingmaður er aðeins athvæði en ekki einstaklingur með eigin sannfæringu? Er það formaðurinn sem áhveður það, eða er það meirihluti þingflokks?

Ég held að það sé skárra að þingmenn fylgi eigin samfæringu á þingi, heldur en að fylgja flokki sem þeir eiga ekki lengur samleið með.

Jonas kr (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband