13.8.2011 | 12:32
Örlítið ættingjamót afstaðið
Það var fjörugt hérna hjá okkur í síðustu viku, ekki síst um síðustu helgi. Öll börnin okkar samtímis á landinu og öll barnabörnin nema eitt; lambadrottningin okkar hún Eik situr austur í Köben þar sem hún vökvar homma á nóttinni (vinnur á gay-bar) meðan hún bíður þess að skólinn hennar hefjist. Svo átti eitt af uppáhöldunum mínum fjögurra ára afmæli og það var enn aukið tilefni til komsammen fyrir allan hópinn.
En dýrðin stendur sjaldnast lengi og nú er megnið af fólkið farið burt, austur í Noreg og Danmörku. Aðeins hún María mín (sem ég kalla reyndar Gullu ennþá) eftir í seilingu við pabba og mömmu með litlu stelpuna sína hana Þöll, sem reyndar er bara hreint ekkert svo lítil lengur (hún er lengst til hægri á hópmyndinni).
Og ég ætla að reyna að sýna hér hluta af þessum hópi mínum:
Fjögurra ára afmælisbarnið, Esja Sigurdís.
abörnin.
Svona hópur hlýjar manni um hjartað!
Svo er bara að vona að myndatextarnir lendi nokkur veginn á réttum stað.
Um bloggið
Sigurður Hreiðar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallegur ættingjahópur sem ég á þarna hjá þér frændi minn.
Helga R. Einarsdóttir, 13.8.2011 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.