Astraeus syndabukkurinn

Ég skil nú ekki í fjölmiðli að gleypa við þeirri staðhæfingu að eftir sé að greiða leigu fyrir flugvél sem komin er frá A til B til að taka þar farþega fyrir farmiðamiðlun og flytja þá til C, og það verði til þess að flugvél sé látin standa um ótiltekinn tíma á B. Jafnvel þó greiðsla hefði ekki verið komin alla leið til viðtakanda hefði enginn flugrekstraraðili sent flugvél með áhöfn af stað í svona verk án þess að treysta því að samningar þar um stæðust.

Ég trúi heldur ekki að nauðsynlegt hafi verið að reka fólk úr vélinni meðan bunað var á hana eldsneyti. Né heldur að leyfa fólki að sitja í vélinni á meðan gegn því að losa af sér sætisbeltin. Svo oft hef ég þurft að sitja í flugvél á flughlaði meðan fyllt var á hana. Nú síðast fyrir fáeinum misserum þegar leiguflugvél -- ætli hún hafi verið frá Tékklandi? eða Spáni? -- var látin millilenda einhvers staðar norðarlega á Spáni til að dæla á hana nógu miklu eldsneyti til þess að hún kæmist alla leið til Kanarí. Af því eldsneytið var ódýrara á Spáni en á Íslandi, þaðan sem ferðin hófst. Eða að flugrekstraraðilinn var í reikningsviðskiptum á Spáni en ekki á Íslandi. Aldrei verið skipað að losa af mér beltið á meðan.

Í þessu tilviki þykir mér sem Astraeus sé syndabukkurinn fremur en IE. Þeirra var vélin sem var gránduð í Alicante og þeirra var ábygðin að koma heim þeim farþegum sem IE (eða Plúsferðir?) hafði selt farseðla fyrir þeirra hönd.

Hefðu ekki Plúsferðir átt að koma þessum viðskiptavinum sínum til hjálpar, þegar ljóst var að þeir væru strandaðir?


mbl.is Búið að borga fyrir flugvélina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk er alltaf að gleyma:

Iceland Express er bara vef ferðaskrifstofa.

Þeir vita ósköp lítið hvað er að ske í hinni svikamylluni.

Gleymum ekki að Pálmi lærði af Jóni Ásgeiri alla klækima !

No1 var að segja aldrei frá öllu...

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 14:26

2 identicon

Vél fer ekki af stað nema búið sé að ganga frá samningum um leigu, en hvort sé búið að greiða eða ekki er allur gangur á í svona og misjafnt bara eftir hvernig sé samið. En hvort megi fylla á vél með farþega um borð eða ekki fer algjörlega eftir reglum á þeim flugvelli sem þar er. Flestir flugvellir leyfa það, en skýrar reglur eru um að sætisbeltaljósin skulu þá vera slökkt og áhafnarmeðlimir við alla neyðarútganga sem skulu vera opnir. Eiga því farþega EKKI að hafa beltin spennt á meðan. Oft er krafa um að slökkvilið sé á staðnum líka. Finnst þetta mjög furðuleg útskýring að val hafi verið þar á milli og kosið að færa alla frá borði til að fólkið fyndi ekki til óöryggis??? Mjög furðuleg útskýring, og finnst líklegt að þetta hafi nú snúist um eh annað.

Iceland Express er með ferðir til Alicante og hefur því Plúsferðir í þessu tilfelli keypt sæti af Iceland Express..   því eru þeir ábyrgir þó flugvélin sé frá Astraeus.

Ef þú hefur svo verið á leið til Kanarí og þurft að gera stopp á Spáni fyrir eldsneyti er það af því að vélin hefur bara einfaldlega ekki komist alla leið beint en ekki af því að eldsneyti sé ódýrara á Spáni því verðmunurinn þar á milli er nú það lítill að það borgar sig ekki að gera auka lendingu og stopp. Vélin hefur þá væntanlega verið Airbus eða 737-300 eða 400? Drægi á þeim er bara ekki eins mikið og öðrum sambærilegum vélum.

Gunnar (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 15:08

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Takk fyrir þetta, Gunnar. Ánægjulegt að fá svona málefnalega athugasemd og hnitmiðaða þó hún sé ekki undir fullu nafni -- því margur er nú Gunnarinn. Ekki setti ég á mig hvaða tegund flugvélin var sem ég vitnaði til en tel þó nokkuð víst að hún hafi ekki verið Airbus. Þori þó ekki að fullyrða það 100%.

En því finnst mér að Astraeus sé ábyrgi aðilinn í þessu tilviki að vél frá því félagi var ekki ferðafær þegar til átti að taka að hún sinnti umsömdu verkefni. Þar með sýnist mér vanefndir af hálfu Astraeus.

Sigurður Hreiðar, 20.8.2011 kl. 22:52

4 identicon

Vélin sem um ræðir í þessu tilfelli var 757-200, astresus á eina airbush vél enn hún er ekki notuð í flugi til og frá íslandi í sumar, hún er í öðrum verkefnum,

hitt er svo annað mál að mbl.is er ansi fljótt að skrifa um neinkvæðar fréttir sem henda express, enda þegar mbl.is er skoðuð þá sést að icelandair er mjög stór auglýsingaaðili á síðunni. og því er meira um neikævðar fréttir frá express heldur enn ella.

það hefur t.d ekkert verið talað um hvað vélarnar frá express hafa verið að koma á góðum tíma. USA vélarnar hafa síðustu vikurnar allar verið á undan tímanum og vel það.

Gísli.R (IP-tala skráð) 21.8.2011 kl. 07:44

5 Smámynd: Hvumpinn

"USA vélarnar hafa síðustu vikurnar allar verið á undan tímanum og vel það. "

Er það svo Gísli?

20.ágúst 5W414 frá EWR áætl 07:20 lent 10:05, 5W458 frá ORD áætl 07:40 lent 10:12,

21.ágúst 5W414 frá EWR áætl 07:20 lent 09:05

Er þetta að vera á undan áætlun?  Og þetta er bara í dag og í gær...

Hvumpinn, 21.8.2011 kl. 10:10

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Varst þú með í þessari ferð, Gísli R? Gaman væri að vita hvers vegna þú ert svona vel að þér um þetta atriði. Ég var hundpirraður á þessum aukakrók en ég man ekki fyrir lífið af hverjum ég keypti farmiðann i þessu tilviki. -- Það er ekki bara mbl.is sem hampar ótíðindum fyrir farþegar IE. Heimamenn hjá IE leggja bara ekki nógu mikið upp úr því að koma vel fram við farþega sína þegar eitthvað bjátar á eins og alvarleg seinkun. Þeir hafa ekki náð að skilja að þjónusta og aftur þjónusta er það sem skilar viðskiptatryggð -- og þar með velgengni.

Sigurður Hreiðar, 21.8.2011 kl. 12:55

7 identicon

Hvumpinn: ef þú lítur á lendingar síðustu vikur hjá IE þá lítur þetta allt öðru vísi út. 414 vélin sem lenti svona seint þann 20. var 737 vél. vélin sem bilaði í spáni átti að fara sem 414, enn þar sem hún var ekki tiltæk þá þurfti að bíða eftir 737 vélinni sem var í morgunflugi 19.8.

Sigurður: nei ég var ekki í þessari ferð enn veit sitthvað um bæði IE og icelandair.

Gísli.R (IP-tala skráð) 21.8.2011 kl. 14:29

8 Smámynd: Hvumpinn

Gísli, kíktu inná turisti.is 48% ferða Astraeus Iceland Express (af hverju vilja menn fela við hvern er raunverulega verið að eiga viðskipti) á tíma 1-15 ágúst.

Hvumpinn, 21.8.2011 kl. 15:37

9 identicon

hvumpinn.  þú ert að tala um heildina ég var bara að tala um USA vélarnar.  48 % er þó skárra enn þetta var hjá þeim í júní, og eins og fram kemur á túristi.is þá er það mikil framför hjá þeim miðað við hvernig hefur gengið. 

Gísli Reynisson (IP-tala skráð) 21.8.2011 kl. 17:04

10 identicon

Gisli R., vid vitum ad tetta var 757 sem biladi i Alicante, og ja Astraeus a eina A320 sem er adallega a bakvakt i Englandi. Vid vorum ad tala um tessa ferd sem Sigurdur turfti ad gera fuel stopp a Spani, sem hefur ekki verid hvorki 757 ne 737NG tar sem taer komast audveldlega beint til Kanari. On time performance IE hefur verid lelegur undanfarid og tad er bara allt i lagi ad um tad se talad. Auglysingar og ekki auglysingar, her einu sinni var haldid a Stod 2 vaeri styrkt af IE tar sem var bara talad um og allar frettir um "flugfelagid" Iceland Express. Svo tad er alls stadar haegt a hropa "Ulfur, Ulfur". Stadreyndin er bara su ad Iceland Express er a standa sig hrikalega illa a svo rosalega margan hatt, og tad er bara i godu lagi ad tad komi fram i frettum. Hins vegar ef eitthvad er vel gert maetti alveg taka tad fram lika tegar tad a vid. Tad hefur alltaf komid fljott upp ef eitthvad kemur upp hja Icelandair lika. Tad bara einfaldlega gengur betur hja teim nuna. En burt fra tessu ollu er samt gott ad Iceland Express se herna og veiti samkeppni sem er bara holl. En tad ma ekki gleyma ad tad eru fleiri ad fljuga til og fra Islandi en tessi 2. Ma nefna Lufthansa, Air Berlin, SAS, Edelweiss, Delta oflofl.

Gunnar (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 15:41

11 identicon

Vid tetta ma svo kannski baeta ad Iceland Express hefur margoft verid ad stoppa a hinum furdulegustu stodum a styttri flugum til og fra Evropu. Sem er sjalfu ser er ekkert stormal og madur skilur ad stundum turfi ad sameina flug, en adalmalid ad lata svo ekki fartegana svo mikid sem vita af svona aukaruntum er fyrir nedan allar hellur. T.d. madur er ad fara heim fra Koben, en nei tad tarf ad koma vid i Paris?? Og ferdin tekur allt i einu 6 tima i stadinn fyrir 2,5-3 tima. Og tad an tess ad lata nokkurn mann vita.

Og svona til ad taka tad skyrt fram til ad fyrirbyggja frekari misskilning ad ta a tad ekki vid um tetta aukastopp sem Sigurdur minnist a her a ofan tar sem vaentanlega hefur tad bara verid til ad taka eldsneyti til ad komast til Kanari.

Gunnar (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 16:06

12 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, Gunnar, svo var okkur sagt, að það væri bara til að taka bensín. Einhvern veginn finnst mér að vélin hafi ekki einu sinni verið keyrð upp að flugstöðvarhúsi.

Sigurður Hreiðar, 22.8.2011 kl. 16:16

13 Smámynd: Hvumpinn

Til að gleðja Gísla má sjá hvernig gengur hjá IEX í dag:

5W486 frá YWG átti að lenda 07:10, áætluð 18:52,

5W542 frá EDI átti að lenda 16:20, áætluð 22:30.

5W502 frá LGW átti að lenda 16:55 áætluð 19:10

Brottfarir:

5W541 til EDI ætlun 08:40 fór 16:49

5W503 til LGW áætlun 17:25 seinkað til 20:00

5W413 til EWR áætlun 17:50 seinkun til 19:30

5W425 til BOS áætlun 18:25 seinkun til 19:40.

Þannig að þetta er allt skv. norminu, þetta er helmingur af flugum IEX í dag.

Hvumpinn, 22.8.2011 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Hreiðar

Höfundur

Sigurður Hreiðar
Sigurður Hreiðar

Mosfellingur í húð og hár. Hefur á efri árum tileinkað sér nokkra skoðun á þjóðmálum sem er nýlunda í lífi hans.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...malverk_snh
  • ...1201120009
  • ...1201120013
  • ford nr1 a sl.tiff
  • ...1108070097

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband